Ákæra Goldman Sachs vegna spillingarmáls í Malasíu Kjartan Kjartansson skrifar 17. desember 2018 10:38 Risasnekkja sem lagt var hald á í rannsókn á spillingu í kringum fjárfestingasjóðinn 1MDB í Malasíu. Vísir/EPA Bandaríski bankinn Goldman Sachs og tveir fyrrverandi starfsmenn hans hafa verið ákærðir í tengslum við umfangsmikið spillingar- og peningaþvættismál í Malasíu. Forsvarsmenn bankans segja að ákærurnar misráðnar og að hann muni verjast þeim af krafti. Ákærurnar varða hneyksli í kringum opinberan fjárfestingasjóð sem nefnist 1MDB. Hneykslið átti þátt í að fella Najib Razak, fyrrverandi forsætisráðherra, í kosningum fyrr á þessu ári. Hann er sakaður um að hafa dregið sér um 700 milljónir dollara úr sjóðnum sem hann setti á fót. Goldman Sachs hefur verið sakaður um að taka þátt í að afla fjár í sjóðinn og er til rannsóknar í að minnsta kosti sex löndum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Auk bankans sjálfs eru Tim Leissner, fyrrum stjórnarformaður bankans í Suðaustur-Asíu, og Roger Ng, framkvæmdastjóri, ákærðir í Malasíu. Einn fyrrverandi starfsmaður 1MDB hefur einnig verið ákærður. Ríkissaksóknari Malasíu segir að ákærurnar tengist þremur skuldabréfum sem dótturfélög 1MDB gáfu út sem Goldman Sachs kom í kring og skrifaði upp á. Leissner og Ng hafa einnig verið ákærðir í Bandaríkjunum vegna 1MDB. Leissner hefur játað að hafa lagt á ráðin um peningaþvætti og brot á lögum gegn mútuþægni. Tvímenningarnir voru ákærðir fyrir að hafa mútað opinberum embættismönnum til að afla 1MDB verkefni sem Goldman Sachs hagnaðist á. Bandarískir saksóknarar fullyrða að milljarðar dollara hafi horfið úr sjóðnum til að fjármagna kaup á listaverkum, fasteignum, einkaþotu og í einu tilfelli til að fjármagna Hollywood-kvikmyndina „Úlfurinn á Wall Street“. Asía Tengdar fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu handtekinn Búist er við því að Najib Razak verði ákærður vegna spillingar á morgun. 3. júlí 2018 10:28 Mest lesið Play hættir starfsemi Viðskipti innlent „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Fleiri fréttir Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bandaríski bankinn Goldman Sachs og tveir fyrrverandi starfsmenn hans hafa verið ákærðir í tengslum við umfangsmikið spillingar- og peningaþvættismál í Malasíu. Forsvarsmenn bankans segja að ákærurnar misráðnar og að hann muni verjast þeim af krafti. Ákærurnar varða hneyksli í kringum opinberan fjárfestingasjóð sem nefnist 1MDB. Hneykslið átti þátt í að fella Najib Razak, fyrrverandi forsætisráðherra, í kosningum fyrr á þessu ári. Hann er sakaður um að hafa dregið sér um 700 milljónir dollara úr sjóðnum sem hann setti á fót. Goldman Sachs hefur verið sakaður um að taka þátt í að afla fjár í sjóðinn og er til rannsóknar í að minnsta kosti sex löndum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Auk bankans sjálfs eru Tim Leissner, fyrrum stjórnarformaður bankans í Suðaustur-Asíu, og Roger Ng, framkvæmdastjóri, ákærðir í Malasíu. Einn fyrrverandi starfsmaður 1MDB hefur einnig verið ákærður. Ríkissaksóknari Malasíu segir að ákærurnar tengist þremur skuldabréfum sem dótturfélög 1MDB gáfu út sem Goldman Sachs kom í kring og skrifaði upp á. Leissner og Ng hafa einnig verið ákærðir í Bandaríkjunum vegna 1MDB. Leissner hefur játað að hafa lagt á ráðin um peningaþvætti og brot á lögum gegn mútuþægni. Tvímenningarnir voru ákærðir fyrir að hafa mútað opinberum embættismönnum til að afla 1MDB verkefni sem Goldman Sachs hagnaðist á. Bandarískir saksóknarar fullyrða að milljarðar dollara hafi horfið úr sjóðnum til að fjármagna kaup á listaverkum, fasteignum, einkaþotu og í einu tilfelli til að fjármagna Hollywood-kvikmyndina „Úlfurinn á Wall Street“.
Asía Tengdar fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu handtekinn Búist er við því að Najib Razak verði ákærður vegna spillingar á morgun. 3. júlí 2018 10:28 Mest lesið Play hættir starfsemi Viðskipti innlent „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Fleiri fréttir Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu handtekinn Búist er við því að Najib Razak verði ákærður vegna spillingar á morgun. 3. júlí 2018 10:28