Hringir Satúrnusar komnir á miðjan aldur Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2018 11:32 Geimfarið Cassini tók þessa mynd af Satúrnusi og hringjum hans í apríl árið 2016. NASA/JPL-Caltech/Space Science Institute Mannkynið er þeirrar gæfu aðnjótandi að vera uppi á þeim tiltölulega stutta tíma sem gasrisinn Satúrnus er skreyttur tignarlegum hringum. Ný rannsókn á hringjunum bendir til þess að þeir gætu verið horfnir eftir aðeins hundrað milljón ár þar sem efni rignir úr þeim niður í faðm Satúrnusar. Vísindamenn hafa lengi deilt um hvort að hringir Satúrnusar hafi myndast á sama tíma og reikistjarnan sjálf fyrir um 4,6 milljörðum ára eða hvort þeir hafi orðið til seinna, ef til vill þegar halastjörnur eða jafnvel tungl rifnuðu í sundur á braut um hana. Smám saman kvarnast úr hringjunum þegar agnir í þeim fá rafhleðslu frá sólarljósi eða geimgeislum og segulsvið Satúrnusar beinir þeim niður í átt að lofthjúpnum. Þar gufa agnirnar upp. James O‘Donoghue og félagar hans hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA rannsökuðu hringina með Keck-sjónaukanum á Havaí og athugunum sem Cassini-geimfarið gerði þegar það steyptist niður í lofthjúp Satúrnusar í fyrra, að sögn Washington Post. Niðurstaða þeirra var að þyngdarkraftur og segulsvið Satúrnusar toga jafngildi sundlaugar í ólympískri stærð af efni úr hringjunum niður í lofthjúpinn á þrjátíu mínútum. Séu þeir útreikningar réttir eru hringirnir aðeins um hundrað milljón ára gamlir og urðu til á þeim tíma þegar risaeðlur reikuðu enn um jörðina. Þeir gætu þannig verið algerlega horfnir eftir hundrað til þrjú hundruð milljón ár. „Við erum heppin að vera til staðar til að sjá hringjakerfi Satúrnusar sem virðist vera á miðjum aldri,“ segir O‘Donoghue. Júpíter, Úranus og Neptúnus hafa einnig hringi í kringum sig en mun þynnri og tilkomuminni en Satúrnusar. O‘Donoghue varpar fram þeirri kenningu að ef hringirnir eru í raun tímabundin fyrirbæri þá gætu hinir gas- og ísrisarnir í sólkerfinu einnig hafa skartað risastórum hringjum í fyrndinni, að því er segir í frétt Space.com.We're seeing #Saturn's rings at just the right time. Scientists estimate that this spectacular phenomenon is no more than 100 million years old—a short time during the life of the solar system—and the rings won't last forever. Learn more: https://t.co/KWDIKAbwmm pic.twitter.com/upQ9ZlV1wY— NASA Solar System (@NASASolarSystem) December 17, 2018 Geimurinn Satúrnus Vísindi Tengdar fréttir Cassini-leiðangrinum lauk með miklum blossa Síðasta sending Cassini átti sér stað um kl. 10:30 að íslenskum tíma í morgun. Merkið tók 83 mínútur að berast til jarðar. 15. september 2017 12:00 Hringir Satúrnusar gætu verið nýlegir Fyrstu mælingar Cassini-geimfarsins benda til þess að hringir Satúrnusar hafi ekki myndast fyrr en risaeðlur höfðu þegar reikað um jörðina í meira en hundrað milljón ár. 31. ágúst 2017 16:39 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Mannkynið er þeirrar gæfu aðnjótandi að vera uppi á þeim tiltölulega stutta tíma sem gasrisinn Satúrnus er skreyttur tignarlegum hringum. Ný rannsókn á hringjunum bendir til þess að þeir gætu verið horfnir eftir aðeins hundrað milljón ár þar sem efni rignir úr þeim niður í faðm Satúrnusar. Vísindamenn hafa lengi deilt um hvort að hringir Satúrnusar hafi myndast á sama tíma og reikistjarnan sjálf fyrir um 4,6 milljörðum ára eða hvort þeir hafi orðið til seinna, ef til vill þegar halastjörnur eða jafnvel tungl rifnuðu í sundur á braut um hana. Smám saman kvarnast úr hringjunum þegar agnir í þeim fá rafhleðslu frá sólarljósi eða geimgeislum og segulsvið Satúrnusar beinir þeim niður í átt að lofthjúpnum. Þar gufa agnirnar upp. James O‘Donoghue og félagar hans hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA rannsökuðu hringina með Keck-sjónaukanum á Havaí og athugunum sem Cassini-geimfarið gerði þegar það steyptist niður í lofthjúp Satúrnusar í fyrra, að sögn Washington Post. Niðurstaða þeirra var að þyngdarkraftur og segulsvið Satúrnusar toga jafngildi sundlaugar í ólympískri stærð af efni úr hringjunum niður í lofthjúpinn á þrjátíu mínútum. Séu þeir útreikningar réttir eru hringirnir aðeins um hundrað milljón ára gamlir og urðu til á þeim tíma þegar risaeðlur reikuðu enn um jörðina. Þeir gætu þannig verið algerlega horfnir eftir hundrað til þrjú hundruð milljón ár. „Við erum heppin að vera til staðar til að sjá hringjakerfi Satúrnusar sem virðist vera á miðjum aldri,“ segir O‘Donoghue. Júpíter, Úranus og Neptúnus hafa einnig hringi í kringum sig en mun þynnri og tilkomuminni en Satúrnusar. O‘Donoghue varpar fram þeirri kenningu að ef hringirnir eru í raun tímabundin fyrirbæri þá gætu hinir gas- og ísrisarnir í sólkerfinu einnig hafa skartað risastórum hringjum í fyrndinni, að því er segir í frétt Space.com.We're seeing #Saturn's rings at just the right time. Scientists estimate that this spectacular phenomenon is no more than 100 million years old—a short time during the life of the solar system—and the rings won't last forever. Learn more: https://t.co/KWDIKAbwmm pic.twitter.com/upQ9ZlV1wY— NASA Solar System (@NASASolarSystem) December 17, 2018
Geimurinn Satúrnus Vísindi Tengdar fréttir Cassini-leiðangrinum lauk með miklum blossa Síðasta sending Cassini átti sér stað um kl. 10:30 að íslenskum tíma í morgun. Merkið tók 83 mínútur að berast til jarðar. 15. september 2017 12:00 Hringir Satúrnusar gætu verið nýlegir Fyrstu mælingar Cassini-geimfarsins benda til þess að hringir Satúrnusar hafi ekki myndast fyrr en risaeðlur höfðu þegar reikað um jörðina í meira en hundrað milljón ár. 31. ágúst 2017 16:39 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Cassini-leiðangrinum lauk með miklum blossa Síðasta sending Cassini átti sér stað um kl. 10:30 að íslenskum tíma í morgun. Merkið tók 83 mínútur að berast til jarðar. 15. september 2017 12:00
Hringir Satúrnusar gætu verið nýlegir Fyrstu mælingar Cassini-geimfarsins benda til þess að hringir Satúrnusar hafi ekki myndast fyrr en risaeðlur höfðu þegar reikað um jörðina í meira en hundrað milljón ár. 31. ágúst 2017 16:39