Erkibiskupinn í Lyon svarar til saka fyrir meinta yfirhylmingu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 8. janúar 2019 07:00 Philippe Bararin spennti greipar í dómsal í Lyon í gær. Sakaður um að hylma yfir með barnaníðingi. Fréttablaðið/AFP Réttarhöld yfir franska kardinálanum Philippe Barbarin, erkibiskupi í Lyon, hófust í Frakklandi í gær. Barbarin á yfir höfði sér fangelsi verði hann fundinn sekur um að hafa hjálpað til við að hylma yfir með kynferðisbrotum kaþólsks prests gegn ungum skátum. Barbarin er hæst settur þeirra fimm kirkjunnar manna sem ákærðir eru fyrir yfirhylmingu vegna brota sem Bernard Preynat á að hafa framið á níunda og tíunda áratug síðustu aldar í Lyon. Ásakanir á hendur Preynat komu fyrst fram árið 2015 þegar fyrrverandi skáti steig fram og sakaði hann um kynferðislega misnotkun þegar hann var barn. Samtök þolenda, La Parole Libérée, sem hafa barist ötullega fyrir því að upplýsa um kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar, segja að alls hafi 85 manns nú stigið fram og sakaði Preynat um kynferðisbrot. Stofnandi samtakanna er François Devaux, maðurinn sem fyrstur steig fram og sakaði Preynat um misnotkun.François Devaux steig fram og afhjúpaði Preynat. Fréttablaðið/EPABarbarin er sagður hafa hunsað brot Preynats og gefið að sök að hafa reynt að hylma yfir þau. Hann er 68 ára gamall en á yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsisvist verði hann fundinn sekur. Hann neitar öllum sakargiftum. Eftir að skátaskandallinn skók Lyon árið 2015 tók við lögreglurannsókn í hálft ár auk þess sem Barbarin var yfirheyrður. Svo fór að málið var látið niður falla á þeim forsendum að það væri ýmist fyrnt eða erfitt yrði að sanna hin meintu brot. En samtökin La Parole Libérée börðust fyrir því að málið yrði opnað á ný og að Barbarin og fleiri háttsettir innan kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi yrðu látnir svara til saka fyrir dómi. Preynat sjálfur hefur viðurkennt að hafa misnotað unga drengi í störfum sínum innan kirkjunnar og í skátastarfi. Réttarhöldin yfir honum verða síðar á þessu ári. Þá er einnig væntanlega bíómynd byggð á sögu Devaux, Grâce à Dieu eða Guði sé lof, síðar á þessu ári. Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Réttarhöld yfir franska kardinálanum Philippe Barbarin, erkibiskupi í Lyon, hófust í Frakklandi í gær. Barbarin á yfir höfði sér fangelsi verði hann fundinn sekur um að hafa hjálpað til við að hylma yfir með kynferðisbrotum kaþólsks prests gegn ungum skátum. Barbarin er hæst settur þeirra fimm kirkjunnar manna sem ákærðir eru fyrir yfirhylmingu vegna brota sem Bernard Preynat á að hafa framið á níunda og tíunda áratug síðustu aldar í Lyon. Ásakanir á hendur Preynat komu fyrst fram árið 2015 þegar fyrrverandi skáti steig fram og sakaði hann um kynferðislega misnotkun þegar hann var barn. Samtök þolenda, La Parole Libérée, sem hafa barist ötullega fyrir því að upplýsa um kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar, segja að alls hafi 85 manns nú stigið fram og sakaði Preynat um kynferðisbrot. Stofnandi samtakanna er François Devaux, maðurinn sem fyrstur steig fram og sakaði Preynat um misnotkun.François Devaux steig fram og afhjúpaði Preynat. Fréttablaðið/EPABarbarin er sagður hafa hunsað brot Preynats og gefið að sök að hafa reynt að hylma yfir þau. Hann er 68 ára gamall en á yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsisvist verði hann fundinn sekur. Hann neitar öllum sakargiftum. Eftir að skátaskandallinn skók Lyon árið 2015 tók við lögreglurannsókn í hálft ár auk þess sem Barbarin var yfirheyrður. Svo fór að málið var látið niður falla á þeim forsendum að það væri ýmist fyrnt eða erfitt yrði að sanna hin meintu brot. En samtökin La Parole Libérée börðust fyrir því að málið yrði opnað á ný og að Barbarin og fleiri háttsettir innan kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi yrðu látnir svara til saka fyrir dómi. Preynat sjálfur hefur viðurkennt að hafa misnotað unga drengi í störfum sínum innan kirkjunnar og í skátastarfi. Réttarhöldin yfir honum verða síðar á þessu ári. Þá er einnig væntanlega bíómynd byggð á sögu Devaux, Grâce à Dieu eða Guði sé lof, síðar á þessu ári.
Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira