Einn mesti gagnaleki sögunnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. desember 2018 07:15 Marriott rekur meðal annars hótel í Kína. Nordicphotos/AFP Upplýsingum um 500 milljónir gesta hótelfyrirtækisins Starwood hefur verið stolið úr gagnagrunni fyrirtækisins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem móðurfyrirtækið Marriott sendi til yfirvalda. Þar sagði að árásin hafi átt sér stað fyrir 10. september síðastliðinn og mögulega hefði innbrotið átt sér stað fyrir heilum fjórum árum. „Við rannsókn komst Marriott að því að einhver afritaði upplýsingar í leyfisleysi,“ sagði í yfirlýsingunni. Starwood rekur hótel undir nöfnunum W Hotels, Sheraton, Le Méridien og Four Points. Hótelrisinn Marriott keypti Starwood árið 2016 og úr varð stærsta hótelsamsteypa heims. Starwood-hlutinn starfrækir um 1.200 gististaði. Fyrirtækið hefur hafist handa við að gera gestum sem lentu í lekanum viðvart og samkvæmt Techcrunch hafa gestir í til að mynda Bandaríkjunum, Kanada og á Bretlandi verið látnir vita. Þar kemur sömuleiðis fram að vegna GDPR, nýju evrópsku persónuverndarlöggjafarinnar, gæti Starwood verið sektað um allt að fjögur prósent árlegrar veltu vegna málsins. Magn upplýsinga sem stolið var úr gagnagrunninum er gífurlegt. Í tilfellum um 327 milljóna gesta má finna til að mynda nöfn þeirra, heimilisföng, símanúmer, netföng, vegabréfsnúmer, bankaupplýsingar, fæðingardag, kyn og/eða komu- og brottfarartíma. Aukinheldur má í sumum tilfellum búast við því að dulkóðaðar kortaupplýsingar fylgi. Fyrirtækið getur hins vegar ekki útilokað að dulkóðunarlyklunum hafi einnig verið stolið. „Við hörmum þennan atburð. Marriott hefur tilkynnt þetta til yfirvalda og mun halda áfram stuðningi við rannsókn þeirra,“ sagði í tilkynningu í gær. Séu einhverjir Íslendingar á meðal þeirra sem urðu fyrir því að upplýsingum um þá var stolið mega viðkomandi búast við tölvupósti frá hótelsamsteypunni. Þá hefur einnig verið sett upp vefsíða fyrir smeyka hótelgesti, answers.kroll.com, og eru allir þeir sem gistu á hótelum Starwood beðnir um að vera vakandi fyrir mögulegri misnotkun á greiðslukortum sínum. Þá ber sömuleiðis að varast óprúttna tölvuþrjóta sem gætu sent póst í nafni fyrirtækisins. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tölvuárásir Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Upplýsingum um 500 milljónir gesta hótelfyrirtækisins Starwood hefur verið stolið úr gagnagrunni fyrirtækisins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem móðurfyrirtækið Marriott sendi til yfirvalda. Þar sagði að árásin hafi átt sér stað fyrir 10. september síðastliðinn og mögulega hefði innbrotið átt sér stað fyrir heilum fjórum árum. „Við rannsókn komst Marriott að því að einhver afritaði upplýsingar í leyfisleysi,“ sagði í yfirlýsingunni. Starwood rekur hótel undir nöfnunum W Hotels, Sheraton, Le Méridien og Four Points. Hótelrisinn Marriott keypti Starwood árið 2016 og úr varð stærsta hótelsamsteypa heims. Starwood-hlutinn starfrækir um 1.200 gististaði. Fyrirtækið hefur hafist handa við að gera gestum sem lentu í lekanum viðvart og samkvæmt Techcrunch hafa gestir í til að mynda Bandaríkjunum, Kanada og á Bretlandi verið látnir vita. Þar kemur sömuleiðis fram að vegna GDPR, nýju evrópsku persónuverndarlöggjafarinnar, gæti Starwood verið sektað um allt að fjögur prósent árlegrar veltu vegna málsins. Magn upplýsinga sem stolið var úr gagnagrunninum er gífurlegt. Í tilfellum um 327 milljóna gesta má finna til að mynda nöfn þeirra, heimilisföng, símanúmer, netföng, vegabréfsnúmer, bankaupplýsingar, fæðingardag, kyn og/eða komu- og brottfarartíma. Aukinheldur má í sumum tilfellum búast við því að dulkóðaðar kortaupplýsingar fylgi. Fyrirtækið getur hins vegar ekki útilokað að dulkóðunarlyklunum hafi einnig verið stolið. „Við hörmum þennan atburð. Marriott hefur tilkynnt þetta til yfirvalda og mun halda áfram stuðningi við rannsókn þeirra,“ sagði í tilkynningu í gær. Séu einhverjir Íslendingar á meðal þeirra sem urðu fyrir því að upplýsingum um þá var stolið mega viðkomandi búast við tölvupósti frá hótelsamsteypunni. Þá hefur einnig verið sett upp vefsíða fyrir smeyka hótelgesti, answers.kroll.com, og eru allir þeir sem gistu á hótelum Starwood beðnir um að vera vakandi fyrir mögulegri misnotkun á greiðslukortum sínum. Þá ber sömuleiðis að varast óprúttna tölvuþrjóta sem gætu sent póst í nafni fyrirtækisins.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tölvuárásir Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira