Útlitið kolsvart fyrir Kristersson eftir skilaboð Annie Lööf Atli Ísleifsson skrifar 13. nóvember 2018 08:49 Annie Lööf er formaður sænska Miðflokksins. Getty/MICHAEL CAMPANELLA Þingmenn sænska Miðflokksins ætla að greiða atkvæði gegn Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, sem næsta forsætisráðherra landsins í atkvæðagreiðslu á sænska þinginu á morgun. Þetta segir Annie Lööf, formaður Miðflokksins. Forseti sænska þingsins hefur tilnefnt Kristersson sem næsta forsætisráðherra. Kristersson sagðist í gær vilja mynda minnihlutastjórn Moderaterna og Kristilegra demókrata (KD) og mun þingið taka afstöðu til þess á morgun hvort að meirihluta sé að finna til að verja slíka stjórn falli. Með skilaboðum Miðflokksins, sem hefur ásamt Frjálslyndum verið með Moderaterna og KD í bandalagi borgaralegu flokkanna (Alliansen), er ljóst að stjórn Kristersson verður ekki að veruleika. Í það minnsta ekki í þessari mynd. Áður höfðu Frjálslyndir sömuleiðis sagt að þeir muni ekki greiða atkvæði með minnihlutastjórn Moderaterna og KD. Sömu sögu er að segja af Stefan Löfven, starfandi forsætisráðherra, og Jafnaðarmannaflokki hans.Ulf Kristersson.Getty/MICHAEL CAMPANELLASD komist ekki til áhrifa Lööf segir að Miðflokkurinn muni ekki greiða atkvæði með þessari stjórn til að koma í veg fyrir að Svíþjóðardemókratar (SD) komist til áhrifa, en sú stjórn sú sem Kristersson hefur lagt til myndi treysta á að sá flokkur myndi verja hana falli. Svíþjóðardemókratar eru harðir í afstöðu sinni gegn straumi innflytjenda til Svíþjóðar og hafa bæði Miðflokkurinn og Frjálslyndir talað skýrt um nauðsyn þess að flokkurinn komist ekki til áhrifa.Markar ekki endalok bandalagsins Aðspurð hvort að Lööf telji þessi skilaboð hennar marka endalok Alliansen segir hún svo ekki vera. Hún vilji enn vilja mynda stjórn allra borgaralegu flokkanna fjögurra og leita stuðnings Jafnaðarmanna og Græningja. Hún bendir þó á að þetta sé í fyrsta sinn sem tveir bandalagsflokkar hafi sagst vilja mynda stjórn, án beinnar aðildar hinna tveggja. Hafni þingið Kristersson á morgun, líkt og allt stefnir í, taka við viðræður flokksleiðtoga á ný. Takist sænska þinginu ekki að samþykkja nýjan forsætisráðherra í fjórum tilraunum skal boðað til nýrra kosninga. Atkvæðagreiðslan um Kristersson er sú fyrsta í röðinni. Afar snúin staða er á sænska þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru 9. september síðastliðinn. Rauðgrænu flokkarnir náðu 144 þingsætum, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Kristersson vill mynda stjórn með Kristilegum demókrötum Ulf Kristersson, leiðtogi sænska hægriflokksins Moderaterna, segist vilja mynda minnihlutastjórn síns flokks og Kristilegra demókrata í Svíþjóð. 12. nóvember 2018 09:10 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Þingmenn sænska Miðflokksins ætla að greiða atkvæði gegn Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, sem næsta forsætisráðherra landsins í atkvæðagreiðslu á sænska þinginu á morgun. Þetta segir Annie Lööf, formaður Miðflokksins. Forseti sænska þingsins hefur tilnefnt Kristersson sem næsta forsætisráðherra. Kristersson sagðist í gær vilja mynda minnihlutastjórn Moderaterna og Kristilegra demókrata (KD) og mun þingið taka afstöðu til þess á morgun hvort að meirihluta sé að finna til að verja slíka stjórn falli. Með skilaboðum Miðflokksins, sem hefur ásamt Frjálslyndum verið með Moderaterna og KD í bandalagi borgaralegu flokkanna (Alliansen), er ljóst að stjórn Kristersson verður ekki að veruleika. Í það minnsta ekki í þessari mynd. Áður höfðu Frjálslyndir sömuleiðis sagt að þeir muni ekki greiða atkvæði með minnihlutastjórn Moderaterna og KD. Sömu sögu er að segja af Stefan Löfven, starfandi forsætisráðherra, og Jafnaðarmannaflokki hans.Ulf Kristersson.Getty/MICHAEL CAMPANELLASD komist ekki til áhrifa Lööf segir að Miðflokkurinn muni ekki greiða atkvæði með þessari stjórn til að koma í veg fyrir að Svíþjóðardemókratar (SD) komist til áhrifa, en sú stjórn sú sem Kristersson hefur lagt til myndi treysta á að sá flokkur myndi verja hana falli. Svíþjóðardemókratar eru harðir í afstöðu sinni gegn straumi innflytjenda til Svíþjóðar og hafa bæði Miðflokkurinn og Frjálslyndir talað skýrt um nauðsyn þess að flokkurinn komist ekki til áhrifa.Markar ekki endalok bandalagsins Aðspurð hvort að Lööf telji þessi skilaboð hennar marka endalok Alliansen segir hún svo ekki vera. Hún vilji enn vilja mynda stjórn allra borgaralegu flokkanna fjögurra og leita stuðnings Jafnaðarmanna og Græningja. Hún bendir þó á að þetta sé í fyrsta sinn sem tveir bandalagsflokkar hafi sagst vilja mynda stjórn, án beinnar aðildar hinna tveggja. Hafni þingið Kristersson á morgun, líkt og allt stefnir í, taka við viðræður flokksleiðtoga á ný. Takist sænska þinginu ekki að samþykkja nýjan forsætisráðherra í fjórum tilraunum skal boðað til nýrra kosninga. Atkvæðagreiðslan um Kristersson er sú fyrsta í röðinni. Afar snúin staða er á sænska þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru 9. september síðastliðinn. Rauðgrænu flokkarnir náðu 144 þingsætum, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Kristersson vill mynda stjórn með Kristilegum demókrötum Ulf Kristersson, leiðtogi sænska hægriflokksins Moderaterna, segist vilja mynda minnihlutastjórn síns flokks og Kristilegra demókrata í Svíþjóð. 12. nóvember 2018 09:10 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Kristersson vill mynda stjórn með Kristilegum demókrötum Ulf Kristersson, leiðtogi sænska hægriflokksins Moderaterna, segist vilja mynda minnihlutastjórn síns flokks og Kristilegra demókrata í Svíþjóð. 12. nóvember 2018 09:10