Mögulegur arftaki Merkel segir AfD vera nasistaflokk Atli Ísleifsson skrifar 12. nóvember 2018 13:08 Lögfræðingurinn Merz var þingflokksformaður Kristilegra demókrata á árunum 2000 til 2002. Getty/Lukas Schultze Friedrich Merz, sem nefndur hefur verið sem hugsanlegur arftaki Angelu Merkel í stóli formanns Kristilegra demókrata (CDU) í Þýskalandi, hefur útilokað að eiga samstarf við hægripopúlistaflokkinn Alternativ für Deutschland (AfD). „Flokkur sem er opinberlega nasískur og er með hreinan gyðingahatursundirtón, þar er þörf á skýrri afmörkun til hægri,“ segir Merz í útvarpsviðtali við ríkisfjölmiðilinn WDR 5. Merz segir þó ennfremur vilja ná þeim kjósendum CDU sem hafi kosið AfD að undanförnu aftur til baka. AfD hefur unnið mikla sigra í kosningum að undanförnu, en á sama tíma hefur fjarað undan fylgi hefðbundnu stjórnarflokkanna í þýskum stjórnmálum, Kristilegum demókrötum og Jafnaðarmönnum.Sækist ekki eftir endurkjöri Merkel greindi frá því í lok október að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður CDU á landsþingi í desember. Hún hyggst þó sitja áfram sem kanslari út kjörtímabilið sem lýkur 2021. Ljóst þykir að baráttan um formannsstólinn standi á milli Merz og Annegret Kramp-Karrenbauer, framkvæmdastjóra CDU. AfD var stofnað árið 2013 og hefur talað fyrir því að stöðva straum innflytenda til Þýskalands og talað gegn múslimum. AfD náði í fyrsta skipti inn mönnum inn á þýska þingið í kosningunum haustið 2017, en hefur einnig náð inn mönnum á sambandsþingin um allt Þýskaland.Endurkoma hjá Merz Lögfræðingurinn Merz var þingflokksformaður Kristilegra demókrata á árunum 2000 til 2002. Hann hefur þó ekki verið áberandi síðustu árin og urðu margir undrandi þegar fréttir bárust af því að hann hugði á endurkomu í stjórnmálin. Hann hefur áður starfað í fjármálageiranum og tilheyrir íhaldssamari armi flokksins. Hann kemur frá Norðurrín-Vestfalíu. Þýskaland Tengdar fréttir Þau eru líklegust til að taka við af Merkel Samflokksmenn Angelu Merkel hafa ólíkar skoðanir um hver skuli taka við af "Mutti“ og hafa einhverjir háttsettir innan flokksins nú þegar lýst yfir framboði til formanns flokksins. 29. október 2018 23:30 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Friedrich Merz, sem nefndur hefur verið sem hugsanlegur arftaki Angelu Merkel í stóli formanns Kristilegra demókrata (CDU) í Þýskalandi, hefur útilokað að eiga samstarf við hægripopúlistaflokkinn Alternativ für Deutschland (AfD). „Flokkur sem er opinberlega nasískur og er með hreinan gyðingahatursundirtón, þar er þörf á skýrri afmörkun til hægri,“ segir Merz í útvarpsviðtali við ríkisfjölmiðilinn WDR 5. Merz segir þó ennfremur vilja ná þeim kjósendum CDU sem hafi kosið AfD að undanförnu aftur til baka. AfD hefur unnið mikla sigra í kosningum að undanförnu, en á sama tíma hefur fjarað undan fylgi hefðbundnu stjórnarflokkanna í þýskum stjórnmálum, Kristilegum demókrötum og Jafnaðarmönnum.Sækist ekki eftir endurkjöri Merkel greindi frá því í lok október að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður CDU á landsþingi í desember. Hún hyggst þó sitja áfram sem kanslari út kjörtímabilið sem lýkur 2021. Ljóst þykir að baráttan um formannsstólinn standi á milli Merz og Annegret Kramp-Karrenbauer, framkvæmdastjóra CDU. AfD var stofnað árið 2013 og hefur talað fyrir því að stöðva straum innflytenda til Þýskalands og talað gegn múslimum. AfD náði í fyrsta skipti inn mönnum inn á þýska þingið í kosningunum haustið 2017, en hefur einnig náð inn mönnum á sambandsþingin um allt Þýskaland.Endurkoma hjá Merz Lögfræðingurinn Merz var þingflokksformaður Kristilegra demókrata á árunum 2000 til 2002. Hann hefur þó ekki verið áberandi síðustu árin og urðu margir undrandi þegar fréttir bárust af því að hann hugði á endurkomu í stjórnmálin. Hann hefur áður starfað í fjármálageiranum og tilheyrir íhaldssamari armi flokksins. Hann kemur frá Norðurrín-Vestfalíu.
Þýskaland Tengdar fréttir Þau eru líklegust til að taka við af Merkel Samflokksmenn Angelu Merkel hafa ólíkar skoðanir um hver skuli taka við af "Mutti“ og hafa einhverjir háttsettir innan flokksins nú þegar lýst yfir framboði til formanns flokksins. 29. október 2018 23:30 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Þau eru líklegust til að taka við af Merkel Samflokksmenn Angelu Merkel hafa ólíkar skoðanir um hver skuli taka við af "Mutti“ og hafa einhverjir háttsettir innan flokksins nú þegar lýst yfir framboði til formanns flokksins. 29. október 2018 23:30