Gríska þingið samþykkti samninginn um nafnabreytingu Makedóníu Atli Ísleifsson skrifar 25. janúar 2019 13:49 Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, fagnaði niðurstöðunni í þingsal í dag. AP Naumur meirihluti grískra þingmanna samþykkti í dag sögulegan samning stjórnvalda í Grikklandi og Makedóníu sem ætlað er að binda enda á 27 ára gamla deilu ríkjanna um nafnið á Makedóníu. 153 þingmenn á gríska þinginu greiddu atkvæði með samningnum, sem kveður á um að nafni landsins skuli breytt í Lýðveldið Norður-Makedónía, en 146 greiddu atkvæði gegn. Makedónska þingið hafði áður samþykkt samninginn. Stór hluti grísku þjóðarinnar er mjög andsnúinn samningnum og mótmæltu þúsundir manna fyrir utan þinghúsið í Aþenu í gærkvöldi.Hafa komið í veg fyrir aðild að ESB og NATO Grikkir hafa neitað að samþykkja nafnið á Makedóníu allt frá því að landið lýsti yfir sjálfstæði árið 1991. Er ástæðan sú að í Grikklandi er að finna hérað með sama nafn. Sökum þessa hafa Grikkir komið í veg fyrir allar tilraunir Makedóníumenna að ganga í Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið. Í Grikklandi er andstaða við nafnabreytinguna mest í Makedóníu-héraði í norðurhluta Grikklands, en skoðanakannanir benda til að um 60 prósent Grikkja séu mótfallnir samningnum.Löng umræða Umræður um málið stóðu í 38 tíma í þinginu þar sem á þriðja hundrað þingmanna tóku til máls. Þingmenn hægri öfgaflokksins Gylltrar dögunar hrópuðu „Landráðamenn!“ á meðan atkvæðagreiðslan stóð yfir. Evrópusambandið Grikkland Norður-Makedónía NATO Tengdar fréttir Ofbeldisfull mótmæli í Grikklandi vegna nafnabreytingar Makedóníu Að minnsta kosti 10 lögregluþjónar eru slasaðir. 20. janúar 2019 16:13 Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Naumur meirihluti grískra þingmanna samþykkti í dag sögulegan samning stjórnvalda í Grikklandi og Makedóníu sem ætlað er að binda enda á 27 ára gamla deilu ríkjanna um nafnið á Makedóníu. 153 þingmenn á gríska þinginu greiddu atkvæði með samningnum, sem kveður á um að nafni landsins skuli breytt í Lýðveldið Norður-Makedónía, en 146 greiddu atkvæði gegn. Makedónska þingið hafði áður samþykkt samninginn. Stór hluti grísku þjóðarinnar er mjög andsnúinn samningnum og mótmæltu þúsundir manna fyrir utan þinghúsið í Aþenu í gærkvöldi.Hafa komið í veg fyrir aðild að ESB og NATO Grikkir hafa neitað að samþykkja nafnið á Makedóníu allt frá því að landið lýsti yfir sjálfstæði árið 1991. Er ástæðan sú að í Grikklandi er að finna hérað með sama nafn. Sökum þessa hafa Grikkir komið í veg fyrir allar tilraunir Makedóníumenna að ganga í Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið. Í Grikklandi er andstaða við nafnabreytinguna mest í Makedóníu-héraði í norðurhluta Grikklands, en skoðanakannanir benda til að um 60 prósent Grikkja séu mótfallnir samningnum.Löng umræða Umræður um málið stóðu í 38 tíma í þinginu þar sem á þriðja hundrað þingmanna tóku til máls. Þingmenn hægri öfgaflokksins Gylltrar dögunar hrópuðu „Landráðamenn!“ á meðan atkvæðagreiðslan stóð yfir.
Evrópusambandið Grikkland Norður-Makedónía NATO Tengdar fréttir Ofbeldisfull mótmæli í Grikklandi vegna nafnabreytingar Makedóníu Að minnsta kosti 10 lögregluþjónar eru slasaðir. 20. janúar 2019 16:13 Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Ofbeldisfull mótmæli í Grikklandi vegna nafnabreytingar Makedóníu Að minnsta kosti 10 lögregluþjónar eru slasaðir. 20. janúar 2019 16:13