Gengisfall ef Seðlabankinn grípur ekki inn í markaðinn Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 8. desember 2018 07:15 Krónan mun veikjast þegar aflandskrónum verður leyft að sleppa úr landi að mati hagfræðinga. Fréttablaðið/GVA Seðlabanki Íslands mun þurfa að grípa inn í gjaldeyrismarkaðinn til þess að sporna við veikingu krónunnar þegar aflandskrónur taka að streyma úr landi. Þetta segir forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Ríkisstjórnin samþykkti í gærmorgun að leggja fram á Alþingi frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum. Breytingarnar fela í sér að aflandskrónueigendur geti losað aflandskrónueignir sínar að fullu með því að skipta þeim í gjaldeyri á álandsmarkaði eða eiga þær sem fullgildar álandskrónur þegar um samfellt eignarhald frá því fyrir fjármagnshöft er að ræða. „Þetta eru risatíðindi enda eru aflandskrónurnar síðustu leifar fjármálahrunsins. Það er ljóst að þessar breytingar munu hafa neikvæð áhrif á gengi krónunnar ef Seðlabankinn gerir ekki neitt og við sáum að krónan veiktist strax í kjölfar þess að tilkynningin var gefin út,“ segir Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans í samtali við Fréttablaðið. Heildarumfang aflandskróna er um 84 milljarðar króna. Seðlabankinn hefur gefið út að hann sé vel í stakk búinn til að bregðast við skammtímasveiflum á gjaldeyrismarkaði. Þar sem losunin tengist fortíðarvanda en ekki undirliggjandi efnahagsaðstæðum geti verið meira tilefni til að draga úr áhrifum á gengi krónunnar en ella. „Samkvæmt upplýsingunum sem Seðlabankinn birtir kemur fram að aflandskrónurnar eigi að fara í gegnum gjaldeyrismarkaðinn sem er mjög þunnur. Það þarf ekki mikið til að hreyfa við gengi krónunnar. Ef Seðlabankinn myndi halda að sér höndum á meðan um 80 milljarðar af krónum streyma inn á markaðinn til að kaupa gjaldeyri þá er augljóst að krónan myndi að öðru óbreyttu taka umtalsverða dýfu. Seðlabankinn gefur í skyn að hann muni grípa inn í markaðinn ef miklar sveiflur verða á genginu en lofar engu,“ segir Daníel. Samkvæmt nýbirtum tölum Seðlabankans veiktist raungengi krónunnar um fjögur prósent í nóvember og í samanburði við sama mánuð í fyrra nam veikingin 11,9 prósentum. „Það hefði kannski verið betra að flytja þetta frumvarp þegar krónan var í styrkingarfasa en ekki veikingarfasa,“ segir Daníel.Erlendir fjárfestar geti losað stöður Frumvarpið felur einnig í sér breytingar sem eiga að auka sveigjanleika á formi bindingar reiðufjár vegna nýs innstreymis erlends gjaldeyris. Hingað til hefur þurft að uppfylla bindingarskyldu með því að leggja inn á bundinn reikning hjá innlánsstofnun en breytingarnar gera mögulegt að uppfylla bindingarskyldu með endurhverfum viðskiptum með innstæðubréf Seðlabankans. „Það hefur verið hindrun fyrir suma erlenda fjárfesta að koma með fjármagn til landsins vegna bindiskyldunnar vegna þess að þeim er óheimilt að að fjárfesta ef þeir geta ekki losað fjárfestinguna með skjótum hætti,“ segir Daníel. „Nú er verið að gefa fjárfestum tækifæri til að koma með fjármagn til landsins án þess að eiga kröfu á íslensku bankana og að geta losað stöður sínar áður en bindiskyldutíminn er að fullu útrunninn.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Sjá meira
Seðlabanki Íslands mun þurfa að grípa inn í gjaldeyrismarkaðinn til þess að sporna við veikingu krónunnar þegar aflandskrónur taka að streyma úr landi. Þetta segir forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Ríkisstjórnin samþykkti í gærmorgun að leggja fram á Alþingi frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum. Breytingarnar fela í sér að aflandskrónueigendur geti losað aflandskrónueignir sínar að fullu með því að skipta þeim í gjaldeyri á álandsmarkaði eða eiga þær sem fullgildar álandskrónur þegar um samfellt eignarhald frá því fyrir fjármagnshöft er að ræða. „Þetta eru risatíðindi enda eru aflandskrónurnar síðustu leifar fjármálahrunsins. Það er ljóst að þessar breytingar munu hafa neikvæð áhrif á gengi krónunnar ef Seðlabankinn gerir ekki neitt og við sáum að krónan veiktist strax í kjölfar þess að tilkynningin var gefin út,“ segir Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans í samtali við Fréttablaðið. Heildarumfang aflandskróna er um 84 milljarðar króna. Seðlabankinn hefur gefið út að hann sé vel í stakk búinn til að bregðast við skammtímasveiflum á gjaldeyrismarkaði. Þar sem losunin tengist fortíðarvanda en ekki undirliggjandi efnahagsaðstæðum geti verið meira tilefni til að draga úr áhrifum á gengi krónunnar en ella. „Samkvæmt upplýsingunum sem Seðlabankinn birtir kemur fram að aflandskrónurnar eigi að fara í gegnum gjaldeyrismarkaðinn sem er mjög þunnur. Það þarf ekki mikið til að hreyfa við gengi krónunnar. Ef Seðlabankinn myndi halda að sér höndum á meðan um 80 milljarðar af krónum streyma inn á markaðinn til að kaupa gjaldeyri þá er augljóst að krónan myndi að öðru óbreyttu taka umtalsverða dýfu. Seðlabankinn gefur í skyn að hann muni grípa inn í markaðinn ef miklar sveiflur verða á genginu en lofar engu,“ segir Daníel. Samkvæmt nýbirtum tölum Seðlabankans veiktist raungengi krónunnar um fjögur prósent í nóvember og í samanburði við sama mánuð í fyrra nam veikingin 11,9 prósentum. „Það hefði kannski verið betra að flytja þetta frumvarp þegar krónan var í styrkingarfasa en ekki veikingarfasa,“ segir Daníel.Erlendir fjárfestar geti losað stöður Frumvarpið felur einnig í sér breytingar sem eiga að auka sveigjanleika á formi bindingar reiðufjár vegna nýs innstreymis erlends gjaldeyris. Hingað til hefur þurft að uppfylla bindingarskyldu með því að leggja inn á bundinn reikning hjá innlánsstofnun en breytingarnar gera mögulegt að uppfylla bindingarskyldu með endurhverfum viðskiptum með innstæðubréf Seðlabankans. „Það hefur verið hindrun fyrir suma erlenda fjárfesta að koma með fjármagn til landsins vegna bindiskyldunnar vegna þess að þeim er óheimilt að að fjárfesta ef þeir geta ekki losað fjárfestinguna með skjótum hætti,“ segir Daníel. „Nú er verið að gefa fjárfestum tækifæri til að koma með fjármagn til landsins án þess að eiga kröfu á íslensku bankana og að geta losað stöður sínar áður en bindiskyldutíminn er að fullu útrunninn.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent