„Geitin“ í NFL-deildinni grínast með að nú sé öllum markmiðum náð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2018 14:30 Tom Brady fagnar því að þúsund jardar eru í höfn. Vísir/Getty Tom Brady er að mati flestra spekinga besti leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar en enginn leiktjórnandi hefur unnið fleiri titla í ameríska fótboltanum en þessi einstaki leikmaður. Brady er líka með húmorinn í lagi og sannar það í nýjustu færslu sinni á samfélasmiðlum. Brady hefur því unnið sér inn hið velþekkta viðurnefni „Geitin“ eða „GOAT“ sem þýðir „Greatest of all time“ eða sá besti í sögunni upp á íslenska tungu. Tom Brady varð NFL-meistari í fimmta sinn með New England Patriots liðinu árið 2016 og hefur síðan að verið að elta þann sjötta þrátt fyrir að vera kominn inn á fimmtugsaldurinn. Eða það héldu menn þar til að menn sáu nýjasta myndbandið inn á samfélagsmiðlum Tom Brady. Aðalverkefni leikstjórnanda er að stýra sóknarleik sinna liða og senda boltann fram völlinn á liðsfélaga sína. Sumir hlaupa mikið með boltann en Tom Brady er hinsvegar ekki mjög mikið í því. Í sigurleik New England Patriots um síðustu helgi þá náði hann samt að komast yfir 1000 hlaupajarda á ferlinum en hann hafði vantað örfáa upp á það í nokkurn tíma. Markmiðið náðist hinsvegar í 265. leiknum á móti Minnesota Vikings um helgina. Tom Brady grínaðist með það á samfélagsmiðlum að nú væri markmiðinu náð. „Vitiði hvað? Eina ástæðan fyrir því að ég er búinn að spila í þessi nítján ár var svo að ég gæti náð þessum þúsund jördum. Ég náði því þannig og nú er ég hættur. Tími til að keyra inn sólarlagið,“ segir Tom Brady í upphafi myndbandsins. Hann heldur þó ekki andlitinu lengi og heldur áfram. „Nei, núna er tími til að drífa sig aftur í vinnuna,“ segir Brady og svo er sýnt myndband af því þegar hann fagnar því að þúsund jardarnir séu í höfn. Það má sjá þetta myndband hér fyrir neðan. NFL Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjá meira
Tom Brady er að mati flestra spekinga besti leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar en enginn leiktjórnandi hefur unnið fleiri titla í ameríska fótboltanum en þessi einstaki leikmaður. Brady er líka með húmorinn í lagi og sannar það í nýjustu færslu sinni á samfélasmiðlum. Brady hefur því unnið sér inn hið velþekkta viðurnefni „Geitin“ eða „GOAT“ sem þýðir „Greatest of all time“ eða sá besti í sögunni upp á íslenska tungu. Tom Brady varð NFL-meistari í fimmta sinn með New England Patriots liðinu árið 2016 og hefur síðan að verið að elta þann sjötta þrátt fyrir að vera kominn inn á fimmtugsaldurinn. Eða það héldu menn þar til að menn sáu nýjasta myndbandið inn á samfélagsmiðlum Tom Brady. Aðalverkefni leikstjórnanda er að stýra sóknarleik sinna liða og senda boltann fram völlinn á liðsfélaga sína. Sumir hlaupa mikið með boltann en Tom Brady er hinsvegar ekki mjög mikið í því. Í sigurleik New England Patriots um síðustu helgi þá náði hann samt að komast yfir 1000 hlaupajarda á ferlinum en hann hafði vantað örfáa upp á það í nokkurn tíma. Markmiðið náðist hinsvegar í 265. leiknum á móti Minnesota Vikings um helgina. Tom Brady grínaðist með það á samfélagsmiðlum að nú væri markmiðinu náð. „Vitiði hvað? Eina ástæðan fyrir því að ég er búinn að spila í þessi nítján ár var svo að ég gæti náð þessum þúsund jördum. Ég náði því þannig og nú er ég hættur. Tími til að keyra inn sólarlagið,“ segir Tom Brady í upphafi myndbandsins. Hann heldur þó ekki andlitinu lengi og heldur áfram. „Nei, núna er tími til að drífa sig aftur í vinnuna,“ segir Brady og svo er sýnt myndband af því þegar hann fagnar því að þúsund jardarnir séu í höfn. Það má sjá þetta myndband hér fyrir neðan.
NFL Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjá meira