Dæmdur fyrir að sýna mótherjum fingurinn en var hann saklaus? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2018 10:30 Devin Darrington fagnaði snertimarki sínu aðeins of snemma og með ótrúlegum afleiðingum. Vísir/Getty Eitt furðulegasta atvikið í bandarísku íþróttalífi um helgina gerðist í leik Harvard og Yale í háskólafótboltanum um helgina. Harvard og Yale eru mun þekktari fyrir öfluga námsmenn en góða fótboltamenn og þessi tvö lið eru því ekki oft mjög áberandi í umfjöllun bandarísku fjölmiðlanna um háskólaboltann. Devin Darrington, hlaupari Harvard-liðsins, breytti því um helgina þegar hann þótti sína mjög óíþróttamannslega hegðun um leið og hann skoraði laglegt snertimark í góðum sigri sinna manna. Myndband af snertimarkinu virtist sýna það að Devin Darrington hafi gefið mótherjum sínum fingurinn um leið og hann hljóp með boltann inn í markið. Dómarar leiksins ætluðu hinsvegar ekki að leyfa stráknum að komast upp með neitt slíkt og dæmdu snertimarkið hans af. Það var löglegt að öllu leiti nema fyrir ómsekkleg putta-skilaboð Harvard-mannsins. New photo shows Harvard running back didn't actually flip Yale the bird: https://t.co/MrXv7ES057pic.twitter.com/ryinECLYz0 — Deadspin (@Deadspin) November 18, 2018Það er staðreynd að myndbandið kom mjög illa út fyrir umræddan Devin Darrington en plataði það augu áhorfenda. Frekari sönnunargögn hafa aftur á móti sagt aðra sögu og þá sérstaklega ljósmynd sem Tim O’Meara, ljósmyndari Harvard Crimson blaðsins, tók. Ljósmynd Tim O’Meara sýnir nefnilega að Devin Darrington var að fagna snertimarkinu með því að benda með vísifingri sínum eins og menn gera jafna þegar menn segja að þeir séu á toppnum (eða númer eitt). Darrington sýndi því ekki hina óvinsælu og móðgandi löngutöng í atvikinu heldur góða gamla vísifingurinn. Hann var því saklaus af því að hafa sýnd andstæðingum sínum fingurinn. Myndina má sjá hér fyrir neðan.The verdict on the Devin Darrington finger incident @Deadspin (: @tromeara) pic.twitter.com/JZfYXmDUG8 — Crimson Sports (@THCSports) November 18, 2018 Aðrar íþróttir Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira
Eitt furðulegasta atvikið í bandarísku íþróttalífi um helgina gerðist í leik Harvard og Yale í háskólafótboltanum um helgina. Harvard og Yale eru mun þekktari fyrir öfluga námsmenn en góða fótboltamenn og þessi tvö lið eru því ekki oft mjög áberandi í umfjöllun bandarísku fjölmiðlanna um háskólaboltann. Devin Darrington, hlaupari Harvard-liðsins, breytti því um helgina þegar hann þótti sína mjög óíþróttamannslega hegðun um leið og hann skoraði laglegt snertimark í góðum sigri sinna manna. Myndband af snertimarkinu virtist sýna það að Devin Darrington hafi gefið mótherjum sínum fingurinn um leið og hann hljóp með boltann inn í markið. Dómarar leiksins ætluðu hinsvegar ekki að leyfa stráknum að komast upp með neitt slíkt og dæmdu snertimarkið hans af. Það var löglegt að öllu leiti nema fyrir ómsekkleg putta-skilaboð Harvard-mannsins. New photo shows Harvard running back didn't actually flip Yale the bird: https://t.co/MrXv7ES057pic.twitter.com/ryinECLYz0 — Deadspin (@Deadspin) November 18, 2018Það er staðreynd að myndbandið kom mjög illa út fyrir umræddan Devin Darrington en plataði það augu áhorfenda. Frekari sönnunargögn hafa aftur á móti sagt aðra sögu og þá sérstaklega ljósmynd sem Tim O’Meara, ljósmyndari Harvard Crimson blaðsins, tók. Ljósmynd Tim O’Meara sýnir nefnilega að Devin Darrington var að fagna snertimarkinu með því að benda með vísifingri sínum eins og menn gera jafna þegar menn segja að þeir séu á toppnum (eða númer eitt). Darrington sýndi því ekki hina óvinsælu og móðgandi löngutöng í atvikinu heldur góða gamla vísifingurinn. Hann var því saklaus af því að hafa sýnd andstæðingum sínum fingurinn. Myndina má sjá hér fyrir neðan.The verdict on the Devin Darrington finger incident @Deadspin (: @tromeara) pic.twitter.com/JZfYXmDUG8 — Crimson Sports (@THCSports) November 18, 2018
Aðrar íþróttir Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira