FIFA skoðar möguleikann á að hafa HM á tveggja ára fresti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2018 10:00 Frakkinn Kyliane Mbappe gæti spilað á mjög mörgum HM verði þessi breyting að veruleika. Vísir/Getty Tillaga er nú inn á borði hjá FIFA um að hafa aðeins tvö ár á milli heimsmmeistarakeppna í knattspyrnu karla í stað fjögurra eins og það hefur verið allra tíð frá fyrstu HM í fótbolta árið 1930. New York Times fjallar um málið en hugmyndin er komin frá Knattspyrnusambandi Suður-Ameríku. Alejandro Dominguez, forseti Conmebol, talar fyrir þessari breytingu í samtali við blaðið.FIFA Considering Proposal to Stage World Cup Every Two Years https://t.co/CAqRMAqXnbpic.twitter.com/CfW5R3GBFG — NYT Sports (@NYTSports) November 25, 2018Alejandro Dominguez, forseti Knattspyrnusambands Suður-Ameríku, er á því að það sé miklu sniðugra að fjölga heimsmeistarakeppnum en að vera með keppnir eins og Þjóðadeildina. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, hefur talað fyrir þeirri framtíðarsýn að þjóðirnar í Suður-Ameríku komi á einhverjum tímapunkti inn í Þjóðadeild Evrópu. Dominguez, sem er frá Paragvæ, er ekki á móti þeirri hugmynd en segist vera miklu hrifnari af því að spila HM á tveggja ára fresti. „Ég segi aldrei nei, ég segi alltaf: Af hverju ekki,“ sagði Alejandro Dominguez við New York Times. „Menn vilja búa til Þjóðadeild fyrir allan heiminn og við styðjum alveg slíka hugmynd. Við lögðum samt á móti inn tillögu um að hafa HM frekar á tveggja ára fresti. Í stað þess að hafa þessa Þjóðadeild á milli af hverju ekki að hafa fleiri heimsmeistarakeppnir,“ sagði Dominguez. „Eins og fyrirkomulagið er núna þá ná leikmenn ekki að spila nema tvær heimsmeistarakeppnir. Hérna er tækifæri svo leikmenn fái að spila á fleiri HM,“ sagði Dominguez. Næsta HM fer fram í Katar 2022 og eins og er munu 32 þjóðir taka þátt í henni. HM 2026 fer síðan fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada og þar verða 48 þjóðir í úrslitakeppninni. Þessi breyting á árum á milli HM mun því ekki koma til fyrr en fyrsta lagi árið 2028. Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur verið óhræddur að nefna til stórar breytingar á keppnum sambandsins og hefur greinilega augastað á því að auka tekjur sambandsins enn frekar. Góð leið í að komast í meiri pening væri vissulega að halda tvöfalt fleiri heimsmeistarakeppnir. Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, talaði fyrir þessari breytingu í kringum aldarmótin en hún fékk aldrei alvöru fylgi innan alþjóðafótboltans. Hvort að Gianni Infantino takist að koma þessu í gegn verður fróðlegt að fylgjast með. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Sjá meira
Tillaga er nú inn á borði hjá FIFA um að hafa aðeins tvö ár á milli heimsmmeistarakeppna í knattspyrnu karla í stað fjögurra eins og það hefur verið allra tíð frá fyrstu HM í fótbolta árið 1930. New York Times fjallar um málið en hugmyndin er komin frá Knattspyrnusambandi Suður-Ameríku. Alejandro Dominguez, forseti Conmebol, talar fyrir þessari breytingu í samtali við blaðið.FIFA Considering Proposal to Stage World Cup Every Two Years https://t.co/CAqRMAqXnbpic.twitter.com/CfW5R3GBFG — NYT Sports (@NYTSports) November 25, 2018Alejandro Dominguez, forseti Knattspyrnusambands Suður-Ameríku, er á því að það sé miklu sniðugra að fjölga heimsmeistarakeppnum en að vera með keppnir eins og Þjóðadeildina. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, hefur talað fyrir þeirri framtíðarsýn að þjóðirnar í Suður-Ameríku komi á einhverjum tímapunkti inn í Þjóðadeild Evrópu. Dominguez, sem er frá Paragvæ, er ekki á móti þeirri hugmynd en segist vera miklu hrifnari af því að spila HM á tveggja ára fresti. „Ég segi aldrei nei, ég segi alltaf: Af hverju ekki,“ sagði Alejandro Dominguez við New York Times. „Menn vilja búa til Þjóðadeild fyrir allan heiminn og við styðjum alveg slíka hugmynd. Við lögðum samt á móti inn tillögu um að hafa HM frekar á tveggja ára fresti. Í stað þess að hafa þessa Þjóðadeild á milli af hverju ekki að hafa fleiri heimsmeistarakeppnir,“ sagði Dominguez. „Eins og fyrirkomulagið er núna þá ná leikmenn ekki að spila nema tvær heimsmeistarakeppnir. Hérna er tækifæri svo leikmenn fái að spila á fleiri HM,“ sagði Dominguez. Næsta HM fer fram í Katar 2022 og eins og er munu 32 þjóðir taka þátt í henni. HM 2026 fer síðan fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada og þar verða 48 þjóðir í úrslitakeppninni. Þessi breyting á árum á milli HM mun því ekki koma til fyrr en fyrsta lagi árið 2028. Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur verið óhræddur að nefna til stórar breytingar á keppnum sambandsins og hefur greinilega augastað á því að auka tekjur sambandsins enn frekar. Góð leið í að komast í meiri pening væri vissulega að halda tvöfalt fleiri heimsmeistarakeppnir. Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, talaði fyrir þessari breytingu í kringum aldarmótin en hún fékk aldrei alvöru fylgi innan alþjóðafótboltans. Hvort að Gianni Infantino takist að koma þessu í gegn verður fróðlegt að fylgjast með.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Sjá meira