Lewis Clinch fær ekki leikbann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2019 10:30 Lewis Clinch. vísir/bára Grindavík þarf að greiða 50 þúsund króna sekt en Lewis Clinch fær ekki leikbann fyrir ummæli sín á Twitter um dómgæslu í leik Njarðvíkur og keflavíkur á dögunum. Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands vísaði málinu til Aga- og úrskurðarnefndar sem hefur nú tekið það fyrir. „Hinn kærði, Lewis Clinch, sætir ávítum vegna ummæla sinna á samfélagsmiðlinum Twitter þann 7. janúar 2019. Körfuknattleiksdeild Grindavíkur skal greiða sekt að fjárhæð kr. 50.000,- til KKÍ,“ segir um niðurstöðuna í frétt á heimasíðu KKÍ. Brynjar Þór Björnsson, leikmaður Tindastóls, sleppur líka við leikbann vegna háttsemi sinnar í leik Tindastóls og Hauka í Domino´s deildinni en hann fékk bara áminningu. Lewis Clinch var kærður fyrir tvenn skilaboð á samfélagsmiðlinum Twitter sem kærði lét falla mánudaginn 7. janúar 2018 vegna leiks Keflavíkur og Njarðvíkur sem fram fór um það kvöld. Í fyrri skilaboðunum kom eftirfarandi fram: „The ref‘s in Iceland showed favoritism in the njarvaik (sic) vs kef game. Seems like they wanted Njarvik (sic) to win.“ Seinni skilaboðin, sem voru svar við skilaboðum þriðja aðila, voru eftirfarandi: „Makes sense. They needed to even it out in the end. I honestly dont (sic) care who wins or loses. I hate both teams. Games just need to be called even.“ Í tilvísun kom fram að það væri mat stjórnar KKÍ að ummælin vegi mjög að starfsheiðri og heilindum körfuknattleiksdómara og að þessi ummæli skaði ímynd íþróttarinnar. Telur stjórn KKÍ að ummæli sem þessi eigi aldrei að sjást eða heyrast hjá aðilum í kringum íþróttina á opinberum vettvangi. Var því óskað eftir að málið yrði tekið fyrir hjá aga-og úrskurðarnefnd með vísan til 14. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarnefnd. Lokaorðin í dómnum eru eftirfarin: „Kærði hefur gerst brotlegur við ákvæði 14. gr. reglugerðarinnar. Í ákvæði n. liðar 13. gr. reglugerðarinnar segir að brot skv. tilkynningu stjórnar KKÍ, sbr. ákvæði 14. gr. glugerðarinnar, hafi í för með sér refsingu eftir eðli brotsins, þ.á m. áminningu, ávítur, sektir að fjárhæð kr. 50.000 og leikbann. Aga- og úrskurðarnefnd telur m.a. að í ljósi þess að hinn kærði var ekki leikmaður viðkomandi leiks né hafði aðrar beinar tengingar við leikinn séu ávítur nægilegar sem agaviðurlög gagnvart honum. Nefndin telur aftur á móti nauðsynlegt að leggja sekt á félag hins kærða. Er þar annars vegar haft í huga stöðu hins kærða, en um er ræða leikmann meistaraflokks í félagi sem spilar í efstu deild, og hins vegar almenn og sérstök varnaðaráhrif ákvæðis 14. gr. reglugerðarinnar. Í samræmi við ákvæði n. liðar 13. gr. reglugerðarinnar ákvarðast fjárhæð sektarinnarkr. 50.000.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Vísa Twitter-færslu Clinch um dómarana í Keflavík-Njarðvík til aganefndar KKÍ Lewis Clinch, leikmaður Grindavíkur í Domino´s deild karla gæti verið í vandræðum vegna þessa sem hann sagði um leik milli tveggja annarra liða í deildinni. 9. janúar 2019 13:00 Lewis Clinch segist elska alla dómara á Íslandi: Ekki meðvitaður um að ég gæti fengið bann fyrir þetta Lewis Clinch læsti Twitter síðu sinni en sendi Körfunni og Körfuknattleikssambandinu skilaðboð eftir atburði dagsins. 9. janúar 2019 14:45 Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira
