Gabbard gagnrýnd fyrir að hafa barist gegn samkynja hjónaböndum Sylvía Hall skrifar 15. janúar 2019 21:52 Gabbard hefur setið á þingi frá árinu 2013. Vísir/Getty Þingmaðurinn og Demókratinn Tulsi Gabbard hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir fyrri afstöðu sína gegn samkynja hjónaböndum og réttindum hinsegin fólks. Gabbard tilkynnti á dögunum að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. Eftir tilkynningu Gabbard um helgina gagnrýndu margir þingmanninn fyrir störf hennar fyrir samtök föður síns sem voru mótfallin samkynja hjónaböndum og töluðu fyrir meðferð sem ætlað var að „lækna“ fólk af samkynhneigð. Gabbard, sem er þingmaður fyrir Havaí, hefur áður beðist afsökunar á afstöðu sinni og segist sjá eftir orðum sínum í garð hinsegin fólks. Hún sé þakklát þeim meðlimum hinsegin félagsins sem hafa deilt reynslu sinni með sér og gefið henni aðra sýn á málin. „Undanfarin sex ár á þingi hef ég verið svo lánsöm að hafa fengið tækifæri til að hjálpa til við lagasetningu sem tryggja jafnan rétt og vernd hinsegin fólks,“ segir Gabbard í yfirlýsingu til CNN. „Ég mun halda áfram að berjast fyrir jöfnum rétti allra.“Gabbard var áður varaformaður landsnefndar Demókrataflokksins. Hún afsalaði sæti sínu árið 2016 til þess að gerast opinber stuðningsmaður Bernie Sanders.Vísir/GettySegir Gabbard vera „metnaðarfullt andlegt skipsbrot“ Demókratinn Howard Dean, ríkisstjóri Vermont á árunum 1991 til 2003, tjáir sig um þessi ummæli Gabbard á Twitter-síðu sinni þar sem hann minnist þess að hafa verið á öndverðum meiði um málið. Hann segir Gabbard vera hræðilegan frambjóðanda. „Hún er ekki einu sinni Demókrati og hún er svo sannarlega ekki framsækin. Hún er metnaðarfullt andlegt skipsbrot,“ skrifar Dean á Twitter.Another reason she is an atrocious candidate. I was on the other side of this argument wearing a bulletproof vest while she was saying this. She is not even a Democrat and she certainly isn’t progressive. She is an ambitious moral shipwreck. https://t.co/b8doDPIANH — Howard Dean (@GovHowardDean) 12 January 2019 Mörg dæmi um andstöðu Gabbard hafa verið dregin upp nýlega, til að mynda ummæli hennar um „blekkingar og hatur“ í garð móður hennar þegar hún ákvað að bjóða sig fram í skólanefnd ríkisins. Þá var umsögn hennar um frumvarp um staðfesta samvist hinsegin fólks frá árinu 2004 einnig fundin þar sem hún sagði það óheiðarlegt að láta sem munur væri á staðfestri samvist og hjónaböndum. „Að láta sem það sé munur á milli staðfestrar samvistar og hjónabands er óheiðarlegt, heigulsháttur og ótrúlega mikil vanvirðing í garð fólksins á Havaí,“ sagði Gabbard í umsögn sinni. „Sem Demókratar ættum við að koma fram skoðunum fólksins, ekki fárra róttækra samkynhneigðra.“ Líkt og áður sagði segist hún hafa breytt afstöðu sinni til þessara mála og hún sjái eftir þeim. Hún baðst opinberlega afsökunar árið 2012 þegar hún bauð sig fram til Bandaríkjaþings. Hún sagði þá að hún hafi alist upp á íhaldssömu heimili sem þó fagni fjölbreyttum skoðunum. „Ég hafði skoðanir þegar ég var yngri sem ég hef ekki í dag.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Gabbard tilkynnir framboð sitt til forseta Þingmaðurinn Tulsi Gabbard tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. 12. janúar 2019 13:45 Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Obama og vonarstjarna í Demókrataflokknum hefur lýst yfir framboði í forvalinu. 12. janúar 2019 18:09 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira
