Affleck hættir sem Batman Birgir Olgeirsson skrifar 31. janúar 2019 11:28 Ben Affleck. Vísir/Getty Ben Affleck mun ekki leika Batman aftur á næstunni að því er fram kemur á Deadline þar sem segir að næsta Batman mynd verði frumsýnd í júní árið 2021 og þar verði Óskarsverðlaunahafinn ekki í aðalhlutverki. Næsta mynd mun heiti The Batman en leikstjóri hennar er Matt Reeves sem á að baki myndirnar War for the Planet of the Apes og Dawn of the Planet of the Apes. Affleck hefur leikið auðkýfingin Bruce Wayne, sem bregður sér í líki Leðurblökumannsins á kvöldin, í Batman v. Superman: Dawn of Justice, Suicide Squad og Justice League. Þar fengu áhorfendur að sjá eldri og þreyttari útgáfu af Bruce Wayne en nýja myndin mun segja frá yngri og ferskari Bruce. Affleck átti að leika í næstu Batman-mynd ásamt því að leikstýra henni en slæmt gengi nýju DC-myndanna, sem átti að fylgja eftir ævintýrum ofurhetjuteymisins Justice League, hefur væntanlega haft einhver áhrif á þær fyrirætlanir. Hver mun taka að sér að leika Bruce Wayne í næstu mynd er hins vegar enn huldu. Bíó og sjónvarp Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Ben Affleck mun ekki leika Batman aftur á næstunni að því er fram kemur á Deadline þar sem segir að næsta Batman mynd verði frumsýnd í júní árið 2021 og þar verði Óskarsverðlaunahafinn ekki í aðalhlutverki. Næsta mynd mun heiti The Batman en leikstjóri hennar er Matt Reeves sem á að baki myndirnar War for the Planet of the Apes og Dawn of the Planet of the Apes. Affleck hefur leikið auðkýfingin Bruce Wayne, sem bregður sér í líki Leðurblökumannsins á kvöldin, í Batman v. Superman: Dawn of Justice, Suicide Squad og Justice League. Þar fengu áhorfendur að sjá eldri og þreyttari útgáfu af Bruce Wayne en nýja myndin mun segja frá yngri og ferskari Bruce. Affleck átti að leika í næstu Batman-mynd ásamt því að leikstýra henni en slæmt gengi nýju DC-myndanna, sem átti að fylgja eftir ævintýrum ofurhetjuteymisins Justice League, hefur væntanlega haft einhver áhrif á þær fyrirætlanir. Hver mun taka að sér að leika Bruce Wayne í næstu mynd er hins vegar enn huldu.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira