Dýrðardagar hjá Dýrlingunum | Brady og félagar töpuðu óvænt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2018 10:00 Hlaupararnir Alvin Kamara og Mark Ingram hjá New Orleans Saints fagna í gær. Vísir/Getty New Orleans Saints liðið er á svakalegu skriði í NFL-deildinni og vann stórsigur í gær en það hægðist aftur á móti snögglega á Tom Brady og hans mönnum í New England Patriots. Kansas City Chiefs og Los Angeles Rams unnu bæði sína leiki og mætast í rosalegum leik í Mexíkóborg um næstu helgi. Kúrekanir komu líka ríkjandi meisturum í vond mál. New Orleans Saints átti ekki í miklum vandræðum með að landa sínum áttunda sigri í röð í gær þegar liðið heimsótti Cincinnati Bengals og vann 51-14. Drew Bree, leikstjórnandi Dýrlinganna, átti þrjár snertimarkssendingar í fyrri hálfleik og komst þar með upp fyrir Brett Favre og í 2. sætið yfir flestar slíkar sendingar í NFL-sögunni. Saints-liðið skoraði snertimörk í öllum fimm sóknum sínum í fyrri hálfleik og Bengals menn áttu fá svör á móti heitasta liðinu í NFL-deildinni í dag. Þegar upp var staðið munaði 37 stigum á liðunum. Dýrlingarnir sömdu við útherjann Dez Bryant í síðustu viku en Bryant sleit hásin á annarri æfingu. Hlaupararnir Mark Ingram og Alvin Kamara fögnuðu báðir snertimörkum sínum með tilvísun í Dez Bryant.Tom Brady og félagar í New England Patriots voru búnir að vinna sex leiki í röð þegar þeir heimsóttu Tennessee Titans í Kantrýborginni í gær. Tennessee Titans hefur verið í vandræðum og þá aðallega með sóknarleikinn en það var ekki að sjá í gær. 300. leikur Tom Brady á NFL-ferlinum endaði ekki vel, það var ekki nóg með að liðið tapaði sannfærandi 34-10 heldur sat Brady á bekknum í lokin enda úrslitin löngu ráðin.Kansas City Chiefs og Los Angeles Rams unnu bæði sína leiki í gær og eru áfram með besta árangurinn í deildinni eða níu sigra og aðeins eitt tap. Það sem er merkilegra er að þau mætast um næstu helgi og fer sá leikur fram í Mexíkóborg. Kansas City Chiefs og Los Angeles Rams hafa oft spilað mun betur en í gær. Chiefs liðið vann reynda mun sannfærandi sigur en Hrútarnir þurftu heldur betur að hafa fyrir heimasigri á móti Seattle Seahawks.Dallas Cowboys liðið er ekki alveg búið að gefa upp alla von um sæti í úrslitakeppninni þrátt fyrir slæm úrslit að undanförnu og sýndu það með 27-20 útisigri á ríkjandi meisturum Philadelphia Eagles í kvöldleiknum. Hlauparinn Ezekiel Elliott fór illa með vörn Philadelphia og Kúrekarnir fóru upp fyrir Ernina í NFC Austur. Elliott hljóp alls 151 jarda og skoraði bæði snertimark með því að hlaupa með boltann og að grípa sendingu frá leikstjórnandanum Dak Prescott. Philadelphia Eagles tapaði þarna þriðja heimaleiknum í röð og þetta lítur ekki alltof vel út hjá meisturunum. Næsti leikur liðsins er líka á útivelli á móti sjóðheitu liði New Orleans Saints.Úrslitin í NFL-deildinni í gær:(Heimaliðið er seinna liðið að bandarískum sið) Atlanta Falcons - Cleveland Browns 16-28 New Orleans Saints - Cincinnati Bengals 51-14 New England Patriots - Tennessee Titans 10-34 Jacksonville Jaguars - Indianapolis Colts 26-29 Washington Redskins - Tampa Bay Buccaneers 16-3 Buffalo Bills - NY Jets 41-10 Arizona Cardinals - Kansas City Chiefs 14-26 Detroit Lions - Chicago Bears 22-34 Los Angeles Chargers - Oakland Raiders 20-6 Seattle Seahawks - Los Angeles Rams 31-36 Miami Dolphins - Green Bay Packers 12-31 Dallas Cowboys - Philadelphia Eagles 27-20 NFL Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Sjá meira
New Orleans Saints liðið er á svakalegu skriði í NFL-deildinni og vann stórsigur í gær en það hægðist aftur á móti snögglega á Tom Brady og hans mönnum í New England Patriots. Kansas City Chiefs og Los Angeles Rams unnu bæði sína leiki og mætast í rosalegum leik í Mexíkóborg um næstu helgi. Kúrekanir komu líka ríkjandi meisturum í vond mál. New Orleans Saints átti ekki í miklum vandræðum með að landa sínum áttunda sigri í röð í gær þegar liðið heimsótti Cincinnati Bengals og vann 51-14. Drew Bree, leikstjórnandi Dýrlinganna, átti þrjár snertimarkssendingar í fyrri hálfleik og komst þar með upp fyrir Brett Favre og í 2. sætið yfir flestar slíkar sendingar í NFL-sögunni. Saints-liðið skoraði snertimörk í öllum fimm sóknum sínum í fyrri hálfleik og Bengals menn áttu fá svör á móti heitasta liðinu í NFL-deildinni í dag. Þegar upp var staðið munaði 37 stigum á liðunum. Dýrlingarnir sömdu við útherjann Dez Bryant í síðustu viku en Bryant sleit hásin á annarri æfingu. Hlaupararnir Mark Ingram og Alvin Kamara fögnuðu báðir snertimörkum sínum með tilvísun í Dez Bryant.Tom Brady og félagar í New England Patriots voru búnir að vinna sex leiki í röð þegar þeir heimsóttu Tennessee Titans í Kantrýborginni í gær. Tennessee Titans hefur verið í vandræðum og þá aðallega með sóknarleikinn en það var ekki að sjá í gær. 300. leikur Tom Brady á NFL-ferlinum endaði ekki vel, það var ekki nóg með að liðið tapaði sannfærandi 34-10 heldur sat Brady á bekknum í lokin enda úrslitin löngu ráðin.Kansas City Chiefs og Los Angeles Rams unnu bæði sína leiki í gær og eru áfram með besta árangurinn í deildinni eða níu sigra og aðeins eitt tap. Það sem er merkilegra er að þau mætast um næstu helgi og fer sá leikur fram í Mexíkóborg. Kansas City Chiefs og Los Angeles Rams hafa oft spilað mun betur en í gær. Chiefs liðið vann reynda mun sannfærandi sigur en Hrútarnir þurftu heldur betur að hafa fyrir heimasigri á móti Seattle Seahawks.Dallas Cowboys liðið er ekki alveg búið að gefa upp alla von um sæti í úrslitakeppninni þrátt fyrir slæm úrslit að undanförnu og sýndu það með 27-20 útisigri á ríkjandi meisturum Philadelphia Eagles í kvöldleiknum. Hlauparinn Ezekiel Elliott fór illa með vörn Philadelphia og Kúrekarnir fóru upp fyrir Ernina í NFC Austur. Elliott hljóp alls 151 jarda og skoraði bæði snertimark með því að hlaupa með boltann og að grípa sendingu frá leikstjórnandanum Dak Prescott. Philadelphia Eagles tapaði þarna þriðja heimaleiknum í röð og þetta lítur ekki alltof vel út hjá meisturunum. Næsti leikur liðsins er líka á útivelli á móti sjóðheitu liði New Orleans Saints.Úrslitin í NFL-deildinni í gær:(Heimaliðið er seinna liðið að bandarískum sið) Atlanta Falcons - Cleveland Browns 16-28 New Orleans Saints - Cincinnati Bengals 51-14 New England Patriots - Tennessee Titans 10-34 Jacksonville Jaguars - Indianapolis Colts 26-29 Washington Redskins - Tampa Bay Buccaneers 16-3 Buffalo Bills - NY Jets 41-10 Arizona Cardinals - Kansas City Chiefs 14-26 Detroit Lions - Chicago Bears 22-34 Los Angeles Chargers - Oakland Raiders 20-6 Seattle Seahawks - Los Angeles Rams 31-36 Miami Dolphins - Green Bay Packers 12-31 Dallas Cowboys - Philadelphia Eagles 27-20
NFL Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Sjá meira