Nýr Panenka-kóngur í knattspyrnuheiminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2019 10:30 Sergio Ramos með enn eitt Panenka vítið. Getty/Gonzalo Arroyo Moreno Næsti markvörður sem stendur frammi fyrir vítaspyrnu hjá Real Madrid manninum Sergio Ramos ætti að hafa eitt í huga. Miðvörður Real Madrid er vítaskytta liðsins eftir að Cristiano Ronaldo var seldur til Juventus og skoraði í gær úr sinni sjöundu vítaspyrnu á tímabilinu í 4-2 sigri Real Madrid á Girona í spænska bikarnum. Sergio Ramos er náttúrulegur töffari og hann bauð enn einu sinni upp á „stælavíti“ í gær.He's going to get caught out soon, surely? Sergio Ramos bagged ANOTHER Panenka penalty as Real Madrid sealed a Copa del Rey win. Report: https://t.co/QjhKLhY1vTpic.twitter.com/e1mZvBis1y — BBC Sport (@BBCSport) January 24, 2019Sergio Ramos skoraði með svokallaðri Panenka-vítaspyrnu en það er þegar vítaskyttan lyftir boltanum í mitt markið á meðan markvörðurinn skutlar sér í annaðhvort hornið. Hefði markvörðurinn verið kyrr þá hefði hann gripið boltann auðveldlega. Það er mikil áhætta fólgin í slíkri spyrnu en hún var skírð eftir Tékkanum Antonín Panenka sem tryggði Tékkóslóvakíu Evrópumeistaratitilinn 1976 með því að taka svona spyrnu í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum.Sergio Ramos Panenka penalty expresses his "individuality"... That's what he says... pic.twitter.com/G3obWddLwC — Busy Buddies (@thebusybuddies) January 25, 2019Það sem er þó fréttnæmast við þessa Panenka vítaspyrnu Sergio Ramos er að hann var að reyna þetta í fjórða sinn á tímabilinu. „Þetta er stór persónuleg stund fyrir mig og þetta er leið fyrir mig til að tjá tilfinningar mínar og sýna það hvernig maður ég er,“ sagði Sergio Ramos heimspekilegur eftir leikinn. „Markverðirnir bíða alltaf lengur og lengur eftir mér og ef þeir bíða þá þarf ég bara að setja boltann í annaðhvort hornið,“ sagði Sergio Ramos. Alls hafa 7 af 15 vítaspyrnum Sergio Ramos á ferlinum verið Panenka-spyrnur.Hér fyrir neðan eru þær sem hann hefur tekið á þessu tímabili.Sergio Ramos has now already scored 4 Panenka Penalties this season: Girona Valladolid Celta Vigo Girona Lucky number 4 #HalaMadridpic.twitter.com/Tf0D1zSScX — SergioRamosismo (@SergioRamosismo) January 24, 2019Vítaspyrnur Sergio Ramos fyrir Real Madrid á leiktíðinni: 15. ágúst - 4-2 tap í framlengingu á móti Atletico Madrid - hægra hornið niðri 26. áhúst - 4-1 sigur Girona í deildinni - Panenka 1. september - 4-1 sigur á Leganes í deildinni - til hægri 3. nóvember - 2-0 sigur á Real Valladolid í deildinni - Panenka 11. nóvember - 4-2 sigur á Celta Vigo í deildinni - Panenka 9. janúar - 3-0 sigur á Leganes í bikarnum - vinstra hornið niðri 24. janúar - 4-2 sigur á Girona í bikarnum - Panenka Spænski boltinn Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Næsti markvörður sem stendur frammi fyrir vítaspyrnu hjá Real Madrid manninum Sergio Ramos ætti að hafa eitt í huga. Miðvörður Real Madrid er vítaskytta liðsins eftir að Cristiano Ronaldo var seldur til Juventus og skoraði í gær úr sinni sjöundu vítaspyrnu á tímabilinu í 4-2 sigri Real Madrid á Girona í spænska bikarnum. Sergio Ramos er náttúrulegur töffari og hann bauð enn einu sinni upp á „stælavíti“ í gær.He's going to get caught out soon, surely? Sergio Ramos bagged ANOTHER Panenka penalty as Real Madrid sealed a Copa del Rey win. Report: https://t.co/QjhKLhY1vTpic.twitter.com/e1mZvBis1y — BBC Sport (@BBCSport) January 24, 2019Sergio Ramos skoraði með svokallaðri Panenka-vítaspyrnu en það er þegar vítaskyttan lyftir boltanum í mitt markið á meðan markvörðurinn skutlar sér í annaðhvort hornið. Hefði markvörðurinn verið kyrr þá hefði hann gripið boltann auðveldlega. Það er mikil áhætta fólgin í slíkri spyrnu en hún var skírð eftir Tékkanum Antonín Panenka sem tryggði Tékkóslóvakíu Evrópumeistaratitilinn 1976 með því að taka svona spyrnu í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum.Sergio Ramos Panenka penalty expresses his "individuality"... That's what he says... pic.twitter.com/G3obWddLwC — Busy Buddies (@thebusybuddies) January 25, 2019Það sem er þó fréttnæmast við þessa Panenka vítaspyrnu Sergio Ramos er að hann var að reyna þetta í fjórða sinn á tímabilinu. „Þetta er stór persónuleg stund fyrir mig og þetta er leið fyrir mig til að tjá tilfinningar mínar og sýna það hvernig maður ég er,“ sagði Sergio Ramos heimspekilegur eftir leikinn. „Markverðirnir bíða alltaf lengur og lengur eftir mér og ef þeir bíða þá þarf ég bara að setja boltann í annaðhvort hornið,“ sagði Sergio Ramos. Alls hafa 7 af 15 vítaspyrnum Sergio Ramos á ferlinum verið Panenka-spyrnur.Hér fyrir neðan eru þær sem hann hefur tekið á þessu tímabili.Sergio Ramos has now already scored 4 Panenka Penalties this season: Girona Valladolid Celta Vigo Girona Lucky number 4 #HalaMadridpic.twitter.com/Tf0D1zSScX — SergioRamosismo (@SergioRamosismo) January 24, 2019Vítaspyrnur Sergio Ramos fyrir Real Madrid á leiktíðinni: 15. ágúst - 4-2 tap í framlengingu á móti Atletico Madrid - hægra hornið niðri 26. áhúst - 4-1 sigur Girona í deildinni - Panenka 1. september - 4-1 sigur á Leganes í deildinni - til hægri 3. nóvember - 2-0 sigur á Real Valladolid í deildinni - Panenka 11. nóvember - 4-2 sigur á Celta Vigo í deildinni - Panenka 9. janúar - 3-0 sigur á Leganes í bikarnum - vinstra hornið niðri 24. janúar - 4-2 sigur á Girona í bikarnum - Panenka
Spænski boltinn Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira