Umsvifamikill auðjöfur keypti dýrustu fasteign Bandaríkjanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. janúar 2019 16:44 Íbúðin er á efstu fjórum hæðum 220 Central Park South-skýjakljúfsins. Getty/Jeenah Moon Milljarðamæringurinn Ken Griffin keypti íbúð á Manhattan í New York-borg á 238 milljónir Bandaríkjadala, rúma 28 milljarða íslenskra króna. Um er að ræða dýrustu fasteign sem seld hefur verið í Bandaríkjunum. Íbúðin er á efstu fjórum hæðum skýjakljúfsins sem stendur við 220 Central Park South og státar af útsýni yfir samnefndan lystigarð, eitt sögufrægasta kennileiti New York-borgar. Íbúðir í byggingunni hafa selst hratt síðustu misseri, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Kaupandinn, Ken Griffin, er fimmtugur stofnandi vogunarsjóðsins Citadel. Hann er umsvifamikill á bandarískum fasteignamarkaði, sem og evrópskum, en hann komst síðast í fréttir á mánudag þegar hann fjárfesti í húsi í grennd við Buckinghamhöll í London fyrir 124 milljónir dala, eða um 14 milljarða íslenskra króna. Þá keypti hann dýrustu fasteign Miami árið 2015 og hliðstæðu hennar í Chicago í fyrra. Hvor um sig kostaði Griffin um sextíu milljónir Bandaríkjadala. Fyrrverandi dýrasta fasteign Bandaríkjanna, hús í Austur-Hampton í New York-ríki, var keypt á 137 milljónir dala árið 2014.Ken Griffin, stofnandi Citadel og fasteignabraskari.Getty/David Paul Morris Bandaríkin Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Milljarðamæringurinn Ken Griffin keypti íbúð á Manhattan í New York-borg á 238 milljónir Bandaríkjadala, rúma 28 milljarða íslenskra króna. Um er að ræða dýrustu fasteign sem seld hefur verið í Bandaríkjunum. Íbúðin er á efstu fjórum hæðum skýjakljúfsins sem stendur við 220 Central Park South og státar af útsýni yfir samnefndan lystigarð, eitt sögufrægasta kennileiti New York-borgar. Íbúðir í byggingunni hafa selst hratt síðustu misseri, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Kaupandinn, Ken Griffin, er fimmtugur stofnandi vogunarsjóðsins Citadel. Hann er umsvifamikill á bandarískum fasteignamarkaði, sem og evrópskum, en hann komst síðast í fréttir á mánudag þegar hann fjárfesti í húsi í grennd við Buckinghamhöll í London fyrir 124 milljónir dala, eða um 14 milljarða íslenskra króna. Þá keypti hann dýrustu fasteign Miami árið 2015 og hliðstæðu hennar í Chicago í fyrra. Hvor um sig kostaði Griffin um sextíu milljónir Bandaríkjadala. Fyrrverandi dýrasta fasteign Bandaríkjanna, hús í Austur-Hampton í New York-ríki, var keypt á 137 milljónir dala árið 2014.Ken Griffin, stofnandi Citadel og fasteignabraskari.Getty/David Paul Morris
Bandaríkin Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf