Ljúfar sigurstundir í krefjandi rekstri 19. desember 2018 09:00 Björn Einarsson, framkvæmdastjóri TVG-Zimsen. Björn Einarsson, formaður knattspyrnufélagsins Víkings, var ráðinn til starfa sem framkvæmdastjóri TVG-Zimsen árið 2006 og innleiddi nýja stefnu sem fól í sér meiri áherslu á að byggja upp fyrirtækið að alþjóðlegri fyrirmynd. Umsvifin jukust jafnt og þétt á næstu árum.Hver eru þín helstu áhugamál? Fjölskyldan og fjölskyldulífið á hug minn allan og tíma. Þrír af fimm drengjunum eru fjögurra ára og yngri og þeir stýra tímanum oft eins og herforingjar. Þá er ég formaður Knattspyrnufélagsins Víkings en þar hef ég starfað í þágu félagsins sleitulaust í um 12 ár og fer mikið af mínum tíma í vinnu fyrir félagið. Víkingur stendur hjarta mínu mjög nærri og velferð félagsins skiptir mig öllu máli. Rekstur og fjármögnun íþróttafélaga á Íslandi í dag er sérstaklega krefjandi þar sem mikið reynir á en svo koma ljúfar sigurstundir og framfarir í alls kyns myndum fyrir félagið sem gefur auka orku. Þegar um hægist í fjölskyldulífinu og meiri tími verður til staðar langar mig að efla golfkunnáttuna mína og golfgrunninn, sem þó er til staðar, með konunni minni.Hvernig er morgunrútínan þín? Ég vakna um 6.00 með yngsta syni mínum. Við slökum síðan á feðgarnir yfir Bessa og félögum í Hvolpasveit, auk þess sem ég næ oft mikilvægum tíma til að svara tölvupóstum þar til tvíburasynir mínir fjögurra ára og fjölskyldan kemst á ról. Þá hefst mikið skipulag, að klæða herinn og skutla í leikskólann. Ávallt banani á leið til vinnu.Hver er bókin sem þú ert að lesa eða last síðast? Tumi fer til tannlæknis er síðasta bókin sem ég las. Hef lesið hana ansi oft á árinu. Annars er frekar lítill tími sem fer í yndislestur en fyrir mig sjálfan þá er það núna bókin 300 stærstu sem var að koma út.Hvað er það skemmtilegasta við starfið? Fjölbreytileikinn, kappið, tækifærin og áskoranirnar. Að virkja hin miklu tækifæri sem TVG-Zimsen hefur.Hverjar eru helstu áskoranirnar í starfinu? Tryggja og passa upp á liðsheild TVG-Zimsen hvern dag – liðsheildin er svo grunnurinn sem virkjar tækifærin og býr til alla sigra og styrk TVG-Zimsen.Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrarumhverfinu í dag? Rekstrarumhverfið okkar er mjög gott og mjög spennandi en engu að síður er gríðarlega mikilvægt að hafa sterka yfirsýn yfir sífellt meira krefjandi kostnaðarumhverfi og ákveðna kostnaðarliði sem eru vaxandi.Hvaða breytingar sérðu fyrir þér í rekstrarumhverfinu á komandi árum? Stóraukin netverslun sem við sjáum að er að vaxa mjög hratt á stuttum tíma hér á landi og mun ekki einungis hafa áhrif á okkar rekstrarumhverfi heldur allt samfélagið. Við hjá TVG-Zimsen höfum tekið mikilvægt frumkvæði til að búa til flutningslausnir sem eru sérsniðnar að þessari hröðu og mikilvægu þróun á okkar markaði. Það eru mjög spennandi tímar fram undan og stór tækifæri á flutningamiðlunarmarkaðinum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Björn Einarsson, formaður knattspyrnufélagsins Víkings, var ráðinn til starfa sem framkvæmdastjóri TVG-Zimsen árið 2006 og innleiddi nýja stefnu sem fól í sér meiri áherslu á að byggja upp fyrirtækið að alþjóðlegri fyrirmynd. Umsvifin jukust jafnt og þétt á næstu árum.Hver eru þín helstu áhugamál? Fjölskyldan og fjölskyldulífið á hug minn allan og tíma. Þrír af fimm drengjunum eru fjögurra ára og yngri og þeir stýra tímanum oft eins og herforingjar. Þá er ég formaður Knattspyrnufélagsins Víkings en þar hef ég starfað í þágu félagsins sleitulaust í um 12 ár og fer mikið af mínum tíma í vinnu fyrir félagið. Víkingur stendur hjarta mínu mjög nærri og velferð félagsins skiptir mig öllu máli. Rekstur og fjármögnun íþróttafélaga á Íslandi í dag er sérstaklega krefjandi þar sem mikið reynir á en svo koma ljúfar sigurstundir og framfarir í alls kyns myndum fyrir félagið sem gefur auka orku. Þegar um hægist í fjölskyldulífinu og meiri tími verður til staðar langar mig að efla golfkunnáttuna mína og golfgrunninn, sem þó er til staðar, með konunni minni.Hvernig er morgunrútínan þín? Ég vakna um 6.00 með yngsta syni mínum. Við slökum síðan á feðgarnir yfir Bessa og félögum í Hvolpasveit, auk þess sem ég næ oft mikilvægum tíma til að svara tölvupóstum þar til tvíburasynir mínir fjögurra ára og fjölskyldan kemst á ról. Þá hefst mikið skipulag, að klæða herinn og skutla í leikskólann. Ávallt banani á leið til vinnu.Hver er bókin sem þú ert að lesa eða last síðast? Tumi fer til tannlæknis er síðasta bókin sem ég las. Hef lesið hana ansi oft á árinu. Annars er frekar lítill tími sem fer í yndislestur en fyrir mig sjálfan þá er það núna bókin 300 stærstu sem var að koma út.Hvað er það skemmtilegasta við starfið? Fjölbreytileikinn, kappið, tækifærin og áskoranirnar. Að virkja hin miklu tækifæri sem TVG-Zimsen hefur.Hverjar eru helstu áskoranirnar í starfinu? Tryggja og passa upp á liðsheild TVG-Zimsen hvern dag – liðsheildin er svo grunnurinn sem virkjar tækifærin og býr til alla sigra og styrk TVG-Zimsen.Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrarumhverfinu í dag? Rekstrarumhverfið okkar er mjög gott og mjög spennandi en engu að síður er gríðarlega mikilvægt að hafa sterka yfirsýn yfir sífellt meira krefjandi kostnaðarumhverfi og ákveðna kostnaðarliði sem eru vaxandi.Hvaða breytingar sérðu fyrir þér í rekstrarumhverfinu á komandi árum? Stóraukin netverslun sem við sjáum að er að vaxa mjög hratt á stuttum tíma hér á landi og mun ekki einungis hafa áhrif á okkar rekstrarumhverfi heldur allt samfélagið. Við hjá TVG-Zimsen höfum tekið mikilvægt frumkvæði til að búa til flutningslausnir sem eru sérsniðnar að þessari hröðu og mikilvægu þróun á okkar markaði. Það eru mjög spennandi tímar fram undan og stór tækifæri á flutningamiðlunarmarkaðinum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent