Kristófer segist hafa upplifað rasisma í fyrsta sinn í Síkinu Anton Ingi Leifsson skrifar 31. janúar 2019 22:55 Kristófer í leik með KR. Fréttablaðið/eyþór Kristófer Acox, leikmaður KR, upplifði blendnar tilfinningar í dramatískum sigri Vesturbæjarliðsins á Tindastóli á Sauðárkróki í kvöld. Hann greinir frá því á Twitter að hann hafi í fyrsta skipti á ferlinum upplifað kynþáttaníð af hendi stuðningsmanns Tindastóls meðan á leiknum stóð. „aldrei upplifað rasisma allan minn feril, þannig kom mér verulega á óvart þegar ég heyrði “Ingi, taktu Kristó útaf og settu hann í apabúrið” frá stuðningsmönnum UMFT í kvöld. leyfi þessu hinsvegar ekki að eyðileggja frábæran sigur, en svona á ekki heima í íþróttum - gerum betur!,“ skrifaði Kristófer á Twitter í kvöld. KR vann frábæran sigur í Síkinu í kvöld eftir að hafa verið tuttugu stigum undir í fyrri hálfleik en Kristófer átti fínan leik í kvöld. Hann skoraði níu stig og tók sjö fráköst. Kristófer samdi í sumar við Denain Voltare í frönsku B-deildinni en snéri aftur til KR í byrjun nóvember eftir að hafa ekki fundið fjölina í Frakklandi.Uppfært klukkan 0:06 með yfirlýsingu frá Körfuknattleiksdeild Tindastóls að neðan: Stjórn KKD Tindastóls harmar og jafnframt fordæmir það atvik sem átti sér stað í leik Tindastóls og KR í Dominosdeild karla í kvöld (fimmtudag) í Síkinu. Enginn einstaklingur á að þurfa að upplifa fordóma eða rasisma og er það hlutverk allra sem koma að íþróttinni að standa saman um að útrýma svoleiðis hegðun. Stjórn KKD Tindastóls vil biðja leikmann KR, Kristofer Acox, innilegrar afsökunar á framferði stuðningsmanns Tindastóls. Verður þetta atvik tekið föstum tökum og mun stjórn KKD Tindastóls gera allt í sínu valdi til að komast til botns í þessu máli ásamt því að fyrirbyggja að svona háttsemi endurtaki sig. Fh KKD Tindastóls Ingólfur Jón Geirsson Formaður aldrei upplifað rasisma allan minn feril, þannig kom mér verulega á óvart þegar ég heyrði “Ingi, taktu Kristó útaf og settu hann í apabúrið” frá stuðningsmönnum UMFT í kvöld. leyfi þessu hinsvegar ekki að eyðileggja frábæran sigur, en svona á ekki heima í íþróttum - gerum betur!— Kristófer Acox (@krisacox) January 31, 2019 Dominos-deild karla Tengdar fréttir Rosalega erfitt að vera burtu frá mömmu Körfuboltamaðurinn Kristófer Acox, sem spilar með Furman-háskólanum í Bandaríkjunum, trónir á toppnum yfir flest fráköst í sínum riðli. Hann segir lífið geta verið erfitt svo langt frá móður sinni og vinum en hefur þó endurnýjað sambandið við föður sinn. 28. febrúar 2015 06:00 Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 88-91 | Rosaleg endurkoma KR Tindastóll leiddi mest með 21 stigi en KR nagaði það til baka og vann í framlengingu. 31. janúar 2019 22:00 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Sjá meira
Kristófer Acox, leikmaður KR, upplifði blendnar tilfinningar í dramatískum sigri Vesturbæjarliðsins á Tindastóli á Sauðárkróki í kvöld. Hann greinir frá því á Twitter að hann hafi í fyrsta skipti á ferlinum upplifað kynþáttaníð af hendi stuðningsmanns Tindastóls meðan á leiknum stóð. „aldrei upplifað rasisma allan minn feril, þannig kom mér verulega á óvart þegar ég heyrði “Ingi, taktu Kristó útaf og settu hann í apabúrið” frá stuðningsmönnum UMFT í kvöld. leyfi þessu hinsvegar ekki að eyðileggja frábæran sigur, en svona á ekki heima í íþróttum - gerum betur!,“ skrifaði Kristófer á Twitter í kvöld. KR vann frábæran sigur í Síkinu í kvöld eftir að hafa verið tuttugu stigum undir í fyrri hálfleik en Kristófer átti fínan leik í kvöld. Hann skoraði níu stig og tók sjö fráköst. Kristófer samdi í sumar við Denain Voltare í frönsku B-deildinni en snéri aftur til KR í byrjun nóvember eftir að hafa ekki fundið fjölina í Frakklandi.Uppfært klukkan 0:06 með yfirlýsingu frá Körfuknattleiksdeild Tindastóls að neðan: Stjórn KKD Tindastóls harmar og jafnframt fordæmir það atvik sem átti sér stað í leik Tindastóls og KR í Dominosdeild karla í kvöld (fimmtudag) í Síkinu. Enginn einstaklingur á að þurfa að upplifa fordóma eða rasisma og er það hlutverk allra sem koma að íþróttinni að standa saman um að útrýma svoleiðis hegðun. Stjórn KKD Tindastóls vil biðja leikmann KR, Kristofer Acox, innilegrar afsökunar á framferði stuðningsmanns Tindastóls. Verður þetta atvik tekið föstum tökum og mun stjórn KKD Tindastóls gera allt í sínu valdi til að komast til botns í þessu máli ásamt því að fyrirbyggja að svona háttsemi endurtaki sig. Fh KKD Tindastóls Ingólfur Jón Geirsson Formaður aldrei upplifað rasisma allan minn feril, þannig kom mér verulega á óvart þegar ég heyrði “Ingi, taktu Kristó útaf og settu hann í apabúrið” frá stuðningsmönnum UMFT í kvöld. leyfi þessu hinsvegar ekki að eyðileggja frábæran sigur, en svona á ekki heima í íþróttum - gerum betur!— Kristófer Acox (@krisacox) January 31, 2019
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Rosalega erfitt að vera burtu frá mömmu Körfuboltamaðurinn Kristófer Acox, sem spilar með Furman-háskólanum í Bandaríkjunum, trónir á toppnum yfir flest fráköst í sínum riðli. Hann segir lífið geta verið erfitt svo langt frá móður sinni og vinum en hefur þó endurnýjað sambandið við föður sinn. 28. febrúar 2015 06:00 Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 88-91 | Rosaleg endurkoma KR Tindastóll leiddi mest með 21 stigi en KR nagaði það til baka og vann í framlengingu. 31. janúar 2019 22:00 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Sjá meira
Rosalega erfitt að vera burtu frá mömmu Körfuboltamaðurinn Kristófer Acox, sem spilar með Furman-háskólanum í Bandaríkjunum, trónir á toppnum yfir flest fráköst í sínum riðli. Hann segir lífið geta verið erfitt svo langt frá móður sinni og vinum en hefur þó endurnýjað sambandið við föður sinn. 28. febrúar 2015 06:00
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 88-91 | Rosaleg endurkoma KR Tindastóll leiddi mest með 21 stigi en KR nagaði það til baka og vann í framlengingu. 31. janúar 2019 22:00