Goðsagnir sigri hrósandi í Brasilíu Pétur Marinó Jónsson skrifar 3. febrúar 2019 04:46 Jose Aldo eftir sigurinn í nótt. Vísir/Getty UFC var með skemmtilegt bardagakvöld í Brasilíu í nótt. Brasilíumönnum vegnaði vel á heimavelli og náðu gömlu hetjurnar glæsilegum sigrum. Í aðalbardaga kvöldsins mættust Brasilíumennirnir Raphael Assuncao og Marlon Moraes í 61 kg bantamvigt. Moraes kláraði Assuncao með hengingu í 1. lotu og ætti að hafa gert nóg til að tryggja sér titilbardaga. Næstu skref meistarans T.J. Dillashaw eru þó óljós en hann vill enn mæta fluguvigtarmeistaranum Henry Cejudo aftur. Goðsögnin Jose Aldo náði glæsilegum sigri þegar hann mætti landa sínum Renato Moicano í nótt. Aldo er á síðustu metrum ferilsins og ætlar að hætta þegar samningur hans klárast. Aldo sýndi og sannaði að hann er langt í frá dauður úr öllum æðum og kláraði Moicano með tæknilegu rothöggi í 2. lotu. Aldo leit vel út í nótt en þessi 32 ára bardagamaður vonast eftir að fá sinn næsta bardaga í Brasilíu í maí. Brian Ortega og Alexander Volkanovski lýstu yfir áhuga að mæta Aldo og þá sagðist Conor McGregor dreyma um að berjast í Brasilíu einn daginn. Aldo sagðist gjarnan vilja fá annað tækifæri gegn Conor McGregor. Hinn 41 árs gamli Demian Maia kláraði Lyman Good með hengingu strax í 1. lotu. Þetta var mikilvægur sigur fyrir Maia en fyrir bardagann hafði hann tapað þremur bardögum í röð gegn þremur af bestu bardagamönnum þyngdarflokksins. Maia sýndi að hann er enn meðal þeirra bestu í veltivigtinni og á nóg eftir. Heimamönnum vegnaði afar vel á bardagakvöldinu og sáust mörg mögnuð tilþrif í nótt. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Jose Aldo berst einn af síðustu bardögum sínum í kvöld Brasilíska goðsögnin Jose Aldo ætlar að hætta á þessu ári. Aldo á þrjá bardaga eftir á samningi sínum og á erfiðan bardaga í kvöld. 2. febrúar 2019 18:30 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhlóms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Sjá meira
UFC var með skemmtilegt bardagakvöld í Brasilíu í nótt. Brasilíumönnum vegnaði vel á heimavelli og náðu gömlu hetjurnar glæsilegum sigrum. Í aðalbardaga kvöldsins mættust Brasilíumennirnir Raphael Assuncao og Marlon Moraes í 61 kg bantamvigt. Moraes kláraði Assuncao með hengingu í 1. lotu og ætti að hafa gert nóg til að tryggja sér titilbardaga. Næstu skref meistarans T.J. Dillashaw eru þó óljós en hann vill enn mæta fluguvigtarmeistaranum Henry Cejudo aftur. Goðsögnin Jose Aldo náði glæsilegum sigri þegar hann mætti landa sínum Renato Moicano í nótt. Aldo er á síðustu metrum ferilsins og ætlar að hætta þegar samningur hans klárast. Aldo sýndi og sannaði að hann er langt í frá dauður úr öllum æðum og kláraði Moicano með tæknilegu rothöggi í 2. lotu. Aldo leit vel út í nótt en þessi 32 ára bardagamaður vonast eftir að fá sinn næsta bardaga í Brasilíu í maí. Brian Ortega og Alexander Volkanovski lýstu yfir áhuga að mæta Aldo og þá sagðist Conor McGregor dreyma um að berjast í Brasilíu einn daginn. Aldo sagðist gjarnan vilja fá annað tækifæri gegn Conor McGregor. Hinn 41 árs gamli Demian Maia kláraði Lyman Good með hengingu strax í 1. lotu. Þetta var mikilvægur sigur fyrir Maia en fyrir bardagann hafði hann tapað þremur bardögum í röð gegn þremur af bestu bardagamönnum þyngdarflokksins. Maia sýndi að hann er enn meðal þeirra bestu í veltivigtinni og á nóg eftir. Heimamönnum vegnaði afar vel á bardagakvöldinu og sáust mörg mögnuð tilþrif í nótt. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Jose Aldo berst einn af síðustu bardögum sínum í kvöld Brasilíska goðsögnin Jose Aldo ætlar að hætta á þessu ári. Aldo á þrjá bardaga eftir á samningi sínum og á erfiðan bardaga í kvöld. 2. febrúar 2019 18:30 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhlóms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Sjá meira
Jose Aldo berst einn af síðustu bardögum sínum í kvöld Brasilíska goðsögnin Jose Aldo ætlar að hætta á þessu ári. Aldo á þrjá bardaga eftir á samningi sínum og á erfiðan bardaga í kvöld. 2. febrúar 2019 18:30