Íslandsbanki hafnaði sáttatilboði Gamla Byrs Kristinn Ingi Jónsson skrifar 14. nóvember 2018 08:00 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. fréttablaðið/eyþór Íslandsbanki hafnaði nýverið tillögu Gamla Byrs, sem lauk nauðasamningum í janúar árið 2016, að sáttum í ágreiningsmáli um virði útlánasafns sem bankinn keypti af Byr og ríkissjóði haustið 2011. Gamli Byr taldi jafnframt gagntilboð bankans, sem var það sama og bankinn lagði fram í byrjun ársins, óviðunandi. Fram kemur í bréfi sem stjórn Gamla Byrs sendi kröfuhöfum 7. nóvember síðastliðinn og Markaðurinn hefur undir höndum að félagið hafi – í kjölfar uppbyggilegra viðræðna við fulltrúa Íslandsbanka – gert bankanum formlegt sáttatilboð til þess að binda enda á deiluna. Bankinn hafi í fyrstu brugðist jákvætt við tilboðinu en síðar hafnað því og lagt fram sama gagntilboð og í janúar síðastliðnum. Samkvæmt heimildum Markaðarins var tilboð Gamla Byrs lítillega hærra en gert var ráð fyrir í óformlegum viðræðum deilenda fyrir um ári. Var þá áætlað að ríkið myndi fá – á grundvelli sáttatillögu Byrs – um þrjá milljarða króna í sinn hlut. Slík greiðsla hefði þá verið þríþætt, í formi tveggja milljarða króna stöuðugleikaframlags, lausnargjalds til Íslandsbanka og útgreiðslu til bankans sem kröfuhafa í slitabúinu, en bankinn á um átta prósent krafna í Gamla Byr. Í áðurnefndu bréfi til kröfuhafa Gamla Byrs segir að þrátt fyrir að enn beri mikið á milli félagsins og Íslandsbanka hafi deilendur heitið því að halda viðræðum áfram. Gert er ráð fyrir að frávísunarkrafa Gamla Byrs í skaðabótamáli Íslandsbanka á hendur félaginu verði tekin fyrir í héraðsdómi á morgun. Á sama tíma er búist við því að niðurstaða dómkvaddra matsmanna, sem bankinn fékk til þess að meta meint fjártjón sitt, liggi fyrir en hátt í fimm ár eru síðan matsmennirnir voru skipaðir. Birtist í Fréttablaðinu Hrunið Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Íslandsbanki hafnaði nýverið tillögu Gamla Byrs, sem lauk nauðasamningum í janúar árið 2016, að sáttum í ágreiningsmáli um virði útlánasafns sem bankinn keypti af Byr og ríkissjóði haustið 2011. Gamli Byr taldi jafnframt gagntilboð bankans, sem var það sama og bankinn lagði fram í byrjun ársins, óviðunandi. Fram kemur í bréfi sem stjórn Gamla Byrs sendi kröfuhöfum 7. nóvember síðastliðinn og Markaðurinn hefur undir höndum að félagið hafi – í kjölfar uppbyggilegra viðræðna við fulltrúa Íslandsbanka – gert bankanum formlegt sáttatilboð til þess að binda enda á deiluna. Bankinn hafi í fyrstu brugðist jákvætt við tilboðinu en síðar hafnað því og lagt fram sama gagntilboð og í janúar síðastliðnum. Samkvæmt heimildum Markaðarins var tilboð Gamla Byrs lítillega hærra en gert var ráð fyrir í óformlegum viðræðum deilenda fyrir um ári. Var þá áætlað að ríkið myndi fá – á grundvelli sáttatillögu Byrs – um þrjá milljarða króna í sinn hlut. Slík greiðsla hefði þá verið þríþætt, í formi tveggja milljarða króna stöuðugleikaframlags, lausnargjalds til Íslandsbanka og útgreiðslu til bankans sem kröfuhafa í slitabúinu, en bankinn á um átta prósent krafna í Gamla Byr. Í áðurnefndu bréfi til kröfuhafa Gamla Byrs segir að þrátt fyrir að enn beri mikið á milli félagsins og Íslandsbanka hafi deilendur heitið því að halda viðræðum áfram. Gert er ráð fyrir að frávísunarkrafa Gamla Byrs í skaðabótamáli Íslandsbanka á hendur félaginu verði tekin fyrir í héraðsdómi á morgun. Á sama tíma er búist við því að niðurstaða dómkvaddra matsmanna, sem bankinn fékk til þess að meta meint fjártjón sitt, liggi fyrir en hátt í fimm ár eru síðan matsmennirnir voru skipaðir.
Birtist í Fréttablaðinu Hrunið Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira