Flugfélagafrelsarinn sagður vilja bjarga „versta flugfélagi heims“ Birgir Olgeirsson skrifar 4. febrúar 2019 18:21 Bill Franke stofnandi og aðaleigandi Indigo Partners og Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air. Bandaríski fjölmiðillinn CNBC fjallar um kaup Bill Franke á íslenska flugfélaginu WOW Air á vef sínum í dag. Fjölmiðillinn rekur fjárhagserfiðleika WOW Air og segir félagið hafa verið komið að bjargbrúninni þegar hinn 81 árs gamli Bill Franke steig fram á sjónarsviðið. Er greinin birti undir fyrirsögninni: Airlines „Mr. Fix It“ wants to save the worlds worst carrier, eða „Flugfélagafrelsarinn vill bjarga versta flugfélagi heims“. Franke þessi er sjálfskipaður faðir lággjaldalíkansins og stofnandi eignastýringafélagsins Indigo Partners, sem á og rekur Frontier Airlines. Hann hefur skapað sér orðspor fyrir harðan niðurskurð og að snúa við rekstri flugfélaga á tveggja áratuga ferli sínum í flugfélagabransanum. Franke segir við CNBC að níu milljarða fjárfesting Indigo Partners í WOW Air geti orðið að veruleika á fyrsta ársfjórðungi þessa árs.Mikil áskorun fyrir Franke CNBC segir að það muni verða mikil áskorun fyrir Franke að snúa við rekstri WOW Air en hann þekki vel slíkar aðstæður. CNBC segir Franke hafa sjálfan sagt frá því að hann hefði hlotið gælunafnið „Mr. Fix it“ í bransanum. Árið 1993 var hann fenginn að rekstri America West þegar það var gjaldþrota. Hann ætlaði sér aðeins að staldra við í hálft ár hjá America West en var í níu ár.WOW Air hefur farið í gegnum mikinn öldudalVísir/VilhelmFranke hefur lengi verið talsmaður þess að flugfarþegar sækist helst eftir ódýrum flugfargjöldum. Franke var lengi vel stjórnarformaður Spirit Airlines flugfélagsins sem Indigo Partners átti. Franke náði að snúa rekstrinum við með því að skera niður kostnað og rukka farþega fyrir þjónustu sem áður var innifalin í miðaverðinu, þar á meðal aðgang að handfarangursrými og sætisval. Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, hefur hingað til haft slíkt fyrirkomulag á rekstri WOW Air en hefur þó reynt að hasla sér völl á lengri leiðum sem hefur reynst erfitt. Í greininni er einnig fjallað um erfiðleika Primera Air, sem varð gjaldþrota í fyrra, sem og rekstrar erfiðleika Norwegian Air Shuttle sem hefur átt erfitt með að skila hagnaði.Sjá möguleika í WOW Air Ef af fjárfestingu Indigo verður í WOW Air vonast Franke til að geta skapað flugfélaginu traustari fótfestu á markaði. „Saga lággjaldaflugfélaga á lengri leiðum er fremur ljót og við ætlum að gera það rétt. Við sjáum augljóslega möguleika hér, annars myndum við ekki fjárfesta,“ segir Franke. Rætt er við Skúla Mogensen sem segir WOW Air hafa misst sjónar af hlutverki félagsins sem hefur þurft að hætta áætlunarferðum víða um Bandaríkin og að skera niður flota sinn.Bill Franke.Vísir/GettySegist Skúla vera að reyna að einfalda rekstur félagsins og mun félagið ekki bjóða upp á betri sæti fyrir hærra verð. Skúli á ekki von á vexti í starfsemi fyrirtækisins fyrr en árið 2020.Þurfa að bæta sig í ánægju farþega CNBC segir frá því að WOW Air hafi verið í neðsta sæti á lista yfir flugfélög sem fyrirtækið AirHelp gaf út í júní í fyrra. AirHelp hjálpar farþegum að sækja bætur hjá flugfélögum ef áætlunarferðir falla niður eða ef röskun verður á þeim. Skúli viðurkennir í samtali við bandaríska fjölmiðilinn að WOW Air þurfi að bæta sig á þessu sviði. Franke neitar að tjá sig um fyrirætlanir sínar varðandi WOW Air en rætt er við Ben Baldanza, fyrrverandi forstjóra Spirit Airlines, sem segist fullviss um að Franke myndi ekki setja krónu í reksturinn án þess að fá að ráða því hvernig honum er hagað, þar á meðal stærð flotans. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43 Indigo eignast hið minnsta 49 prósent í WOW Gangi kaup Indigo Partners í WOW Air eftir mun bandaríska fjárfestingafélagið eignast 49 prósent hlut í flugfélaginu. 9. janúar 2019 15:43 Indigo Partners tekur kanadískt flugfélag í gegn Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Indigo Partners, sem hyggst fjárfesta í WOW Air, er meðal þeirra sem koma að endurskipulagningu kanadísks flugfélags. 26. desember 2018 22:30 Mest lesið Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Bandaríski fjölmiðillinn CNBC fjallar um kaup Bill Franke á íslenska flugfélaginu WOW Air á vef sínum í dag. Fjölmiðillinn rekur fjárhagserfiðleika WOW Air og segir félagið hafa verið komið að bjargbrúninni þegar hinn 81 árs gamli Bill Franke steig fram á sjónarsviðið. Er greinin birti undir fyrirsögninni: Airlines „Mr. Fix It“ wants to save the worlds worst carrier, eða „Flugfélagafrelsarinn vill bjarga versta flugfélagi heims“. Franke þessi er sjálfskipaður faðir lággjaldalíkansins og stofnandi eignastýringafélagsins Indigo Partners, sem á og rekur Frontier Airlines. Hann hefur skapað sér orðspor fyrir harðan niðurskurð og að snúa við rekstri flugfélaga á tveggja áratuga ferli sínum í flugfélagabransanum. Franke segir við CNBC að níu milljarða fjárfesting Indigo Partners í WOW Air geti orðið að veruleika á fyrsta ársfjórðungi þessa árs.Mikil áskorun fyrir Franke CNBC segir að það muni verða mikil áskorun fyrir Franke að snúa við rekstri WOW Air en hann þekki vel slíkar aðstæður. CNBC segir Franke hafa sjálfan sagt frá því að hann hefði hlotið gælunafnið „Mr. Fix it“ í bransanum. Árið 1993 var hann fenginn að rekstri America West þegar það var gjaldþrota. Hann ætlaði sér aðeins að staldra við í hálft ár hjá America West en var í níu ár.WOW Air hefur farið í gegnum mikinn öldudalVísir/VilhelmFranke hefur lengi verið talsmaður þess að flugfarþegar sækist helst eftir ódýrum flugfargjöldum. Franke var lengi vel stjórnarformaður Spirit Airlines flugfélagsins sem Indigo Partners átti. Franke náði að snúa rekstrinum við með því að skera niður kostnað og rukka farþega fyrir þjónustu sem áður var innifalin í miðaverðinu, þar á meðal aðgang að handfarangursrými og sætisval. Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, hefur hingað til haft slíkt fyrirkomulag á rekstri WOW Air en hefur þó reynt að hasla sér völl á lengri leiðum sem hefur reynst erfitt. Í greininni er einnig fjallað um erfiðleika Primera Air, sem varð gjaldþrota í fyrra, sem og rekstrar erfiðleika Norwegian Air Shuttle sem hefur átt erfitt með að skila hagnaði.Sjá möguleika í WOW Air Ef af fjárfestingu Indigo verður í WOW Air vonast Franke til að geta skapað flugfélaginu traustari fótfestu á markaði. „Saga lággjaldaflugfélaga á lengri leiðum er fremur ljót og við ætlum að gera það rétt. Við sjáum augljóslega möguleika hér, annars myndum við ekki fjárfesta,“ segir Franke. Rætt er við Skúla Mogensen sem segir WOW Air hafa misst sjónar af hlutverki félagsins sem hefur þurft að hætta áætlunarferðum víða um Bandaríkin og að skera niður flota sinn.Bill Franke.Vísir/GettySegist Skúla vera að reyna að einfalda rekstur félagsins og mun félagið ekki bjóða upp á betri sæti fyrir hærra verð. Skúli á ekki von á vexti í starfsemi fyrirtækisins fyrr en árið 2020.Þurfa að bæta sig í ánægju farþega CNBC segir frá því að WOW Air hafi verið í neðsta sæti á lista yfir flugfélög sem fyrirtækið AirHelp gaf út í júní í fyrra. AirHelp hjálpar farþegum að sækja bætur hjá flugfélögum ef áætlunarferðir falla niður eða ef röskun verður á þeim. Skúli viðurkennir í samtali við bandaríska fjölmiðilinn að WOW Air þurfi að bæta sig á þessu sviði. Franke neitar að tjá sig um fyrirætlanir sínar varðandi WOW Air en rætt er við Ben Baldanza, fyrrverandi forstjóra Spirit Airlines, sem segist fullviss um að Franke myndi ekki setja krónu í reksturinn án þess að fá að ráða því hvernig honum er hagað, þar á meðal stærð flotans.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43 Indigo eignast hið minnsta 49 prósent í WOW Gangi kaup Indigo Partners í WOW Air eftir mun bandaríska fjárfestingafélagið eignast 49 prósent hlut í flugfélaginu. 9. janúar 2019 15:43 Indigo Partners tekur kanadískt flugfélag í gegn Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Indigo Partners, sem hyggst fjárfesta í WOW Air, er meðal þeirra sem koma að endurskipulagningu kanadísks flugfélags. 26. desember 2018 22:30 Mest lesið Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43
Indigo eignast hið minnsta 49 prósent í WOW Gangi kaup Indigo Partners í WOW Air eftir mun bandaríska fjárfestingafélagið eignast 49 prósent hlut í flugfélaginu. 9. janúar 2019 15:43
Indigo Partners tekur kanadískt flugfélag í gegn Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Indigo Partners, sem hyggst fjárfesta í WOW Air, er meðal þeirra sem koma að endurskipulagningu kanadísks flugfélags. 26. desember 2018 22:30