Mikilvægt skref í rétta átt fyrir WOW Air Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. janúar 2019 18:03 WOW air hefur náð samkomulagi við fjárfesta, sem keyptu skuldabréf í útboði fyrirtækisins í fyrra, um skilmálabreytingar á skuldabréfunum. Samkomulagið var forsenda fyrir því að fjárfesting Indigo Partners í WOW air næði fram að ganga. Skilmálabreytingarnar felast meðal annars í því að lengt verður úr skuldabréfunum úr þremur árum í fimm. Þá þurftu skuldabréfaeigendur einnig að gefa eftir veðtryggingar í formi hlutabréfa í WOW Air og kröfu um að skuldabréfin verði skráð í kauphöllina í Stokkhólmi. Þá þurftu þeir einnig að samþykkja að WOW Air myndi greiða sérstaka árlega stjórnendagreiðslu til Indigo Partners. WOW birti tilkynningu í dag um að meirihluti hefði samþykkt breytingarnar og því næðu þær fram að ganga. Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að samkomulagið sé mikilvægt skref í rétta átt til að klára samninginn við Indigo Partners en hann þarf að vera frágenginn fyrir 28. febrúar því ella fellur samkomulag við skuldabréfaeigendur niður.Er enn þá gengið út frá því að Indigo Partners eignist 49% hlut í WOW Air til að byrja með?„Endanlegur samningur liggur ekki fyrir, eigum við ekki að leyfa okkur að klára öll smáatriðin og þá kemur þetta í ljós,“ sagði Skúli Mogensen. WOW air hefur undanfarið ráðist í margþætta endurskipulagningu á rekstri sem Skúli segir að sé þegar farin að skila árangri. „Lykilatriði í lággjaldastefnunni er að einfalda allan rekstur, taka út allan óþarfa. Jafnframt er lykilatriði að einfalda flotann þannig að hann sé einsleitur, einfalda þjónustuna svo að allir njóti góðs af sama þjónustustiginu. Við erum nú þegar að sjá jákvæð teikn á lofti hvað það varðar.“ Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
WOW air hefur náð samkomulagi við fjárfesta, sem keyptu skuldabréf í útboði fyrirtækisins í fyrra, um skilmálabreytingar á skuldabréfunum. Samkomulagið var forsenda fyrir því að fjárfesting Indigo Partners í WOW air næði fram að ganga. Skilmálabreytingarnar felast meðal annars í því að lengt verður úr skuldabréfunum úr þremur árum í fimm. Þá þurftu skuldabréfaeigendur einnig að gefa eftir veðtryggingar í formi hlutabréfa í WOW Air og kröfu um að skuldabréfin verði skráð í kauphöllina í Stokkhólmi. Þá þurftu þeir einnig að samþykkja að WOW Air myndi greiða sérstaka árlega stjórnendagreiðslu til Indigo Partners. WOW birti tilkynningu í dag um að meirihluti hefði samþykkt breytingarnar og því næðu þær fram að ganga. Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að samkomulagið sé mikilvægt skref í rétta átt til að klára samninginn við Indigo Partners en hann þarf að vera frágenginn fyrir 28. febrúar því ella fellur samkomulag við skuldabréfaeigendur niður.Er enn þá gengið út frá því að Indigo Partners eignist 49% hlut í WOW Air til að byrja með?„Endanlegur samningur liggur ekki fyrir, eigum við ekki að leyfa okkur að klára öll smáatriðin og þá kemur þetta í ljós,“ sagði Skúli Mogensen. WOW air hefur undanfarið ráðist í margþætta endurskipulagningu á rekstri sem Skúli segir að sé þegar farin að skila árangri. „Lykilatriði í lággjaldastefnunni er að einfalda allan rekstur, taka út allan óþarfa. Jafnframt er lykilatriði að einfalda flotann þannig að hann sé einsleitur, einfalda þjónustuna svo að allir njóti góðs af sama þjónustustiginu. Við erum nú þegar að sjá jákvæð teikn á lofti hvað það varðar.“
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira