Tvær framlengingar í Dominos-deild kvenna: Baráttan um úrslitakeppni harðnar Anton Ingi Leifsson skrifar 23. janúar 2019 21:17 Danielle var frábær í spennutrylli í kvöld. vísir/getty Stjarnan vann Snæfell í spennutrylli í Garðabæ í kvöld. Garðabæjarliðið hafði að endingu betur, 88-87, en sigurinn var mikilvægur fyrir Stjörnuna í baráttunni um úrslitakeppnissæti. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 73-73 en Auður Íris Ólafsdóttir tryggði Stjörnunni framlenginguna með þriggja stiga skoti er þrjár sekúndur voru eftir af leiknum. Stjarnan komst þremur stigum yfir en Kristen McCarthy fékk tækifæri til að jafna metin af vítalínunni undir lokin er hún fékk þrjú vítaskot en það fyrsta geigaði. Stjarnan er því áfram tveimur stigum á eftir Snæfell og Val sem eru í þriðja og fjórða sætinu en Stjarnan er í fimmta sætinu. Danielle Victoria Rodriguez var stigahæst í liði Stjörnunnar. Hún var með trölla tvennu; skoraði 25 stig, tók tólf fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Næst kom Ragna Margrét Brynjarsdóttir með fimmtán stig og níu fráköst. Snæfell er eins og áður segir í þriðja sætinu með jafn mörg stig og Val og þarf að passa sig ætli liðið að spila í úrslitakeppninni. Kristen Denise McCarthy var með rosalegar tölur; 37 stig og tók 22 fráköst. Það var ekki mikið skorað í fyrri hálfleik í Keflavík þar sem heimastúlkur unnu sjö stiga sigur á Skallagrím í framlengdum leik, 61-54. Staðan í hálfleik var 29-22. Sjaldséðar tölur. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 50-50 en Shequila Johnson jafnaði metin fyrir Skallagrím úr vítakasti. Í framlengingunni voru Keflvíkingar sterkari og unnu sjö stiga sigur. Brittanny Dinkins var í sérflokki í liði Keflavíkur, einu sinni sem oftar. Hún skoraði 22 stig, tók sautján fráköst og gaf sex stoðsendingar. Keflavík er nú eitt á toppi deildarinnar. Skallagrímur er í sjötta sæti deildarinnar með tíu stig. Shequila Joseph var atkvæðamest í liði þeirra í kvöld en hún skoraði 25 stig, tók tuttugu fráköst og gaf eina stoðsendingu. Haukar lentu ekki í miklum vandræðum með botnlið Breiðablik á útivelli. Þær rauðklæddu unnu 90-70 eftir að hafa verið 38-24 er liðin gengu til búningsherbergja. Stigahæst í liði Hauka var LeLe Hardy með nítján stig auk þess að taka 21 frákast og gefa átta stoðsendingar. Þóra Kristín Jónsdóttir gerði sautján stig og tók fjögur fráköst. Haukarnir eru í næst neðsta sætinu með tíu stig. Breiðablik er á botninum með tvö stig og það þarf margt að gerast svo liðið leiki ekki í fyrstu deildinni á næsta ári. Ivory Crawford og Sanja Orazovic voru stigahæstar Blika með átján stig.Staðan eftir sautján umferðir (efstu fjögur fara í úrslitakeppni): Keflavík 26 KR 24 Snæfell 22 Valur 22 ------- Stjarnan 20 Skallagrímur 10 Haukar 10 Breiðablik 2 Dominos-deild kvenna Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Sjá meira
Stjarnan vann Snæfell í spennutrylli í Garðabæ í kvöld. Garðabæjarliðið hafði að endingu betur, 88-87, en sigurinn var mikilvægur fyrir Stjörnuna í baráttunni um úrslitakeppnissæti. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 73-73 en Auður Íris Ólafsdóttir tryggði Stjörnunni framlenginguna með þriggja stiga skoti er þrjár sekúndur voru eftir af leiknum. Stjarnan komst þremur stigum yfir en Kristen McCarthy fékk tækifæri til að jafna metin af vítalínunni undir lokin er hún fékk þrjú vítaskot en það fyrsta geigaði. Stjarnan er því áfram tveimur stigum á eftir Snæfell og Val sem eru í þriðja og fjórða sætinu en Stjarnan er í fimmta sætinu. Danielle Victoria Rodriguez var stigahæst í liði Stjörnunnar. Hún var með trölla tvennu; skoraði 25 stig, tók tólf fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Næst kom Ragna Margrét Brynjarsdóttir með fimmtán stig og níu fráköst. Snæfell er eins og áður segir í þriðja sætinu með jafn mörg stig og Val og þarf að passa sig ætli liðið að spila í úrslitakeppninni. Kristen Denise McCarthy var með rosalegar tölur; 37 stig og tók 22 fráköst. Það var ekki mikið skorað í fyrri hálfleik í Keflavík þar sem heimastúlkur unnu sjö stiga sigur á Skallagrím í framlengdum leik, 61-54. Staðan í hálfleik var 29-22. Sjaldséðar tölur. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 50-50 en Shequila Johnson jafnaði metin fyrir Skallagrím úr vítakasti. Í framlengingunni voru Keflvíkingar sterkari og unnu sjö stiga sigur. Brittanny Dinkins var í sérflokki í liði Keflavíkur, einu sinni sem oftar. Hún skoraði 22 stig, tók sautján fráköst og gaf sex stoðsendingar. Keflavík er nú eitt á toppi deildarinnar. Skallagrímur er í sjötta sæti deildarinnar með tíu stig. Shequila Joseph var atkvæðamest í liði þeirra í kvöld en hún skoraði 25 stig, tók tuttugu fráköst og gaf eina stoðsendingu. Haukar lentu ekki í miklum vandræðum með botnlið Breiðablik á útivelli. Þær rauðklæddu unnu 90-70 eftir að hafa verið 38-24 er liðin gengu til búningsherbergja. Stigahæst í liði Hauka var LeLe Hardy með nítján stig auk þess að taka 21 frákast og gefa átta stoðsendingar. Þóra Kristín Jónsdóttir gerði sautján stig og tók fjögur fráköst. Haukarnir eru í næst neðsta sætinu með tíu stig. Breiðablik er á botninum með tvö stig og það þarf margt að gerast svo liðið leiki ekki í fyrstu deildinni á næsta ári. Ivory Crawford og Sanja Orazovic voru stigahæstar Blika með átján stig.Staðan eftir sautján umferðir (efstu fjögur fara í úrslitakeppni): Keflavík 26 KR 24 Snæfell 22 Valur 22 ------- Stjarnan 20 Skallagrímur 10 Haukar 10 Breiðablik 2
Dominos-deild kvenna Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum