Shakira ákærð fyrir skattsvik Andri Eysteinsson skrifar 14. desember 2018 18:24 Shakira, hér við útgáfu plötunnar El Dorado, hefur verið ákærð fyrir skattsvik. Getty/Miquel Benittez Kólumbíska söngkonan Shakira hefur verið kærð fyrir skattsvik á Spáni. Skattyfirvöld í landinu segja söngkonuna skulda 14 og hálfa milljónir evra sem jafngildir tveimur milljörðum íslenskra króna. The Guardian greinir frá. Meint brot söngkonunnar snýr að lögheimilisskráningu hennar, frá árinu 2015 hefur hún verið skráð til heimilis í Barcelona þar sem eiginmaður hennar Gerard Pique leikur knattspyrnu. Áður var Shakira skráð til heimilis á Bahamaeyjum í Karíbahafi.Búseta skráð á Bahamaeyjum Skattyfirvöld telja að þrátt fyrir skráningu Shakiru á Bahamaeyjum hafi hún á árunum 2012 til 2014 í raun verið búsett í Barcelona. Í spænskri skattalöggjöf segir að sá sem sé búsettur í landinu í yfir sex mánuði á ári sé skyldugur til að greiða skatta. Yfirvöld segja að mál Shakiru falli undir þetta lagaákvæði og hafa því ákært hana fyrir skattsvik. Söngkonan hafi verið búsett í Barcelona og eingöngu ferðast annað í styttri vinnuferðum.Ellefu mánuðir eru frá því að að yfirvöld settu af stað rannsókn á skattamálum söngkonunnar. Shakira var meðal þeirra sem birtust í Panamaskjölunum frægu á síðasta ári.Talsmaður söngkonunnar sagði á þeim tíma að Shakira hafi búið víða um heim á ferlinum og alls staðar framfylgt lögum fram til hins ýtrasta.Verði Shakira sakfelld fyrir skattsvik má hún eiga von á tveggja ára skilorðsbundnum dómKnattspyrnumenn og kóngafólk ákært á síðustu árum Á undanförnum árum hefur mikið borið á skattamálum ríka og fræga fólksins þar í landi. Knattspyrnumenn á borð við Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og Neymar hafa allri háð baráttu við spænsk skattyfirvöld. Það hafa þó ekki eingöngu verið knattspyrnumenn en árið 2017 var fjárfestirinn Inaki Urdangarin dæmdur til sex og hálfs árs fangelsisvistar. Urdangarin er giftur Kristínu Spánarprinsessu, og er því mágur Filippusar VI. Spánarkonungs. Kristína var sjálf ákærð vegna fjármála eiginmannsins en var sýknuð í febrúar á síðasta ári. Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Sjá meira
Kólumbíska söngkonan Shakira hefur verið kærð fyrir skattsvik á Spáni. Skattyfirvöld í landinu segja söngkonuna skulda 14 og hálfa milljónir evra sem jafngildir tveimur milljörðum íslenskra króna. The Guardian greinir frá. Meint brot söngkonunnar snýr að lögheimilisskráningu hennar, frá árinu 2015 hefur hún verið skráð til heimilis í Barcelona þar sem eiginmaður hennar Gerard Pique leikur knattspyrnu. Áður var Shakira skráð til heimilis á Bahamaeyjum í Karíbahafi.Búseta skráð á Bahamaeyjum Skattyfirvöld telja að þrátt fyrir skráningu Shakiru á Bahamaeyjum hafi hún á árunum 2012 til 2014 í raun verið búsett í Barcelona. Í spænskri skattalöggjöf segir að sá sem sé búsettur í landinu í yfir sex mánuði á ári sé skyldugur til að greiða skatta. Yfirvöld segja að mál Shakiru falli undir þetta lagaákvæði og hafa því ákært hana fyrir skattsvik. Söngkonan hafi verið búsett í Barcelona og eingöngu ferðast annað í styttri vinnuferðum.Ellefu mánuðir eru frá því að að yfirvöld settu af stað rannsókn á skattamálum söngkonunnar. Shakira var meðal þeirra sem birtust í Panamaskjölunum frægu á síðasta ári.Talsmaður söngkonunnar sagði á þeim tíma að Shakira hafi búið víða um heim á ferlinum og alls staðar framfylgt lögum fram til hins ýtrasta.Verði Shakira sakfelld fyrir skattsvik má hún eiga von á tveggja ára skilorðsbundnum dómKnattspyrnumenn og kóngafólk ákært á síðustu árum Á undanförnum árum hefur mikið borið á skattamálum ríka og fræga fólksins þar í landi. Knattspyrnumenn á borð við Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og Neymar hafa allri háð baráttu við spænsk skattyfirvöld. Það hafa þó ekki eingöngu verið knattspyrnumenn en árið 2017 var fjárfestirinn Inaki Urdangarin dæmdur til sex og hálfs árs fangelsisvistar. Urdangarin er giftur Kristínu Spánarprinsessu, og er því mágur Filippusar VI. Spánarkonungs. Kristína var sjálf ákærð vegna fjármála eiginmannsins en var sýknuð í febrúar á síðasta ári.
Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Sjá meira