Þingmaðurinn og Demókratinn Tulsi Gabbard hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir fyrri afstöðu sína gegn samkynja hjónaböndum og réttindum hinsegin fólks. Gabbard tilkynnti á dögunum að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. Eftir tilkynningu Gabbard um helgina gagnrýndu margir þingmanninn fyrir störf hennar fyrir samtök föður síns sem voru mótfallin samkynja hjónaböndum og töluðu fyrir meðferð sem ætlað var að „lækna“ fólk af samkynhneigð. Gabbard, sem er þingmaður fyrir Havaí, hefur áður beðist afsökunar á afstöðu sinni og segist sjá eftir orðum sínum í garð hinsegin fólks. Hún sé þakklát þeim meðlimum hinsegin félagsins sem hafa deilt reynslu sinni með sér og gefið henni aðra sýn á málin. „Undanfarin sex ár á þingi hef ég verið svo lánsöm að hafa fengið tækifæri til að hjálpa til við lagasetningu sem tryggja jafnan rétt og vernd hinsegin fólks,“ segir Gabbard í yfirlýsingu til CNN. „Ég mun halda áfram að berjast fyrir jöfnum rétti allra.“Gabbard var áður varaformaður landsnefndar Demókrataflokksins. Hún afsalaði sæti sínu árið 2016 til þess að gerast opinber stuðningsmaður Bernie Sanders.Vísir/GettySegir Gabbard vera „metnaðarfullt andlegt skipsbrot“ Demókratinn Howard Dean, ríkisstjóri Vermont á árunum 1991 til 2003, tjáir sig um þessi ummæli Gabbard á Twitter-síðu sinni þar sem hann minnist þess að hafa verið á öndverðum meiði um málið. Hann segir Gabbard vera hræðilegan frambjóðanda. „Hún er ekki einu sinni Demókrati og hún er svo sannarlega ekki framsækin. Hún er metnaðarfullt andlegt skipsbrot,“ skrifar Dean á Twitter.Another reason she is an atrocious candidate. I was on the other side of this argument wearing a bulletproof vest while she was saying this. She is not even a Democrat and she certainly isn’t progressive. She is an ambitious moral shipwreck. https://t.co/b8doDPIANH — Howard Dean (@GovHowardDean) 12 January 2019 Mörg dæmi um andstöðu Gabbard hafa verið dregin upp nýlega, til að mynda ummæli hennar um „blekkingar og hatur“ í garð móður hennar þegar hún ákvað að bjóða sig fram í skólanefnd ríkisins. Þá var umsögn hennar um frumvarp um staðfesta samvist hinsegin fólks frá árinu 2004 einnig fundin þar sem hún sagði það óheiðarlegt að láta sem munur væri á staðfestri samvist og hjónaböndum. „Að láta sem það sé munur á milli staðfestrar samvistar og hjónabands er óheiðarlegt, heigulsháttur og ótrúlega mikil vanvirðing í garð fólksins á Havaí,“ sagði Gabbard í umsögn sinni. „Sem Demókratar ættum við að koma fram skoðunum fólksins, ekki fárra róttækra samkynhneigðra.“ Líkt og áður sagði segist hún hafa breytt afstöðu sinni til þessara mála og hún sjái eftir þeim. Hún baðst opinberlega afsökunar árið 2012 þegar hún bauð sig fram til Bandaríkjaþings. Hún sagði þá að hún hafi alist upp á íhaldssömu heimili sem þó fagni fjölbreyttum skoðunum. „Ég hafði skoðanir þegar ég var yngri sem ég hef ekki í dag.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Gabbard tilkynnir framboð sitt til forseta Þingmaðurinn Tulsi Gabbard tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. 12. janúar 2019 13:45 Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Obama og vonarstjarna í Demókrataflokknum hefur lýst yfir framboði í forvalinu. 12. janúar 2019 18:09 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira
Gabbard tilkynnir framboð sitt til forseta Þingmaðurinn Tulsi Gabbard tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. 12. janúar 2019 13:45
Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Obama og vonarstjarna í Demókrataflokknum hefur lýst yfir framboði í forvalinu. 12. janúar 2019 18:09