Malín Brand segist hafa lent í hakkavél samfélagsins Stefán Árni Pálsson skrifar 15. janúar 2019 14:30 „Maður er hengdur og svo er maður hengdur aftur, hversu oft er hægt að hengja eina manneskju þegar hún er næstum því dauð?“ spyr Malín Brand, sem segist hafa lent í hakkavél samfélagsins þegar upp komst um fjárkúgunarmál hennar og systur hennar Hlínar Einarsdóttur vorið 2015. Malín hefur í dag lokið samfélagsþjónustu og starfar við bílaendurvinnslu og ritstjórn hjá ABC barnahjálp. Hún kveðst vera á góðum stað og reynir ekki að grafa eða gleyma brotum sínum, en hefur þó engin samskipti átt við systur sína síðan í maí 2015.Vinstri handleggurinn fór að hristast Ýmislegt hefur gengið á hjá Malín í gegnum tíðina, en hún hefur áður lýst erfiðum uppvexti í söfnuði Votta Jehóva, auk þess sem hún er með Parkinson sjúkdóminn, en einkennin fóru fyrst að gera vart við sig árið 2013, þegar hún var við störf á Morgunblaðinu. „Allt í einu var bara vinstri handleggurinn byrjaður að hristast og kollegarnir voru bara, hvað er í gangi með Malín?“ Parkinson var ekki fyrsta ágiskun lækna, enda Malín ung – fædd árið 1981, og sjaldgæft að greinast svo snemma. Það reyndist þó raunin, en hún segir sjúkdóminn lítið aftra sér í daglegu lífi enn sem komið er enda virki lyfin sem hún tekur nokkrum sinnum á dag vel.Gat brosað einu sinni á dag Þrátt fyrir allt sem gengið hefur á segist hún líta lífið björtum augum, er hamingjusamlega trúlofuð og staðráðin í að spila vel úr þeim spilum sem hún hefur á hendi. „Ef ég gat brosað einu sinni á dag þá gat ég alltaf sagt að ég væri hamingjusöm og ég glataði því aldrei,“ segir Malín. Og gastu það alltaf? „Já, maður þarf nú stundum ekki annað en að líta í spegil til að springa úr hlátri.“ Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Malín fékk lánaðan Yaris hjá umboðinu sem systurnar óku á til að sækja fjárkúgunarféð „Þetta er ekkert leyndarmál, hún var á Yaris frá okkur, það er bara svoleiðis,“ segir upplýsingafulltrúi Toyota. 6. nóvember 2015 12:00 Rannsókn fjárkúgunarmálsins lokið Málið verður sent ríkissaksóknara í vikunni. 4. nóvember 2015 10:52 Hlín Einars: „Gerir mig afar sorgmædda að sjá með hvaða hætti systir mín firrir sig ábyrgð“ Hlín Einarsdóttir segist sorgmædd yfir orðum systur sinnar Malínar Brand í viðtali. 5. nóvember 2015 15:00 Fjárkúgunarmálið: Beðið eftir niðurstöðum lífsýnarannsóknar Óljóst hvenær rannsóknum lögreglu á fjárkúgunarmálum systranna Hlínar Einarsdóttur og Malínar Brand lýkur. 25. júní 2015 12:00 Hlín segir Malín hafa skipulagt fjárkúgunina með sér Hlín Einarsdóttir segir Malín Brand, systur sína, hafa logið í fjölmiðla um aðkomu sína að fjárkúgunarmálinu á hendur forsætisráðherra. 19. júní 2015 06:59 Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Kristmundur Axel tók við af Bubba Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Sjá meira
