Halldóra í skýjunum að Halla verði ekki leikin af kynbombu Stefán Árni Pálsson skrifar 11. desember 2018 11:30 Jodie Foster mun leika Höllu sem Halldóra Geirharðsdóttir gerði svo vel í kvikmyndinni Kona fer í stríð. Bandaríska kvikmyndagerðarkonan Jodie Foster mun leikstýra og fara með aðahlutverkið í bandarískri endurgerð myndarinnar Kona fer í stríð. Greint er frá þessu á vef Deadline en Kona fer í stríð er mynd leikstjórans Benedikts Erlingssonar þar sem Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverkið. Halldóra Geirharðs var á línunni í Bítinu í morgun. „Jodie Foster, hana langar að vera ég,“ sagði Halldóra til að byrja með og er hún greinilega mjög spennt fyrir þessu öllu. „Þegar ég las þetta handrit á sínum tíma hugsaði ég að einhver stórleikkona í Hollywood myndi vilja kaupa það og leika í myndinni því það eru svo sjaldan svona stórar rullur fyrir leikkonur. Svo var ég alltaf að hugsa hver myndir vilja kaupa þetta, því ég var alveg með það á hreinu að það myndi einhver ger það. Svo er ég svo glöð að það var Jodie því hún er sú eina sem er ekki svona kynbomba.“Ekkert kynlíf og enginn deyr Halldóra segir að það passi einstaklega vel við söguna hvað Jodie Foster er alvöru. „Það getur verið mjög þreytandi fyrir leikkonur að sjá bíómyndir með góðum leikkonum en alltaf þurfa þær að vera eitthvað voða sexý, því það á ekkert alltaf við. Í þessari sögu er ekkert ofbeldi, það deyr enginn og það er ekkert kynlíf. Samt er þetta geggjað spennandi mynd og skemmtileg.“ Hún segir að viðræður við Jodie Foster hafi hafist í byrjun nóvember en þá hafi Benedikt Erlingsson sent Halldóru mynd af sér með nýju bestu vinkonu hans. Þá var Benni staddur í Los Angeles og ræddi við Jodie Foster. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Halldóru en þar talar hún einnig um hvernig það hafi verið að leika Höllu. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Íhugaði að skilja verðlaunagripinn eftir á hótelherberginu Auður Ava er afar ánægð með verðlaunin en segist ekki endilega vön sigurtilfinningunni. 31. október 2018 13:04 Kona fer í stríð verðlaunuð af Evrópuþinginu Benedikt Erlingsson leikstjóri hlaut í dag LUX kvikmyndaverðlaun Evrópuþingsins við hátíðlega athöfn í Evrópuþinginu í Strassborg fyrir kvikmynd sína, Kona fer í stríð. 14. nóvember 2018 13:18 Kona fer í stríð tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Kvikmyndin Kona fer í stríð hefur verið tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2018. Myndinni er leikstýrt af Benedikti Erlingssyni. Þá er Hlynur Pálmason einnig tilnefndur fyrir Vetrarbræður. 21. ágúst 2018 13:34 „Ég get ekki beðið eftir að leika Höllu“ Jodie Foster endurgerir myndina Kona fer í stríð. 10. desember 2018 23:06 Kona fer í stríð hlýtur Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Kvikmyndin hlaut verðlaunin fyrir leiftrandi skemmtilega meðferð á hápólitísku viðfangsefni. 30. október 2018 19:11 Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Bandaríska kvikmyndagerðarkonan Jodie Foster mun leikstýra og fara með aðahlutverkið í bandarískri endurgerð myndarinnar Kona fer í stríð. Greint er frá þessu á vef Deadline en Kona fer í stríð er mynd leikstjórans Benedikts Erlingssonar þar sem Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverkið. Halldóra Geirharðs var á línunni í Bítinu í morgun. „Jodie Foster, hana langar að vera ég,“ sagði Halldóra til að byrja með og er hún greinilega mjög spennt fyrir þessu öllu. „Þegar ég las þetta handrit á sínum tíma hugsaði ég að einhver stórleikkona í Hollywood myndi vilja kaupa það og leika í myndinni því það eru svo sjaldan svona stórar rullur fyrir leikkonur. Svo var ég alltaf að hugsa hver myndir vilja kaupa þetta, því ég var alveg með það á hreinu að það myndi einhver ger það. Svo er ég svo glöð að það var Jodie því hún er sú eina sem er ekki svona kynbomba.“Ekkert kynlíf og enginn deyr Halldóra segir að það passi einstaklega vel við söguna hvað Jodie Foster er alvöru. „Það getur verið mjög þreytandi fyrir leikkonur að sjá bíómyndir með góðum leikkonum en alltaf þurfa þær að vera eitthvað voða sexý, því það á ekkert alltaf við. Í þessari sögu er ekkert ofbeldi, það deyr enginn og það er ekkert kynlíf. Samt er þetta geggjað spennandi mynd og skemmtileg.“ Hún segir að viðræður við Jodie Foster hafi hafist í byrjun nóvember en þá hafi Benedikt Erlingsson sent Halldóru mynd af sér með nýju bestu vinkonu hans. Þá var Benni staddur í Los Angeles og ræddi við Jodie Foster. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Halldóru en þar talar hún einnig um hvernig það hafi verið að leika Höllu.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Íhugaði að skilja verðlaunagripinn eftir á hótelherberginu Auður Ava er afar ánægð með verðlaunin en segist ekki endilega vön sigurtilfinningunni. 31. október 2018 13:04 Kona fer í stríð verðlaunuð af Evrópuþinginu Benedikt Erlingsson leikstjóri hlaut í dag LUX kvikmyndaverðlaun Evrópuþingsins við hátíðlega athöfn í Evrópuþinginu í Strassborg fyrir kvikmynd sína, Kona fer í stríð. 14. nóvember 2018 13:18 Kona fer í stríð tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Kvikmyndin Kona fer í stríð hefur verið tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2018. Myndinni er leikstýrt af Benedikti Erlingssyni. Þá er Hlynur Pálmason einnig tilnefndur fyrir Vetrarbræður. 21. ágúst 2018 13:34 „Ég get ekki beðið eftir að leika Höllu“ Jodie Foster endurgerir myndina Kona fer í stríð. 10. desember 2018 23:06 Kona fer í stríð hlýtur Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Kvikmyndin hlaut verðlaunin fyrir leiftrandi skemmtilega meðferð á hápólitísku viðfangsefni. 30. október 2018 19:11 Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Íhugaði að skilja verðlaunagripinn eftir á hótelherberginu Auður Ava er afar ánægð með verðlaunin en segist ekki endilega vön sigurtilfinningunni. 31. október 2018 13:04
Kona fer í stríð verðlaunuð af Evrópuþinginu Benedikt Erlingsson leikstjóri hlaut í dag LUX kvikmyndaverðlaun Evrópuþingsins við hátíðlega athöfn í Evrópuþinginu í Strassborg fyrir kvikmynd sína, Kona fer í stríð. 14. nóvember 2018 13:18
Kona fer í stríð tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Kvikmyndin Kona fer í stríð hefur verið tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2018. Myndinni er leikstýrt af Benedikti Erlingssyni. Þá er Hlynur Pálmason einnig tilnefndur fyrir Vetrarbræður. 21. ágúst 2018 13:34
„Ég get ekki beðið eftir að leika Höllu“ Jodie Foster endurgerir myndina Kona fer í stríð. 10. desember 2018 23:06
Kona fer í stríð hlýtur Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Kvikmyndin hlaut verðlaunin fyrir leiftrandi skemmtilega meðferð á hápólitísku viðfangsefni. 30. október 2018 19:11