Prófessor útskýrir hvers vegna við segjum sautjánhundruð og súrkál en Færeyingar átjánhundruð og grænkál Birgir Olgeirsson skrifar 7. janúar 2019 16:46 Myndin tengist efni fréttar ekki beint. Vísir/Getty Eitt af vinsælustu tístunum á Íslandi í dag er frá ungri konu sem benti á að í Færeyjum segja menn átján hundruð og grænkál en á Íslandi er það að sjálfsögðu sautján hundruð og súrkál. Þetta varð til þess að margir fóru að velta fyrir sér uppruna þessa orðasambands en það vill svo heppilega til að á Vísindavef Háskóla Íslands er að finna svar frá íslenskufræðingnum Guðrúnu Kvaran þar sem hún svarar hvaða orðasambandið sautjánhundruð og súrkál kemur?Ég vil að allir viti að í færeysku segir maður “átjánhundruð og grænkál” í staðinn fyrir “sautjánhundruðu og súrkál” pic.twitter.com/dhZjw472Im— Eva Ragnarsd. Kamban (@evakamban) January 5, 2019 Guðrún segir í samtali við Vísi að hún ímyndi sér að þetta orðasambandið sé fengið frá Dönum en í sögulegu dönsku orðabókinni, Ordbog over det danske sprog, sem nær frá 1700 til 1950, sé að finna atten hundrede og hvidkål og er lýsingin á notkuninni svipuð á þeirri íslensku. Er gripið til þess að nota kál sem ótilgreindan lokalið árs þegar viðkomandi man ekki í bili nákvæmlega hvaða ár eitthvað gerðist. Guðrún segir Íslendinga einnig hafa notast við sextán hundruð og súrkál og fleiri ártöl og segist ímynda sér að Íslendingar hafi gripið til þess káls sem var gnótt af hverju sinni. Íslendingar þurftu að setja sitt kál í súr til að drýgja það ólíkt Dönum sem höfðu gott aðgengi að fersku hvítkáli. Guðrún bendir á að grænkál geti verið lengi í mold í Færeyjum því þar sé lítið um næturfrost fyrr en seint á vetri og mögulega það kál sem Færeyingar nýttu best. Færeyjar Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fleiri fréttir Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Sjá meira
Eitt af vinsælustu tístunum á Íslandi í dag er frá ungri konu sem benti á að í Færeyjum segja menn átján hundruð og grænkál en á Íslandi er það að sjálfsögðu sautján hundruð og súrkál. Þetta varð til þess að margir fóru að velta fyrir sér uppruna þessa orðasambands en það vill svo heppilega til að á Vísindavef Háskóla Íslands er að finna svar frá íslenskufræðingnum Guðrúnu Kvaran þar sem hún svarar hvaða orðasambandið sautjánhundruð og súrkál kemur?Ég vil að allir viti að í færeysku segir maður “átjánhundruð og grænkál” í staðinn fyrir “sautjánhundruðu og súrkál” pic.twitter.com/dhZjw472Im— Eva Ragnarsd. Kamban (@evakamban) January 5, 2019 Guðrún segir í samtali við Vísi að hún ímyndi sér að þetta orðasambandið sé fengið frá Dönum en í sögulegu dönsku orðabókinni, Ordbog over det danske sprog, sem nær frá 1700 til 1950, sé að finna atten hundrede og hvidkål og er lýsingin á notkuninni svipuð á þeirri íslensku. Er gripið til þess að nota kál sem ótilgreindan lokalið árs þegar viðkomandi man ekki í bili nákvæmlega hvaða ár eitthvað gerðist. Guðrún segir Íslendinga einnig hafa notast við sextán hundruð og súrkál og fleiri ártöl og segist ímynda sér að Íslendingar hafi gripið til þess káls sem var gnótt af hverju sinni. Íslendingar þurftu að setja sitt kál í súr til að drýgja það ólíkt Dönum sem höfðu gott aðgengi að fersku hvítkáli. Guðrún bendir á að grænkál geti verið lengi í mold í Færeyjum því þar sé lítið um næturfrost fyrr en seint á vetri og mögulega það kál sem Færeyingar nýttu best.
Færeyjar Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fleiri fréttir Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Sjá meira