„Maður er hengdur og svo er maður hengdur aftur, hversu oft er hægt að hengja eina manneskju þegar hún er næstum því dauð?“ spyr Malín Brand, sem segist hafa lent í hakkavél samfélagsins þegar upp komst um fjárkúgunarmál hennar og systur hennar Hlínar Einarsdóttur vorið 2015. Malín hefur í dag lokið samfélagsþjónustu og starfar við bílaendurvinnslu og ritstjórn hjá ABC barnahjálp. Hún kveðst vera á góðum stað og reynir ekki að grafa eða gleyma brotum sínum, en hefur þó engin samskipti átt við systur sína síðan í maí 2015.Vinstri handleggurinn fór að hristast Ýmislegt hefur gengið á hjá Malín í gegnum tíðina, en hún hefur áður lýst erfiðum uppvexti í söfnuði Votta Jehóva, auk þess sem hún er með Parkinson sjúkdóminn, en einkennin fóru fyrst að gera vart við sig árið 2013, þegar hún var við störf á Morgunblaðinu. „Allt í einu var bara vinstri handleggurinn byrjaður að hristast og kollegarnir voru bara, hvað er í gangi með Malín?“ Parkinson var ekki fyrsta ágiskun lækna, enda Malín ung – fædd árið 1981, og sjaldgæft að greinast svo snemma. Það reyndist þó raunin, en hún segir sjúkdóminn lítið aftra sér í daglegu lífi enn sem komið er enda virki lyfin sem hún tekur nokkrum sinnum á dag vel.Gat brosað einu sinni á dag Þrátt fyrir allt sem gengið hefur á segist hún líta lífið björtum augum, er hamingjusamlega trúlofuð og staðráðin í að spila vel úr þeim spilum sem hún hefur á hendi. „Ef ég gat brosað einu sinni á dag þá gat ég alltaf sagt að ég væri hamingjusöm og ég glataði því aldrei,“ segir Malín. Og gastu það alltaf? „Já, maður þarf nú stundum ekki annað en að líta í spegil til að springa úr hlátri.“
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Malín fékk lánaðan Yaris hjá umboðinu sem systurnar óku á til að sækja fjárkúgunarféð „Þetta er ekkert leyndarmál, hún var á Yaris frá okkur, það er bara svoleiðis,“ segir upplýsingafulltrúi Toyota. 6. nóvember 2015 12:00 Rannsókn fjárkúgunarmálsins lokið Málið verður sent ríkissaksóknara í vikunni. 4. nóvember 2015 10:52 Hlín Einars: „Gerir mig afar sorgmædda að sjá með hvaða hætti systir mín firrir sig ábyrgð“ Hlín Einarsdóttir segist sorgmædd yfir orðum systur sinnar Malínar Brand í viðtali. 5. nóvember 2015 15:00 Fjárkúgunarmálið: Beðið eftir niðurstöðum lífsýnarannsóknar Óljóst hvenær rannsóknum lögreglu á fjárkúgunarmálum systranna Hlínar Einarsdóttur og Malínar Brand lýkur. 25. júní 2015 12:00 Hlín segir Malín hafa skipulagt fjárkúgunina með sér Hlín Einarsdóttir segir Malín Brand, systur sína, hafa logið í fjölmiðla um aðkomu sína að fjárkúgunarmálinu á hendur forsætisráðherra. 19. júní 2015 06:59 Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Kristmundur Axel tók við af Bubba Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Sjá meira
Malín fékk lánaðan Yaris hjá umboðinu sem systurnar óku á til að sækja fjárkúgunarféð „Þetta er ekkert leyndarmál, hún var á Yaris frá okkur, það er bara svoleiðis,“ segir upplýsingafulltrúi Toyota. 6. nóvember 2015 12:00
Rannsókn fjárkúgunarmálsins lokið Málið verður sent ríkissaksóknara í vikunni. 4. nóvember 2015 10:52
Hlín Einars: „Gerir mig afar sorgmædda að sjá með hvaða hætti systir mín firrir sig ábyrgð“ Hlín Einarsdóttir segist sorgmædd yfir orðum systur sinnar Malínar Brand í viðtali. 5. nóvember 2015 15:00
Fjárkúgunarmálið: Beðið eftir niðurstöðum lífsýnarannsóknar Óljóst hvenær rannsóknum lögreglu á fjárkúgunarmálum systranna Hlínar Einarsdóttur og Malínar Brand lýkur. 25. júní 2015 12:00
Hlín segir Malín hafa skipulagt fjárkúgunina með sér Hlín Einarsdóttir segir Malín Brand, systur sína, hafa logið í fjölmiðla um aðkomu sína að fjárkúgunarmálinu á hendur forsætisráðherra. 19. júní 2015 06:59