Ósætti um pálmatré þýsku leyniþjónustunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. febrúar 2019 11:45 Einn af pálmum Ulrich Brüschke, sem standa fyrir utan nýjar höfuðstöðvar Bundesnachrichtendienst. Getty/Steffi Loos Nýjar höfuðstöðvar þýsku leyniþjónustunnar, Bundesnachrichtendienst (BND), voru formlega vígðar við hátíðlega athöfn í Berlín í gær. Framkvæmdir tóku 12 ár en orðrómar um dularfull pálmatré skyggðu þó á langþráða opnunarhátíðina. Höfuðstöðvarnar eru alls 260 þúsund fermetrar að stærð og samanstanda meðal annars af 20 þúsund tonnum af stáli, 14 þúsund gluggum og um 12 þúsund hurðum. Um er að ræða stærstu heimkynni nokkurrar leyniþjónustu í heiminum þar sem um 4000 manns munu starfa. Byggingaframkvæmdirnar hófust fyrir 12 árum en ætlað var að þeim lyki árið 2011. Talið er að að byggingarkostnaðurinn hafi verið rúmlega milljarður evra, eða um 135 milljarða íslenskra króna. Þrátt fyrir að fyrstu starfsmennirnir hafi flutt inn árið 2017 voru hinar nýju, ógnarstóru höfuðstöðvar í Berlín ekki teknar formlega í gagnið fyrr en í gær og var það Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sem fékk það hlutverk að vígja hið 135 þúsund rúmmetra ferlíki. Þrátt fyrir að Merkel hafi í ræðu sinni undirstrikað mikilvægi BND á viðsjárverðum tímum í alþjóðastjórnmálum eru þó ekki allir á einu máli. Ýmsir Þjóðverar kæra sig þannig ekkert um að þýska leyniþjónustan muni fá úr næstum milljarði evra að moða í ár til að stunda hin óræðu og oft gagnrýnisverðu starfsemi sína. Til að mynda var BND staðin að því að njósna um erlenda blaðamenn árið 2017, auk þess sem hún aðstoðaði bandaríska leyniþjónustu við umfangsmiklar hleranir sínar, sem Edward Snowden afhjúpaði árið 2013. Þá hafa margir sett spurningarmerki við dularfull pálmatré úr stáli sem sett hafa verið upp á lóð nýju höfuðstöðvanna. Margir óttuðust að leyniþjónustan hefði komið fyrir njósnabúnaði í trjánum til að fylgjast með ferðum þeirra sem eiga leið fram hjá höfuðstöðvunum, sem standa skammt frá rústum Berlínarmúrsins. Orðrómar um trén urðu svo háværir að þýska þingið neyddist í janúar síðastliðnum að senda frá sér yfirlýsingu - þar sem það var ítrekað að pálmarnir væru listaverk en ekki leynimakk. Þýskaland Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Nýjar höfuðstöðvar þýsku leyniþjónustunnar, Bundesnachrichtendienst (BND), voru formlega vígðar við hátíðlega athöfn í Berlín í gær. Framkvæmdir tóku 12 ár en orðrómar um dularfull pálmatré skyggðu þó á langþráða opnunarhátíðina. Höfuðstöðvarnar eru alls 260 þúsund fermetrar að stærð og samanstanda meðal annars af 20 þúsund tonnum af stáli, 14 þúsund gluggum og um 12 þúsund hurðum. Um er að ræða stærstu heimkynni nokkurrar leyniþjónustu í heiminum þar sem um 4000 manns munu starfa. Byggingaframkvæmdirnar hófust fyrir 12 árum en ætlað var að þeim lyki árið 2011. Talið er að að byggingarkostnaðurinn hafi verið rúmlega milljarður evra, eða um 135 milljarða íslenskra króna. Þrátt fyrir að fyrstu starfsmennirnir hafi flutt inn árið 2017 voru hinar nýju, ógnarstóru höfuðstöðvar í Berlín ekki teknar formlega í gagnið fyrr en í gær og var það Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sem fékk það hlutverk að vígja hið 135 þúsund rúmmetra ferlíki. Þrátt fyrir að Merkel hafi í ræðu sinni undirstrikað mikilvægi BND á viðsjárverðum tímum í alþjóðastjórnmálum eru þó ekki allir á einu máli. Ýmsir Þjóðverar kæra sig þannig ekkert um að þýska leyniþjónustan muni fá úr næstum milljarði evra að moða í ár til að stunda hin óræðu og oft gagnrýnisverðu starfsemi sína. Til að mynda var BND staðin að því að njósna um erlenda blaðamenn árið 2017, auk þess sem hún aðstoðaði bandaríska leyniþjónustu við umfangsmiklar hleranir sínar, sem Edward Snowden afhjúpaði árið 2013. Þá hafa margir sett spurningarmerki við dularfull pálmatré úr stáli sem sett hafa verið upp á lóð nýju höfuðstöðvanna. Margir óttuðust að leyniþjónustan hefði komið fyrir njósnabúnaði í trjánum til að fylgjast með ferðum þeirra sem eiga leið fram hjá höfuðstöðvunum, sem standa skammt frá rústum Berlínarmúrsins. Orðrómar um trén urðu svo háværir að þýska þingið neyddist í janúar síðastliðnum að senda frá sér yfirlýsingu - þar sem það var ítrekað að pálmarnir væru listaverk en ekki leynimakk.
Þýskaland Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira