Óttast að hakk hafi afhjúpað þúsund föðurlandsflóttamenn Sigurður Mikael Jónsson skrifar 29. desember 2018 07:30 Eftirsótt er af mörgum íbúum Norður-Kóreu að komast suður yfir landamærin. Fréttablaðið/EPA Óttast er að gagnaleki með persónuupplýsingum nærri eitt þúsund flóttamanna frá Norður-Kóreu kunni að stofna fjölskyldum þeirra í heimalandinu í hættu. Sameiningarráðuneyti Suður-Kóreu hefur staðfest að svo virðist sem tölva í endurbúsetumiðstöð hafi verið hökkuð og persónuupplýsingum 997 norðurkóreskra flóttamanna lekið. BBC greinir frá því að enginn hafi enn sem komið er lýst ábyrgð tölvuárásarinnar á hendur sér en um er að ræða fyrstu árás sinnar tegundar og af þessari stærðargráðu. Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa ekki persónuupplýsingar allra þeirra sem flúið hafa einræðisríkið í gegnum tíðina, oft við illan leik. Nú liggur hins vegar fyrir að upplýsingum um nafn, fæðingardag og heimilisföng 997 flóttamanna hefur verið lekið og alls óljóst hvaða áhrif það kunni að hafa. Stjórnmálaskýrendur sem BBC vísar til segja ástæðu til að hafa áhyggjur af því að lekinn kunni að stofna fjölskyldum flóttafólksins, sem enn búa í Norður-Kóreu, í hættu. Eitt sé þó ljóst að lekinn grafi undan öryggistilfinningu norðurkóreskra flóttamanna í Suður-Kóreu og kalli hugsanlega á að þeir breyti um nöfn, símanúmer og heimilisfang. Það var þann 19. desember síðastliðinn sem sameiningarráðuneyti Suður-Kóreu uppgötvaði lekann og fann grunsamlegt forrit á tölvu í endurbúsetumiðstöð, eða Hana-miðstöð, í Norður-Gyeongsanghéraði. Um er að ræða ríkisstofnun sem hjálpar þúsundum flóttamanna úr norðri að aðlagast lífinu sunnan landamæranna. Tölvuöryggissérfræðingurinn Simon Choi segir í samtali við BBC að líklega sé þetta ekki í fyrsta skipti sem tölvuárás sé gerð á Hana-miðstöð. „Það er til norðurkóreskur hakkarahópur sem beinir sjónum sínum aðallega að föðurlandsflóttamönnum og við vitum að hópurinn reyndi að hakka eina slíka miðstöð í fyrra.“ Þótt böndin berist að nágrönnunum í norðri er enn of snemmt að skella skuldinni á þá. Sameiningarráðuneytið mun, ásamt lögreglu, rannsaka öryggisbrestinn og árásina og er rannsóknin á frumstigi. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Óttast er að gagnaleki með persónuupplýsingum nærri eitt þúsund flóttamanna frá Norður-Kóreu kunni að stofna fjölskyldum þeirra í heimalandinu í hættu. Sameiningarráðuneyti Suður-Kóreu hefur staðfest að svo virðist sem tölva í endurbúsetumiðstöð hafi verið hökkuð og persónuupplýsingum 997 norðurkóreskra flóttamanna lekið. BBC greinir frá því að enginn hafi enn sem komið er lýst ábyrgð tölvuárásarinnar á hendur sér en um er að ræða fyrstu árás sinnar tegundar og af þessari stærðargráðu. Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa ekki persónuupplýsingar allra þeirra sem flúið hafa einræðisríkið í gegnum tíðina, oft við illan leik. Nú liggur hins vegar fyrir að upplýsingum um nafn, fæðingardag og heimilisföng 997 flóttamanna hefur verið lekið og alls óljóst hvaða áhrif það kunni að hafa. Stjórnmálaskýrendur sem BBC vísar til segja ástæðu til að hafa áhyggjur af því að lekinn kunni að stofna fjölskyldum flóttafólksins, sem enn búa í Norður-Kóreu, í hættu. Eitt sé þó ljóst að lekinn grafi undan öryggistilfinningu norðurkóreskra flóttamanna í Suður-Kóreu og kalli hugsanlega á að þeir breyti um nöfn, símanúmer og heimilisfang. Það var þann 19. desember síðastliðinn sem sameiningarráðuneyti Suður-Kóreu uppgötvaði lekann og fann grunsamlegt forrit á tölvu í endurbúsetumiðstöð, eða Hana-miðstöð, í Norður-Gyeongsanghéraði. Um er að ræða ríkisstofnun sem hjálpar þúsundum flóttamanna úr norðri að aðlagast lífinu sunnan landamæranna. Tölvuöryggissérfræðingurinn Simon Choi segir í samtali við BBC að líklega sé þetta ekki í fyrsta skipti sem tölvuárás sé gerð á Hana-miðstöð. „Það er til norðurkóreskur hakkarahópur sem beinir sjónum sínum aðallega að föðurlandsflóttamönnum og við vitum að hópurinn reyndi að hakka eina slíka miðstöð í fyrra.“ Þótt böndin berist að nágrönnunum í norðri er enn of snemmt að skella skuldinni á þá. Sameiningarráðuneytið mun, ásamt lögreglu, rannsaka öryggisbrestinn og árásina og er rannsóknin á frumstigi.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira