Amazon er orðið að auglýsingarisa Helgi Vífill Júlíusson skrifar 28. nóvember 2018 07:00 Jeff Bezos, stofnandi og forstjóri Amazon. Getty/Franziska Krug Amazon hefur nú náð þriðja sætinu þegar kemur að auglýsingasölu á netinu í Bandaríkjunum. Efstu tvö sætin skipa Alpahabet, móðurfélag Google, og Facebook. Amazon er einungis með 4 prósenta markaðshlutdeild en umsvifin fara hratt vaxandi og starfsfólki fjölgar að sama skapi, segir í frétt The Wall Street Journal. Eflaust munu tekjur Amazon af auglýsingasölu tvöfaldast í ár og nema um 5,8 milljörðum dollara. Það er meira en samanlögð aukning auglýsingatekna allra sjónvarpsstöðva í heiminum. Það eru ekki einungis fjölmiðlar sem finna fyrir sókn Amazon heldur einnig verslunarkeðjur á borð við Walmart og Target sem fá greitt frá vörumerkjum fyrir vel valdar staðsetningar í verslunum. Netrisinn hefur fjárfest í nýrri starfsemi á undanförnum árum, eins og matvöruverslun og sjónvarpsefni, en auglýsingasalan er sögð vera með mikla framlegð. Stefnt er á að opna höfuðstöðvar í New York sem mun efla samband Amazon við auglýsingaheiminn og auðvelda fyrirtækinu að ráða auglýsingafólk. Stór hluti af auglýsingatekjum Amazon kemur frá vefverslun þess, því fyrirtæki greiða fyrir að vera ofarlega í leitarniðurstöðum. Vörurnar eru merktar með viðeigandi hætti. Auk þess er til dæmis boðið upp á auglýsingar í myndskeiðum sem birtast meðal annars í Fire TV og auglýsingar á kössunum utan af vörunum. Amazon hjálpar líka fyrirtækjum við að auglýsa á vefjum sem er ekki í þeirra eigu. – hvj Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Amazon hefur nú náð þriðja sætinu þegar kemur að auglýsingasölu á netinu í Bandaríkjunum. Efstu tvö sætin skipa Alpahabet, móðurfélag Google, og Facebook. Amazon er einungis með 4 prósenta markaðshlutdeild en umsvifin fara hratt vaxandi og starfsfólki fjölgar að sama skapi, segir í frétt The Wall Street Journal. Eflaust munu tekjur Amazon af auglýsingasölu tvöfaldast í ár og nema um 5,8 milljörðum dollara. Það er meira en samanlögð aukning auglýsingatekna allra sjónvarpsstöðva í heiminum. Það eru ekki einungis fjölmiðlar sem finna fyrir sókn Amazon heldur einnig verslunarkeðjur á borð við Walmart og Target sem fá greitt frá vörumerkjum fyrir vel valdar staðsetningar í verslunum. Netrisinn hefur fjárfest í nýrri starfsemi á undanförnum árum, eins og matvöruverslun og sjónvarpsefni, en auglýsingasalan er sögð vera með mikla framlegð. Stefnt er á að opna höfuðstöðvar í New York sem mun efla samband Amazon við auglýsingaheiminn og auðvelda fyrirtækinu að ráða auglýsingafólk. Stór hluti af auglýsingatekjum Amazon kemur frá vefverslun þess, því fyrirtæki greiða fyrir að vera ofarlega í leitarniðurstöðum. Vörurnar eru merktar með viðeigandi hætti. Auk þess er til dæmis boðið upp á auglýsingar í myndskeiðum sem birtast meðal annars í Fire TV og auglýsingar á kössunum utan af vörunum. Amazon hjálpar líka fyrirtækjum við að auglýsa á vefjum sem er ekki í þeirra eigu. – hvj
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf