Alþjóðlegt fitness og vaxtarræktarmót í Höllinni: „Samkeppnin verður mjög hörð“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. desember 2018 14:30 Konráð þekki þennan bransa mjög vel. mynd/mummi lú „Þetta eru í raun fjögur alþjóðleg mót undir sama þaki ásamt vörusýningu,“ segir einkaþjálfarinn vinsæli Konráð Valur Gíslason sem stendur fyrir Iceland Open í fitness og vaxtarrækt í Laugardalshöllinni 15. desember. „Í fyrsta lagi erum við með Iceland Open IFBB pro qualifier mót. Þetta er alþjóðlegt fitness og vaxtarræktarmót þar sem heildarsigurvegurum úr hverjum flokki, sex samtals, býðst svo kallað pro-card. Pro-card þetta gefur keppenda kost á að keppa á stórum atvinnumannamótum eins og Olympia sem er stærsta fitness og vaxtarræktarmót heimsins. Á þessum stóru mótum eru peningaverðlaun og alvöru auglýsingasamningar í boði.“ Konráð segir að þú þegar séu fjöldi útlendinga skráðir til leiks frá hinum ýmsu löndum eins og Brasilíu, Mexíkó, Bandaríkjunum, Frakklandi, Írak og fleiri en þeir munu etja kappi við marga af okkar bestu keppendum. „Þarna verða ansi margir núverandi og fyrrverandi Íslands- og bikarmeistarar að fara að keppa og er nokkuð ljóst að samkeppnin verður mjög hörð. Fjöldi keppenda stefnir í 150 sem gerir þetta að mjög fjölmennu móti.“Búast má við hörkuhelgi í Höllinni.myndir/mummi lúDómnefndin kemur öll erlendis frá og segir Konni að fróðlegt verði að sjá hvernig við Íslendingar stöndum á móti þessum gríðarlega sterku erlendu keppendum.Fjallið mætir „Svo verður Thor’s powerlifting challenge þar sem að keppt verður í kraftlyftingum. Mér skilst að þetta sé í fyrsta skipti sem Fjallið Hafþór Júlíus Björnsson keppir í hefðbundnum kraftlyftingum en hingað til hefur hann verið að keppa í aflraunum, og hann ætlar að reyna við svakalegar lyftur og því hefur heyrst hvíslað að það eigi að reyna við einhver met. Kirill Sarychev sem er heimsmethafinn í bekkpressu í svokölluðum RAW flokki ætlar að lyfta yfir 300 kíló í bekkpressu.“ Konráð segir að einnig verði keppt í Nocco áskorununni sem sé þrautabraut í anda crossfit þar sem keppt verðu í 12 æfingum á tíma. Keppt verður í einstaklingskeppni, parakeppni og einstaklingskeppni. „Að lokum er svo Mjölnir Bjj nogi mót þar sem keppt verður í brasilian jui jitsu án galla. Mjölnir sér um að halda utan um það mót og erum við að vonast til að sjá sem flesta keppendur úr öllum bardagaklúbbum landsins,“ segir Konni en einnig verður sölusýning af allskyns vörum tengdum heilsurækt í Laugardalshöllinni. Aflraunir Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira
„Þetta eru í raun fjögur alþjóðleg mót undir sama þaki ásamt vörusýningu,“ segir einkaþjálfarinn vinsæli Konráð Valur Gíslason sem stendur fyrir Iceland Open í fitness og vaxtarrækt í Laugardalshöllinni 15. desember. „Í fyrsta lagi erum við með Iceland Open IFBB pro qualifier mót. Þetta er alþjóðlegt fitness og vaxtarræktarmót þar sem heildarsigurvegurum úr hverjum flokki, sex samtals, býðst svo kallað pro-card. Pro-card þetta gefur keppenda kost á að keppa á stórum atvinnumannamótum eins og Olympia sem er stærsta fitness og vaxtarræktarmót heimsins. Á þessum stóru mótum eru peningaverðlaun og alvöru auglýsingasamningar í boði.“ Konráð segir að þú þegar séu fjöldi útlendinga skráðir til leiks frá hinum ýmsu löndum eins og Brasilíu, Mexíkó, Bandaríkjunum, Frakklandi, Írak og fleiri en þeir munu etja kappi við marga af okkar bestu keppendum. „Þarna verða ansi margir núverandi og fyrrverandi Íslands- og bikarmeistarar að fara að keppa og er nokkuð ljóst að samkeppnin verður mjög hörð. Fjöldi keppenda stefnir í 150 sem gerir þetta að mjög fjölmennu móti.“Búast má við hörkuhelgi í Höllinni.myndir/mummi lúDómnefndin kemur öll erlendis frá og segir Konni að fróðlegt verði að sjá hvernig við Íslendingar stöndum á móti þessum gríðarlega sterku erlendu keppendum.Fjallið mætir „Svo verður Thor’s powerlifting challenge þar sem að keppt verður í kraftlyftingum. Mér skilst að þetta sé í fyrsta skipti sem Fjallið Hafþór Júlíus Björnsson keppir í hefðbundnum kraftlyftingum en hingað til hefur hann verið að keppa í aflraunum, og hann ætlar að reyna við svakalegar lyftur og því hefur heyrst hvíslað að það eigi að reyna við einhver met. Kirill Sarychev sem er heimsmethafinn í bekkpressu í svokölluðum RAW flokki ætlar að lyfta yfir 300 kíló í bekkpressu.“ Konráð segir að einnig verði keppt í Nocco áskorununni sem sé þrautabraut í anda crossfit þar sem keppt verðu í 12 æfingum á tíma. Keppt verður í einstaklingskeppni, parakeppni og einstaklingskeppni. „Að lokum er svo Mjölnir Bjj nogi mót þar sem keppt verður í brasilian jui jitsu án galla. Mjölnir sér um að halda utan um það mót og erum við að vonast til að sjá sem flesta keppendur úr öllum bardagaklúbbum landsins,“ segir Konni en einnig verður sölusýning af allskyns vörum tengdum heilsurækt í Laugardalshöllinni.
Aflraunir Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira