Facebook skipað að breyta gagnasöfnun sinni Kjartan Kjartansson skrifar 7. febrúar 2019 10:59 Facebook hefur mánuð til að áfrýja úrskurði þýska samkeppniseftirlitsins. Vísir/EPA Þýsk samkeppnisyfirvöld hafa skipað bandaríska samfélagsmiðlarisanum Facebook að breyta því hvernig fyrirtækið safnar gögnum um notendur sína. Eftirlitið telur að Facebook hafi gerst sekt um að misnota markaðsráðandi stöðu sína til þess að safna upplýsingum um notendur án vitundar þeirra og samþykkis. „Í framtíðinni má Facebook ekki lengur neyða notendur sína til að fallast á nánast ótakmarkaða söfnun og framsals upplýsinga sem koma utan Facebook á Facebook-reikningum þeirra,“ segir Andreas Mundt, forstjóri þýska samkeppniseftirlitsins. Facebook ætlar að áfrýja úrsskurðinum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrirtækið telur þýska samkeppniseftirlitið hafa vanmetið samkeppnina og að úrskurðurinn grafi undan nýjum persónuverndarreglum Evrópusambandsins. Sérstaka athugasemd gerði samkeppniseftirlitið við það hvernig Facebook kemst yfir upplýsingar um fólk úr utanaðkomandi snjallforritum, þar á meðal úr Whatsappp og Instagram sem eru í eigu Facebook, og hvernig fyrirtækið fylgist með fólki á netinu sem er ekki á samfélagsmiðlinum. Þannig fylgist Facebook með netnotendum sem fara inn á vefsíður sem eru með hnapp til að líka eða deila hlutum á Facebook. Með úrskurðinum, sem enn hefur ekki lagalegt gildi á meðan áfrýjunarfrestur er í gildi, má Facebook ekki lengur framselja upplýsingar frá Whatsapp og Instagram til Facebook án þess að upplýsinga notendur og fá samþykki þeirra. Þá má fyrirtækið ekki framselja upplýsingar annars staðar frá til Facebook án samþykkis notenda. Facebook Þýskaland Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Þýsk samkeppnisyfirvöld hafa skipað bandaríska samfélagsmiðlarisanum Facebook að breyta því hvernig fyrirtækið safnar gögnum um notendur sína. Eftirlitið telur að Facebook hafi gerst sekt um að misnota markaðsráðandi stöðu sína til þess að safna upplýsingum um notendur án vitundar þeirra og samþykkis. „Í framtíðinni má Facebook ekki lengur neyða notendur sína til að fallast á nánast ótakmarkaða söfnun og framsals upplýsinga sem koma utan Facebook á Facebook-reikningum þeirra,“ segir Andreas Mundt, forstjóri þýska samkeppniseftirlitsins. Facebook ætlar að áfrýja úrsskurðinum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrirtækið telur þýska samkeppniseftirlitið hafa vanmetið samkeppnina og að úrskurðurinn grafi undan nýjum persónuverndarreglum Evrópusambandsins. Sérstaka athugasemd gerði samkeppniseftirlitið við það hvernig Facebook kemst yfir upplýsingar um fólk úr utanaðkomandi snjallforritum, þar á meðal úr Whatsappp og Instagram sem eru í eigu Facebook, og hvernig fyrirtækið fylgist með fólki á netinu sem er ekki á samfélagsmiðlinum. Þannig fylgist Facebook með netnotendum sem fara inn á vefsíður sem eru með hnapp til að líka eða deila hlutum á Facebook. Með úrskurðinum, sem enn hefur ekki lagalegt gildi á meðan áfrýjunarfrestur er í gildi, má Facebook ekki lengur framselja upplýsingar frá Whatsapp og Instagram til Facebook án þess að upplýsinga notendur og fá samþykki þeirra. Þá má fyrirtækið ekki framselja upplýsingar annars staðar frá til Facebook án samþykkis notenda.
Facebook Þýskaland Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira