Sjáðu tilfinningaþrungið kveðjumyndband til Andy Murray Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2019 23:00 Andy Murray gengur af velli í gær. Getty/Julian Finney Andy Murray fékk tilfinningaþrungna kveðjustund eftir að hann féll úr leik á opna ástralska meistaramótinu í tennis í gær. Murray tilkynnti fyrir helgi að mótið gæti orðið hans síðasta á ferlinum. Murray tapaði fyrir Spánverjanum Roberto Bautista Agut eftir hetjulega baráttu í viðureign sem réðst ekki fyrr en í oddasetti. Murray hafði tapað fyrstu tveimur settunum en vann næstu tvö Ástæðan fyrir því að Murray er að íhuga að hætta 31 árs gamall eru þrálát meiðsli í mjöðm. Murray hefur verið mjög þjáður vegna meiðslanna í langan tíma og sagði á blaðamannafundinum á föstudag að aðgerð væri hans eini möguleiki að halda ferlinum gangandi. „Það eru samt sterkar líkur á því að mér takist ekki að spila á nýjan leik eftir aðgerð. Ég vil spila tennis en ekki með þá mjöðm sem ég er núna með,“ sagði Murray á föstudag. Murray vildi að Wimbledon-mótið í sumar yrði hans kveðjustund en það er óvíst að hann nái því. Hann mun taka ákvörðun um hvort hann gangist undir áðurnefnda aðgerð á næstu tveimur vikum, að eigin sögn. „Þrátt fyrir að aðgerð myndi mögulega þýða að ég myndi ekki spila tennis framar þá myndu lífsgæði mín aukast. Eins og staðan er núna eru einfaldir hlutir eins og að fara út að labba með hundinn minn eða spila fótbolta með vinum mínum eitt það versta sem ég get hugsað mér að gera,“ sagði Murray. Murray var greinilega þjáður í viðureign sinni gegn Bautista Agut í gær en harkaði af sér, viðstöddum til mikillar ánægju. Eftir að viðureigninni lauk var kveðjumyndband spilað þar sem stærstar tennisstjörnur heims sendu Murray kveðju. Það hreyfði greinilega við Skotanum, eins og sjá má hér fyrir neðan.Klippa: Kveðjumyndband Andy Murray Tennis Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Sjá meira
Andy Murray fékk tilfinningaþrungna kveðjustund eftir að hann féll úr leik á opna ástralska meistaramótinu í tennis í gær. Murray tilkynnti fyrir helgi að mótið gæti orðið hans síðasta á ferlinum. Murray tapaði fyrir Spánverjanum Roberto Bautista Agut eftir hetjulega baráttu í viðureign sem réðst ekki fyrr en í oddasetti. Murray hafði tapað fyrstu tveimur settunum en vann næstu tvö Ástæðan fyrir því að Murray er að íhuga að hætta 31 árs gamall eru þrálát meiðsli í mjöðm. Murray hefur verið mjög þjáður vegna meiðslanna í langan tíma og sagði á blaðamannafundinum á föstudag að aðgerð væri hans eini möguleiki að halda ferlinum gangandi. „Það eru samt sterkar líkur á því að mér takist ekki að spila á nýjan leik eftir aðgerð. Ég vil spila tennis en ekki með þá mjöðm sem ég er núna með,“ sagði Murray á föstudag. Murray vildi að Wimbledon-mótið í sumar yrði hans kveðjustund en það er óvíst að hann nái því. Hann mun taka ákvörðun um hvort hann gangist undir áðurnefnda aðgerð á næstu tveimur vikum, að eigin sögn. „Þrátt fyrir að aðgerð myndi mögulega þýða að ég myndi ekki spila tennis framar þá myndu lífsgæði mín aukast. Eins og staðan er núna eru einfaldir hlutir eins og að fara út að labba með hundinn minn eða spila fótbolta með vinum mínum eitt það versta sem ég get hugsað mér að gera,“ sagði Murray. Murray var greinilega þjáður í viðureign sinni gegn Bautista Agut í gær en harkaði af sér, viðstöddum til mikillar ánægju. Eftir að viðureigninni lauk var kveðjumyndband spilað þar sem stærstar tennisstjörnur heims sendu Murray kveðju. Það hreyfði greinilega við Skotanum, eins og sjá má hér fyrir neðan.Klippa: Kveðjumyndband Andy Murray
Tennis Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Sjá meira