Grindavík þarf að greiða 50 þúsund króna sekt en Lewis Clinch fær ekki leikbann fyrir ummæli sín á Twitter um dómgæslu í leik Njarðvíkur og keflavíkur á dögunum. Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands vísaði málinu til Aga- og úrskurðarnefndar sem hefur nú tekið það fyrir. „Hinn kærði, Lewis Clinch, sætir ávítum vegna ummæla sinna á samfélagsmiðlinum Twitter þann 7. janúar 2019. Körfuknattleiksdeild Grindavíkur skal greiða sekt að fjárhæð kr. 50.000,- til KKÍ,“ segir um niðurstöðuna í frétt á heimasíðu KKÍ. Brynjar Þór Björnsson, leikmaður Tindastóls, sleppur líka við leikbann vegna háttsemi sinnar í leik Tindastóls og Hauka í Domino´s deildinni en hann fékk bara áminningu. Lewis Clinch var kærður fyrir tvenn skilaboð á samfélagsmiðlinum Twitter sem kærði lét falla mánudaginn 7. janúar 2018 vegna leiks Keflavíkur og Njarðvíkur sem fram fór um það kvöld. Í fyrri skilaboðunum kom eftirfarandi fram: „The ref‘s in Iceland showed favoritism in the njarvaik (sic) vs kef game. Seems like they wanted Njarvik (sic) to win.“ Seinni skilaboðin, sem voru svar við skilaboðum þriðja aðila, voru eftirfarandi: „Makes sense. They needed to even it out in the end. I honestly dont (sic) care who wins or loses. I hate both teams. Games just need to be called even.“ Í tilvísun kom fram að það væri mat stjórnar KKÍ að ummælin vegi mjög að starfsheiðri og heilindum körfuknattleiksdómara og að þessi ummæli skaði ímynd íþróttarinnar. Telur stjórn KKÍ að ummæli sem þessi eigi aldrei að sjást eða heyrast hjá aðilum í kringum íþróttina á opinberum vettvangi. Var því óskað eftir að málið yrði tekið fyrir hjá aga-og úrskurðarnefnd með vísan til 14. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarnefnd. Lokaorðin í dómnum eru eftirfarin: „Kærði hefur gerst brotlegur við ákvæði 14. gr. reglugerðarinnar. Í ákvæði n. liðar 13. gr. reglugerðarinnar segir að brot skv. tilkynningu stjórnar KKÍ, sbr. ákvæði 14. gr. glugerðarinnar, hafi í för með sér refsingu eftir eðli brotsins, þ.á m. áminningu, ávítur, sektir að fjárhæð kr. 50.000 og leikbann. Aga- og úrskurðarnefnd telur m.a. að í ljósi þess að hinn kærði var ekki leikmaður viðkomandi leiks né hafði aðrar beinar tengingar við leikinn séu ávítur nægilegar sem agaviðurlög gagnvart honum. Nefndin telur aftur á móti nauðsynlegt að leggja sekt á félag hins kærða. Er þar annars vegar haft í huga stöðu hins kærða, en um er ræða leikmann meistaraflokks í félagi sem spilar í efstu deild, og hins vegar almenn og sérstök varnaðaráhrif ákvæðis 14. gr. reglugerðarinnar. Í samræmi við ákvæði n. liðar 13. gr. reglugerðarinnar ákvarðast fjárhæð sektarinnarkr. 50.000.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Vísa Twitter-færslu Clinch um dómarana í Keflavík-Njarðvík til aganefndar KKÍ Lewis Clinch, leikmaður Grindavíkur í Domino´s deild karla gæti verið í vandræðum vegna þessa sem hann sagði um leik milli tveggja annarra liða í deildinni. 9. janúar 2019 13:00 Lewis Clinch segist elska alla dómara á Íslandi: Ekki meðvitaður um að ég gæti fengið bann fyrir þetta Lewis Clinch læsti Twitter síðu sinni en sendi Körfunni og Körfuknattleikssambandinu skilaðboð eftir atburði dagsins. 9. janúar 2019 14:45 Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira
Vísa Twitter-færslu Clinch um dómarana í Keflavík-Njarðvík til aganefndar KKÍ Lewis Clinch, leikmaður Grindavíkur í Domino´s deild karla gæti verið í vandræðum vegna þessa sem hann sagði um leik milli tveggja annarra liða í deildinni. 9. janúar 2019 13:00
Lewis Clinch segist elska alla dómara á Íslandi: Ekki meðvitaður um að ég gæti fengið bann fyrir þetta Lewis Clinch læsti Twitter síðu sinni en sendi Körfunni og Körfuknattleikssambandinu skilaðboð eftir atburði dagsins. 9. janúar 2019 14:45