Engin ABBA lengur í íslenska fótboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2019 14:30 Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson skorar úr víti í vítakeppninni. Vísir/Daníel ABBA spyrnuröð í vítaspyrnukeppnum heyrir nú sögunni til í íslenska fótboltanum eftir ákvörðun hjá dómaranefnd Knattspyrnusambands Íslands. Dómaranefnd KSÍ hefur ákveðið að ekki verði notast við ABBA-spyrnuröðina í öllum mótum frá og með 1. janúar 2019. Í stað þess verður notast við hið gamla hefðbundna fyrirkomulag við framkvæmd vítaspyrnukeppna. Þetta kemur fram á heimasíðu knattspyrnusambandsins. Einn bikarúrslitaleikur réðst eftir ABBA spyrnuröð en Stjarnan tryggði sér sinn fyrsta bikarmeistaratitil síðasta sumar eftir 4-1 sigur á Breiðabliki í vítakeppni. Blikar tóku aðra og þriðju spyrnu sína hvora á fætur annarri og klikkuðu á þeim báðum. Önnur fór yfir en hin var varin. Blikar fóru líka í ABBA vítakeppni í undanúrslitaleiknum á móti Víkingi Ólafsvík og unnu hana 4-2.Hætt við ABBA spyrnuröð í vítaspyrnukeppnum.https://t.co/iPxoGCkqCX — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 3, 2019Alls fóru fram þrjár ABBA vítakeppnir í úrslitakeppni Mjólkurbikars karla sumarið 2018, ein í sextán liða úrslitum, ein í undanúrslitum og ein í bikarúrslitaleiknum. Ein ABBA vítakeppni fór fram í Mjólkurbikar kvenna og var hún í átta liða úrslitum keppninnar. IFAB (Alþjóðanefndar knattspyrnusambanda) hefur hætt við fyrirætlan sína um að innleiða svokallaða ABBA-spyrnuröð í vítaspyrnukeppnum í knattspyrnulögin f.o.m. keppnistímabilinu 2019-20. Ástæðan mun vera sú að niðurstöður tilrauna sem gerðar hafa verið með þetta fyrirkomulag hjá mörgum aðildarþjóða FIFA (þ.m.t. á Íslandi á síðasta ári) hafa nær einróma verið neikvæðar og það jafnframt hlotið lélegan hljómgrunn hjá knattspyrnuaðdáendum sem fundist hefur það bæði flókið og torskiljanlegt. Í þessu sambandi hafa verið gerðar viðeigandi breytingar á íslenska texta knattspyrnulaganna. Mjólkurbikarinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sjá meira
ABBA spyrnuröð í vítaspyrnukeppnum heyrir nú sögunni til í íslenska fótboltanum eftir ákvörðun hjá dómaranefnd Knattspyrnusambands Íslands. Dómaranefnd KSÍ hefur ákveðið að ekki verði notast við ABBA-spyrnuröðina í öllum mótum frá og með 1. janúar 2019. Í stað þess verður notast við hið gamla hefðbundna fyrirkomulag við framkvæmd vítaspyrnukeppna. Þetta kemur fram á heimasíðu knattspyrnusambandsins. Einn bikarúrslitaleikur réðst eftir ABBA spyrnuröð en Stjarnan tryggði sér sinn fyrsta bikarmeistaratitil síðasta sumar eftir 4-1 sigur á Breiðabliki í vítakeppni. Blikar tóku aðra og þriðju spyrnu sína hvora á fætur annarri og klikkuðu á þeim báðum. Önnur fór yfir en hin var varin. Blikar fóru líka í ABBA vítakeppni í undanúrslitaleiknum á móti Víkingi Ólafsvík og unnu hana 4-2.Hætt við ABBA spyrnuröð í vítaspyrnukeppnum.https://t.co/iPxoGCkqCX — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 3, 2019Alls fóru fram þrjár ABBA vítakeppnir í úrslitakeppni Mjólkurbikars karla sumarið 2018, ein í sextán liða úrslitum, ein í undanúrslitum og ein í bikarúrslitaleiknum. Ein ABBA vítakeppni fór fram í Mjólkurbikar kvenna og var hún í átta liða úrslitum keppninnar. IFAB (Alþjóðanefndar knattspyrnusambanda) hefur hætt við fyrirætlan sína um að innleiða svokallaða ABBA-spyrnuröð í vítaspyrnukeppnum í knattspyrnulögin f.o.m. keppnistímabilinu 2019-20. Ástæðan mun vera sú að niðurstöður tilrauna sem gerðar hafa verið með þetta fyrirkomulag hjá mörgum aðildarþjóða FIFA (þ.m.t. á Íslandi á síðasta ári) hafa nær einróma verið neikvæðar og það jafnframt hlotið lélegan hljómgrunn hjá knattspyrnuaðdáendum sem fundist hefur það bæði flókið og torskiljanlegt. Í þessu sambandi hafa verið gerðar viðeigandi breytingar á íslenska texta knattspyrnulaganna.
Mjólkurbikarinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sjá meira