Markaðurinn er „hiklaust“ nógu stór Helgi Vífill Júlíusson skrifar 22. nóvember 2018 08:30 Christian Thune Thomsen, svæðisstjóri New Yorker á Norðurlöndum. Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson „Ég myndi hiklaust segja að íslenski markaðurinn sé nógu stór. Þess vegna erum við að opna tvær verslanir á Íslandi,“ segir Christian Thune Thomsen, svæðisstjóri þýsku tískuverslunarinnar New Yorker á Norðurlöndum. Þýska tískuverslanakeðjan New Yorker opnar verslun í Kringlunni í dag og í Smáralind eftir viku. Thomsen segir að þeim hafi þótt mikilvægt að reka verslanir í tveimur stærstu verslanamiðstöðvum landsins enda séu þær ansi ólíkar. Um 40 starfsmenn munu starfa í verslununum. Að sögn Thomsen hafði stóraukinn ferðmannastraumur ekkert með þá ákvörðun að gera að opna verslanir á Íslandi. Fyrirtækið hafi lengi haft augastað á landinu og hafi meðal annars verið að bíða eftir að komast yfir hentugt húsnæði. Verslanirnar séu í eigu þýska fyrirtækisins, sem sagt ekki reknar af sérleyfishafa. Það gefi fyrirtækinu færi á að hafa betri stjórn á uppbyggingu verslananna. „New Yorker er tískumerki sem höfðar til ungs fólks. Litir leika stórt hlutverk í hönnuninni. Verðið er afar sanngjarnt og við fáum nýjar vörur í hverri viku. Í hvert skipti sem viðskiptavinir heimsækja verslun okkar sjá þeir eitthvað nýtt,“ segir hann í samtali við Fréttablaðið. New Yorker rekur ekki netverslun en kynnir vörurnar meðal annars á samfélagsmiðlum. „Í verði keppum við við H&M en frá mínum bæjardyrum séð eru fötin okkar einstök,“ segir Thomsen. Markhópur New Yorker er frá 15 til 39 ára. Vörulínunni er skipt annars vegar í götutísku og hins vegar klassískari fatnað. Auk þess er boðið upp á fylgihluti og nærfatnað. New Yorker, sem hefur verið starfrækt í 40 ár, rekur meira en eitt þúsund verslanir í 40 löndum, þar af eru um 60 verslanir á Norðurlöndunum. Starfsmenn eru um 18 þúsund. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
„Ég myndi hiklaust segja að íslenski markaðurinn sé nógu stór. Þess vegna erum við að opna tvær verslanir á Íslandi,“ segir Christian Thune Thomsen, svæðisstjóri þýsku tískuverslunarinnar New Yorker á Norðurlöndum. Þýska tískuverslanakeðjan New Yorker opnar verslun í Kringlunni í dag og í Smáralind eftir viku. Thomsen segir að þeim hafi þótt mikilvægt að reka verslanir í tveimur stærstu verslanamiðstöðvum landsins enda séu þær ansi ólíkar. Um 40 starfsmenn munu starfa í verslununum. Að sögn Thomsen hafði stóraukinn ferðmannastraumur ekkert með þá ákvörðun að gera að opna verslanir á Íslandi. Fyrirtækið hafi lengi haft augastað á landinu og hafi meðal annars verið að bíða eftir að komast yfir hentugt húsnæði. Verslanirnar séu í eigu þýska fyrirtækisins, sem sagt ekki reknar af sérleyfishafa. Það gefi fyrirtækinu færi á að hafa betri stjórn á uppbyggingu verslananna. „New Yorker er tískumerki sem höfðar til ungs fólks. Litir leika stórt hlutverk í hönnuninni. Verðið er afar sanngjarnt og við fáum nýjar vörur í hverri viku. Í hvert skipti sem viðskiptavinir heimsækja verslun okkar sjá þeir eitthvað nýtt,“ segir hann í samtali við Fréttablaðið. New Yorker rekur ekki netverslun en kynnir vörurnar meðal annars á samfélagsmiðlum. „Í verði keppum við við H&M en frá mínum bæjardyrum séð eru fötin okkar einstök,“ segir Thomsen. Markhópur New Yorker er frá 15 til 39 ára. Vörulínunni er skipt annars vegar í götutísku og hins vegar klassískari fatnað. Auk þess er boðið upp á fylgihluti og nærfatnað. New Yorker, sem hefur verið starfrækt í 40 ár, rekur meira en eitt þúsund verslanir í 40 löndum, þar af eru um 60 verslanir á Norðurlöndunum. Starfsmenn eru um 18 þúsund.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira