Síle bætist í hópinn fyrir suðurameríska HM 2030 framboðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2019 16:00 Luis Suarez og Lionel Messi auglýsa suðurameríska framboðið fyrir HM 2030. Getty/Sandro Pereyra Það eru talsverðar líkur á því að HM í fótbolta árið 2030 verði haldið í Suður-Ameríku. Síle hefur nú bæst í hópinn með Argentínu, Paragvæ og Úrúgvæ sem vilja fá að halda keppnina öll saman. Heimsmeistaramótið 2030 verður afmælismót því þá verða liðin hundrað ár frá fyrstu heimsmeistarakeppninni sem fram fór í Úrúgvæ árið 1930. Úrúgvæ vann þá heimsmeistaratitilinn eftir sigur á Argentínu í úrslitaleiknum. Þessi suðurameríska HM hefur verið lengi í bígerð og var gert opinbert árið 2017 en það er eins og framboðið hafi talið sig þurfa að fá Síle með í hópinn þegar fréttist af mögulegu sameiginlegu mótframboði frá Bretlandi og Írlandi. England, Skotland, Wales, Norður-Írland og Írland hafa sýnt því áhuga á að halda saman heimsmeistaramót en hvort það verður 2030 eða 2034 er önnur saga. Það var forseti Síle, Sebastian Pinera, sem tilkynnti það á Twitter að Síle hefði bæst í hópinn. „Fyrir nokkrum mánuðum þá lagði ég það til við forseta Argentínu, Úrúgvæ og Paragvæ að taka inn Síle og leggja fram sameiginlegt framboð fyrir HM 2030,“ skrifaði Sebastian Pinera á Twitter.Hace unos meses le propuse a los Pdtes de Argentina,Uruguay y Paraguay incorporar a Chile, y en conjunto,postular a la organización del Mundisl de Fútbol 2030. Esta propuesta fue aceptada por los 3 países y tb por la ANFP chilena.Despues del mundial del 62 Chile tendrá una Nva Op — Sebastian Piñera (@sebastianpinera) February 14, 2019 Frá og með HM 2026, sem fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada, þá verða 48 þjóðir í úrslitakeppni HM og keppnin hefur því stækkað mikið frá þeirri 32 þjóða keppni sem fór fram í Rússlandi síðasta sumar. Síle hélt HM 1962 og HM 1978 fór fram í Argentínu. HM hefur aftur á móti aldrei farið fram í Paragvæ. Síðasta HM í fótbolta í Suður-Ameríku fór fram í Brasilíu 2014. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Sjá meira
Það eru talsverðar líkur á því að HM í fótbolta árið 2030 verði haldið í Suður-Ameríku. Síle hefur nú bæst í hópinn með Argentínu, Paragvæ og Úrúgvæ sem vilja fá að halda keppnina öll saman. Heimsmeistaramótið 2030 verður afmælismót því þá verða liðin hundrað ár frá fyrstu heimsmeistarakeppninni sem fram fór í Úrúgvæ árið 1930. Úrúgvæ vann þá heimsmeistaratitilinn eftir sigur á Argentínu í úrslitaleiknum. Þessi suðurameríska HM hefur verið lengi í bígerð og var gert opinbert árið 2017 en það er eins og framboðið hafi talið sig þurfa að fá Síle með í hópinn þegar fréttist af mögulegu sameiginlegu mótframboði frá Bretlandi og Írlandi. England, Skotland, Wales, Norður-Írland og Írland hafa sýnt því áhuga á að halda saman heimsmeistaramót en hvort það verður 2030 eða 2034 er önnur saga. Það var forseti Síle, Sebastian Pinera, sem tilkynnti það á Twitter að Síle hefði bæst í hópinn. „Fyrir nokkrum mánuðum þá lagði ég það til við forseta Argentínu, Úrúgvæ og Paragvæ að taka inn Síle og leggja fram sameiginlegt framboð fyrir HM 2030,“ skrifaði Sebastian Pinera á Twitter.Hace unos meses le propuse a los Pdtes de Argentina,Uruguay y Paraguay incorporar a Chile, y en conjunto,postular a la organización del Mundisl de Fútbol 2030. Esta propuesta fue aceptada por los 3 países y tb por la ANFP chilena.Despues del mundial del 62 Chile tendrá una Nva Op — Sebastian Piñera (@sebastianpinera) February 14, 2019 Frá og með HM 2026, sem fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada, þá verða 48 þjóðir í úrslitakeppni HM og keppnin hefur því stækkað mikið frá þeirri 32 þjóða keppni sem fór fram í Rússlandi síðasta sumar. Síle hélt HM 1962 og HM 1978 fór fram í Argentínu. HM hefur aftur á móti aldrei farið fram í Paragvæ. Síðasta HM í fótbolta í Suður-Ameríku fór fram í Brasilíu 2014.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Sjá meira