Kenna hvor annarri um vopnahlésbrot Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. desember 2018 08:30 Vopnahlésbrotin meintu voru gerð strax á fyrsta degi. Nordicphotos/AFP Stríðandi fylkingar í Jemen, Hútar og stjórnarliðar, kenndu hvor annarri um að hafa brotið gegn nýsamþykktu vopnahléi í hafnarborginni Hodeidah. Samið var um vopnahléið í Stokkhólmi í síðustu viku undir handleiðslu Sameinuðu þjóðanna. Barist hafði verið af hörku á svæðinu á árinu en pattstaða var í átökunum. Samkvæmt Reuters sögðu borgarbúar frá því seint á þriðjudagskvöld, á fyrsta degi vopnahlésins, að heyrst hafi sprengingar og skothvellir í suðurhluta borgarinnar. Ró var þó komin yfir svæðið í gær. Sameinuðu þjóðirnar kölluðu Húta og stjórnarliða á teppið í gær í myndsímtali. Meðal annars var rætt um hvernig eigi að kalla hermenn frá Hodeidah og þremur öðrum hafnarplássum sem vopnahléið nær til. Al-Masirah TV, fréttastöð í umsjón Húta, sakaði hernaðarbandalagið sem Sádi-Arabar leiða til stuðnings stjórnarliða um að varpa sprengjum, meðal annars í nágrenni flugvallar borgarinnar. WAM frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, aðila bandalagsins, greindi aftur á móti frá því að Hútar hefðu varpað sprengjum í austurhluta borgarinnar. Heimildarmaður Reuters innan úr bandalaginu sagði að Hútar myndu fá að njóta vafans í bili en ef SÞ skærust ekki í leikinn í bráð yrði samkomulagið sem gert var í Stokkhólmi marklaust. Birtist í Fréttablaðinu Jemen Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Stríðandi fylkingar í Jemen, Hútar og stjórnarliðar, kenndu hvor annarri um að hafa brotið gegn nýsamþykktu vopnahléi í hafnarborginni Hodeidah. Samið var um vopnahléið í Stokkhólmi í síðustu viku undir handleiðslu Sameinuðu þjóðanna. Barist hafði verið af hörku á svæðinu á árinu en pattstaða var í átökunum. Samkvæmt Reuters sögðu borgarbúar frá því seint á þriðjudagskvöld, á fyrsta degi vopnahlésins, að heyrst hafi sprengingar og skothvellir í suðurhluta borgarinnar. Ró var þó komin yfir svæðið í gær. Sameinuðu þjóðirnar kölluðu Húta og stjórnarliða á teppið í gær í myndsímtali. Meðal annars var rætt um hvernig eigi að kalla hermenn frá Hodeidah og þremur öðrum hafnarplássum sem vopnahléið nær til. Al-Masirah TV, fréttastöð í umsjón Húta, sakaði hernaðarbandalagið sem Sádi-Arabar leiða til stuðnings stjórnarliða um að varpa sprengjum, meðal annars í nágrenni flugvallar borgarinnar. WAM frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, aðila bandalagsins, greindi aftur á móti frá því að Hútar hefðu varpað sprengjum í austurhluta borgarinnar. Heimildarmaður Reuters innan úr bandalaginu sagði að Hútar myndu fá að njóta vafans í bili en ef SÞ skærust ekki í leikinn í bráð yrði samkomulagið sem gert var í Stokkhólmi marklaust.
Birtist í Fréttablaðinu Jemen Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira