Akihito Japanskeisari hélt síðustu afmælisræðu sína Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. desember 2018 09:00 Michiko keisaraynja og Akihito keisari í afmælisveislunni. vísir/getty Akihito Japanskeisari er þakklátur fyrir að ríkið hafi ekki dregist inn í neina styrjöld á þrjátíu ára valdatíð sinni. Keisarinn, sem fagnaði 85 ára afmæli í gær, lét þessi ummæli falla í síðustu afmælisræðu sinni en Naruhito krónprins tekur við veldinu í apríl. Keisarinn vottaði þeim fjölmörgu Japönum sem hafa slasast eða misst ástvini í náttúruhamförum sem riðið hafa yfir á árinu sömuleiðis samúð og þakkaði öllum fyrir stuðninginn í gegnum tíðina. Nærri hundrað þúsund vottuðu Japanskeisara virðingu sína í gær er hann flutti afmælisræðuna. Akihito hefur, að því er kom fram í umfjöllun BBC, varið tíma sínum í embætti að miklu leyti í að biðjast afsökunar á gjörðum Japana undir stjórn Hirohito föður hans í seinni heimsstyrjöldinni. Japanski herinn fór fram af mikilli hörku, einkum í Kína og á Kóreuskaga. Keisarinn sem slíkur hefur þó engin pólitísk völd og er staðan einungis táknræn. Þegar Akihito lætur af störfum í apríl verður hann fyrsti japanski keisarinn til þess að stíga til hliðar sjálfviljugur í nærri tvær heilar aldir. Keisarinn hefur þurft að gangast undir hjartaskurðaðgerð og meðferð vegna ristilkrabbameins. Valdatíð Akihito er kölluð Hesei-tímabilið í Japan. Segja má, þótt það sé nokkur einföldun, að Hesei þýði einfaldlega friður. Merkingin á bakvið heitið er sú að Akihito tók við að seinni heimsstyrjöld lokinni og hefur setið á keisarastólnum á friðartímum. Birtist í Fréttablaðinu Japan Kóngafólk Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Akihito Japanskeisari er þakklátur fyrir að ríkið hafi ekki dregist inn í neina styrjöld á þrjátíu ára valdatíð sinni. Keisarinn, sem fagnaði 85 ára afmæli í gær, lét þessi ummæli falla í síðustu afmælisræðu sinni en Naruhito krónprins tekur við veldinu í apríl. Keisarinn vottaði þeim fjölmörgu Japönum sem hafa slasast eða misst ástvini í náttúruhamförum sem riðið hafa yfir á árinu sömuleiðis samúð og þakkaði öllum fyrir stuðninginn í gegnum tíðina. Nærri hundrað þúsund vottuðu Japanskeisara virðingu sína í gær er hann flutti afmælisræðuna. Akihito hefur, að því er kom fram í umfjöllun BBC, varið tíma sínum í embætti að miklu leyti í að biðjast afsökunar á gjörðum Japana undir stjórn Hirohito föður hans í seinni heimsstyrjöldinni. Japanski herinn fór fram af mikilli hörku, einkum í Kína og á Kóreuskaga. Keisarinn sem slíkur hefur þó engin pólitísk völd og er staðan einungis táknræn. Þegar Akihito lætur af störfum í apríl verður hann fyrsti japanski keisarinn til þess að stíga til hliðar sjálfviljugur í nærri tvær heilar aldir. Keisarinn hefur þurft að gangast undir hjartaskurðaðgerð og meðferð vegna ristilkrabbameins. Valdatíð Akihito er kölluð Hesei-tímabilið í Japan. Segja má, þótt það sé nokkur einföldun, að Hesei þýði einfaldlega friður. Merkingin á bakvið heitið er sú að Akihito tók við að seinni heimsstyrjöld lokinni og hefur setið á keisarastólnum á friðartímum.
Birtist í Fréttablaðinu Japan Kóngafólk Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira