Opportunity kveður eftir fimmtán ár Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 14. febrúar 2019 08:30 Opportunity-leiðangurinn er vafalaust eitt farsælasta verkefni geimferðasögunnar. Geimfarið lenti á Mars í janúar árið 2004 og upphaflega stóð til að það myndi kanna aðstæður þar og framkvæma vísindarannsóknir í 90 daga og ferðast í kringum einn kílómetra. vísir/epa Opportunity-leiðangrinum á Mars lauk formlega í gær þegar Bandaríska geimvísindastofnunin NASA tilkynnti að ítrekaðar tilraunir vísindamanna hennar við að koma á sambandi við geimfarið hefðu ekki borið árangur. Opportunity-leiðangurinn er vafalaust eitt farsælasta verkefni geimferðasögunnar. Geimfarið lenti á rauðu plánetunni í janúar árið 2004 og upphaflega stóð til að það myndi kanna aðstæður þar og framkvæma vísindarannsóknir í 90 daga og ferðast í kringum einn kílómetra. Fimmtán árum seinna hefur Opportunity ferðast 45 kílómetra og skilað til Jarðar ómetanlegu safni gagna um Mars. „Í meira en áratug hefur Opportunity verið táknmynd framsækinnar könnunar sólkerfisins. Geimfarið hefur frætt okkur um Mars og vota, og hugsanlega lífvænlega, fortíð plánetunnar,“ sagði Thomas Zurbuchen, stjórnandi vísindaverkefna NASA, í yfirlýsingu í gær. Samband milli Opportunity og Jarðar rofnaði í júní á síðasta ári. Síðan þá hafa vísindamenn og verkfræðingar NASA sent yfir eitt þúsund skipanir til geimfarsins, í þeirri von að það vakni til lífsins. Hinsti dvalarstaður Opportunity er dalur sem nefndur hefur verið „Perseverance,“ eða Þrautseigja á íslenskri tungu. „Ég held að það sé vart hægt að ímynda sér heppilegri stað en Þrautseigjudalinn sem ævarandi dvalarstað Opportunity,“ sagði Michael Watkins, framkvæmdastjóri rannsóknarstofu NASA í Kaliforníu, JPL, á fundi með blaðamönnum í gær. „Uppgötvanir og elja þessa litla geimfars er einstakur vitnisburður um hugvit og útsjónarsemi þeirra sem smíðuðu það á sínum tíma.“ Jim Bridenstine, forstjóri NASA, er á sama máli og segir í yfirlýsingu að Opportunity hafi nú þegar rutt leiðina fyrir mannaðar ferðir til Mars. „Þegar sá dagur rennur upp þá munu fyrstu fótsporin á Mars einnig tilheyra þeim sem stóðu að Opportunity-verkefninu,“ sagði Bridenstine. Birtist í Fréttablaðinu Geimurinn Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Opportunity-leiðangrinum á Mars lauk formlega í gær þegar Bandaríska geimvísindastofnunin NASA tilkynnti að ítrekaðar tilraunir vísindamanna hennar við að koma á sambandi við geimfarið hefðu ekki borið árangur. Opportunity-leiðangurinn er vafalaust eitt farsælasta verkefni geimferðasögunnar. Geimfarið lenti á rauðu plánetunni í janúar árið 2004 og upphaflega stóð til að það myndi kanna aðstæður þar og framkvæma vísindarannsóknir í 90 daga og ferðast í kringum einn kílómetra. Fimmtán árum seinna hefur Opportunity ferðast 45 kílómetra og skilað til Jarðar ómetanlegu safni gagna um Mars. „Í meira en áratug hefur Opportunity verið táknmynd framsækinnar könnunar sólkerfisins. Geimfarið hefur frætt okkur um Mars og vota, og hugsanlega lífvænlega, fortíð plánetunnar,“ sagði Thomas Zurbuchen, stjórnandi vísindaverkefna NASA, í yfirlýsingu í gær. Samband milli Opportunity og Jarðar rofnaði í júní á síðasta ári. Síðan þá hafa vísindamenn og verkfræðingar NASA sent yfir eitt þúsund skipanir til geimfarsins, í þeirri von að það vakni til lífsins. Hinsti dvalarstaður Opportunity er dalur sem nefndur hefur verið „Perseverance,“ eða Þrautseigja á íslenskri tungu. „Ég held að það sé vart hægt að ímynda sér heppilegri stað en Þrautseigjudalinn sem ævarandi dvalarstað Opportunity,“ sagði Michael Watkins, framkvæmdastjóri rannsóknarstofu NASA í Kaliforníu, JPL, á fundi með blaðamönnum í gær. „Uppgötvanir og elja þessa litla geimfars er einstakur vitnisburður um hugvit og útsjónarsemi þeirra sem smíðuðu það á sínum tíma.“ Jim Bridenstine, forstjóri NASA, er á sama máli og segir í yfirlýsingu að Opportunity hafi nú þegar rutt leiðina fyrir mannaðar ferðir til Mars. „Þegar sá dagur rennur upp þá munu fyrstu fótsporin á Mars einnig tilheyra þeim sem stóðu að Opportunity-verkefninu,“ sagði Bridenstine.
Birtist í Fréttablaðinu Geimurinn Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent