Biðja um að Huawei verði sniðgengið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. nóvember 2018 00:01 Frá kynningu á Huawei Mate 20 Pro. Þótt síminn sé glæsilegur fæst hann ekki í Bandaríkjunum. Getty/SOPA Images Ríkisstjórn Bandaríkjanna reynir um þessar mundir að telja bandamenn sína á að hætta notkun netbúnaðar frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei. Wall Street Journal greindi frá málinu í gær en heimildarmenn miðilsins staðfestu að bandarískir erindrekar hefðu átt fundi með Þjóðverjum, Japönum og Kínverjum um málið. Bandaríkin væru að íhuga að bjóða bandamönnum fjárhagslega aðstoð í skiptum fyrir að sniðganga kínverska fyrirtækið. Tæknifyrirtækið hefur orðið fyrir ýmsum þvingunum í Bandaríkjunum. Opinberar stofnanir mega ekki nota netbúnað frá fyrirtækinu og verslanir mega ekki selja snjallsíma þess. Huawei er að nafninu til í eigu starfsmanna en ítök kínversku ríkisstjórnarinnar innan fyrirtækisins eru mikil. Því er óttast að vörur Huawei séu notaðar til þess að njósna um eigendur. Stjórnendur Huawei hafa alla tíð neitað þessum ásökunum en yfirmenn FBI, CIA og annarra bandarískra öryggisstofnana eru langt frá því að vera sannfærðir. Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af því að búnaðurinn sé notaður í ríkjum þar sem Bandaríkjaher er með herstöðvar. Yfirvöld í Kína gætu, að því er Bandaríkjastjórn trúir, ráðist á tölvukerfi ríkisstjórna bandalagsríkja og stolið upplýsingum. Hér á landi má til að mynda kaupa vörur Huawei í Elko, hjá Nova og Símanum. Talsmaður Huawei sagði í svari við fyrirspurn Wall Street Journal að fyrirtækið væri undrandi á hegðun bandarísku ríkisstjórnarinnar. „Huawei trúir því að viðskiptavinir okkar taki rétta ákvörðun og byggi hana á eigin dómgreind og reynslunni af samstarfinu við Huawei.“ Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Kína Tækni Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Ríkisstjórn Bandaríkjanna reynir um þessar mundir að telja bandamenn sína á að hætta notkun netbúnaðar frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei. Wall Street Journal greindi frá málinu í gær en heimildarmenn miðilsins staðfestu að bandarískir erindrekar hefðu átt fundi með Þjóðverjum, Japönum og Kínverjum um málið. Bandaríkin væru að íhuga að bjóða bandamönnum fjárhagslega aðstoð í skiptum fyrir að sniðganga kínverska fyrirtækið. Tæknifyrirtækið hefur orðið fyrir ýmsum þvingunum í Bandaríkjunum. Opinberar stofnanir mega ekki nota netbúnað frá fyrirtækinu og verslanir mega ekki selja snjallsíma þess. Huawei er að nafninu til í eigu starfsmanna en ítök kínversku ríkisstjórnarinnar innan fyrirtækisins eru mikil. Því er óttast að vörur Huawei séu notaðar til þess að njósna um eigendur. Stjórnendur Huawei hafa alla tíð neitað þessum ásökunum en yfirmenn FBI, CIA og annarra bandarískra öryggisstofnana eru langt frá því að vera sannfærðir. Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af því að búnaðurinn sé notaður í ríkjum þar sem Bandaríkjaher er með herstöðvar. Yfirvöld í Kína gætu, að því er Bandaríkjastjórn trúir, ráðist á tölvukerfi ríkisstjórna bandalagsríkja og stolið upplýsingum. Hér á landi má til að mynda kaupa vörur Huawei í Elko, hjá Nova og Símanum. Talsmaður Huawei sagði í svari við fyrirspurn Wall Street Journal að fyrirtækið væri undrandi á hegðun bandarísku ríkisstjórnarinnar. „Huawei trúir því að viðskiptavinir okkar taki rétta ákvörðun og byggi hana á eigin dómgreind og reynslunni af samstarfinu við Huawei.“
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Kína Tækni Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur