Íslendingar í Kaliforníu: „Þetta er algjör hryllingur“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. nóvember 2018 18:30 Vegur á milli hverfis og hlíðar kom í veg fyrir að heimili íslenskrar konu og fjölskyldu hennar hafi brunnið í kjarreldunum sem geysa í Kaliforníu. Slökkviliðsmenn hafa einungis náð að slökkva fimm prósent elda sem loga í ríkinu og segja yfirvöld að slökkvistarf muni taka margar vikur. Hið minnsta tuttugu og fimm eru látnir og tuga er enn saknað í kjarreldunum sem loga í Norður- og Suðurhluta Kaliforníu. Bærinn Paradís, sem áður var samfélag 30.000 manna og iðaði af lífi er nú rústir einar. Fjórtán hafa fundist látnir í bænum og er talið að þeir hafi látist er þeir reyndu að flýja undan eldhafinu. Myndir af samfélagsmiðlum hafa sýnt þá skelfingu sem var í bænum þegar fólk reyndi að koma sér undan. Ellefu aðrir fundist látnir annarsstaðar þar sem kjarreldarnir geysa bæði í norður- og suðurhluta ríkisins. Meira en 7000 byggingar eru ónýtar og fleiri en 250.000 hafa þurft að flýja heimili sín. Íslensk kona sem búsett er í Suður-Kaliforníu ásamt bandarískum manni sínum og þremur börnum segir ástandið skelfilegt. Fjölskyldan er í viðbragðsstöðu um að flýja heimili sitt með mjög skömmum fyrirvara. Eldar og reykjarský um liggja heimili þeirra. Ólafía Einarsdóttir og maðurinn hennar í Íslandsheimsókn á síðasta áriÚr einkasafni„Þetta er algjör hryllingur og það eru allir mjög hræddir og maður bara bíður og vonar það besta,“ segir Ólafía Einarsdóttir, sem býr í West Hills í Suður-Kaliforníu. Ólafía segir að flestir nágrannar hennar hafi flúið heimili sitt á föstudag þegar hlíð á móts við hverfi þeirra stóð alelda og miklar líkur á að eldur mundi berast í húsin í hverfinu. „Þetta var mikil heppni vegna þess að á meðan hæð, sem var a móti okkur, brennur öll að þá var bara ein gata sem aðskilur. Við vorum svo hrædd um að þetta kæmi til okkar,“ segir Ólafía. Aðeins það að veður lægði varð til þess að eldurinn barst ekki yfir götuna. Eldarnir sem geysa eru miklir og hafa slökkviliðsmenn einungis náð að slökkva 5% þess elds sem logar. Ólafía segir að hætta sé enn að eldarnir kvikni aftur við heimili hennar. „Santa Ana vindarnir eru að koma aftur úr eyðimörkinni núna á eftir og þess vegna er enginn búinn að taka upp úr töskunum. Við erum tilbúinn og í viðbragðsstöðu,“ segir Ólafía.Eigið þið von á því að þurfa fara? „Við erum vongóð og bjartsýn en búumst við öllu,“ segir Ólafía.Mikil eyðilegging er víða vegna kjarreldannaAP/Marcio Jose Sanchez Bandaríkin Tengdar fréttir „Paradís er horfin“ Rex Stewart, íbúi í Paradís-bæ í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa. 11. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Sjá meira
Vegur á milli hverfis og hlíðar kom í veg fyrir að heimili íslenskrar konu og fjölskyldu hennar hafi brunnið í kjarreldunum sem geysa í Kaliforníu. Slökkviliðsmenn hafa einungis náð að slökkva fimm prósent elda sem loga í ríkinu og segja yfirvöld að slökkvistarf muni taka margar vikur. Hið minnsta tuttugu og fimm eru látnir og tuga er enn saknað í kjarreldunum sem loga í Norður- og Suðurhluta Kaliforníu. Bærinn Paradís, sem áður var samfélag 30.000 manna og iðaði af lífi er nú rústir einar. Fjórtán hafa fundist látnir í bænum og er talið að þeir hafi látist er þeir reyndu að flýja undan eldhafinu. Myndir af samfélagsmiðlum hafa sýnt þá skelfingu sem var í bænum þegar fólk reyndi að koma sér undan. Ellefu aðrir fundist látnir annarsstaðar þar sem kjarreldarnir geysa bæði í norður- og suðurhluta ríkisins. Meira en 7000 byggingar eru ónýtar og fleiri en 250.000 hafa þurft að flýja heimili sín. Íslensk kona sem búsett er í Suður-Kaliforníu ásamt bandarískum manni sínum og þremur börnum segir ástandið skelfilegt. Fjölskyldan er í viðbragðsstöðu um að flýja heimili sitt með mjög skömmum fyrirvara. Eldar og reykjarský um liggja heimili þeirra. Ólafía Einarsdóttir og maðurinn hennar í Íslandsheimsókn á síðasta áriÚr einkasafni„Þetta er algjör hryllingur og það eru allir mjög hræddir og maður bara bíður og vonar það besta,“ segir Ólafía Einarsdóttir, sem býr í West Hills í Suður-Kaliforníu. Ólafía segir að flestir nágrannar hennar hafi flúið heimili sitt á föstudag þegar hlíð á móts við hverfi þeirra stóð alelda og miklar líkur á að eldur mundi berast í húsin í hverfinu. „Þetta var mikil heppni vegna þess að á meðan hæð, sem var a móti okkur, brennur öll að þá var bara ein gata sem aðskilur. Við vorum svo hrædd um að þetta kæmi til okkar,“ segir Ólafía. Aðeins það að veður lægði varð til þess að eldurinn barst ekki yfir götuna. Eldarnir sem geysa eru miklir og hafa slökkviliðsmenn einungis náð að slökkva 5% þess elds sem logar. Ólafía segir að hætta sé enn að eldarnir kvikni aftur við heimili hennar. „Santa Ana vindarnir eru að koma aftur úr eyðimörkinni núna á eftir og þess vegna er enginn búinn að taka upp úr töskunum. Við erum tilbúinn og í viðbragðsstöðu,“ segir Ólafía.Eigið þið von á því að þurfa fara? „Við erum vongóð og bjartsýn en búumst við öllu,“ segir Ólafía.Mikil eyðilegging er víða vegna kjarreldannaAP/Marcio Jose Sanchez
Bandaríkin Tengdar fréttir „Paradís er horfin“ Rex Stewart, íbúi í Paradís-bæ í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa. 11. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Sjá meira
„Paradís er horfin“ Rex Stewart, íbúi í Paradís-bæ í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa. 11. nóvember 2018 08:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent