Óvænt skyndibitastríð setur mark sitt á þungavigtartitilinn Pétur Marinó Jónsson skrifar 3. nóvember 2018 08:00 Vísir/Getty UFC 230 fer fram í Madison Square Garden í nótt. Þungavigtarmeistarinn Daniel Cormier freistar þess að verja titilinn sinn í fyrsta sinn þegar hann tekst á við Derrick Lewis. Bardaginn var settur saman fremur seint en UFC vantaði lengi vel aðalbardaga kvöldsins á UFC 230. Þetta er þriðja árið í röð sem UFC heimsækir Madison Square Garden og tók langan tíma að finna aðalbardaga kvöldsins. Derrick Lewis komst heldur betur í sviðsljósið með sigri á Alexander Volkov á UFC 229 þann 6. október. Lewis var með skemmtilega endurkomu í bardaganum og kórónaði flottan sigur með stórkostlegu viðtali eftir bardagann sem vakti mikla athygli. Í viðtalinu fór hann úr stuttbuxunum þar sem honum var svo heitt í klofinu og hafði engan áhuga á titilbardaga enda var hann ekki með þol til þess. Eftir frammistöðuna í viðtalinu og í bardaganum sjálfum fékk Lewis titilbardaga og eru aðeins þrjár vikur á milli bardaga hjá honum. Daniel Cormier gengur sjálfur ekki alveg heill til skógar en hann hefur verið að glíma við handarmeiðsli síðan hann sigraði Stipe Miocic í júlí. Aðdragandi bardagans hefur verið skemmtilegur enda hefur vinalegur rígurinn á milli Lewis og Cormier einkennst af ást þeirra á skyndibita. Derrick Lewis hefur ekki farið leynt með dálæti sitt á Popeyes kjúklingnum. Fyrr í vikunni fékk Lewis samning við Popeyes og mun borða þar frítt út ævina ef hann vinnur Cormier. Cormier var svekktur að fá ekki samning við Popeyes en gerði þess í stað styrktarsamning við hamborgarakeðjuna Carl’s Junior. Cormier mun gefa fría hamborgara frá Carl’s Junior ef hann vinnur. Það er gott að vera í þungavigtinni og þurfa ekki að hafa áhyggjur af vigtinni. Það er því ekki bara UFC beltið sem er undir í nótt heldur einnig mikill skyndibiti fyrir aðdáendur Cormier eða Lewis. UFC 230 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl. 2 í nótt. MMA Tengdar fréttir Fimmta lotan | Hlakka til að sjá Gunna svæfa Oliveira Í nýjasta UFC-þætti Vísis, Fimmtu lotunni, er farið yfir mál Gunnars Nelson, Conor McGregor og svo spáð í leikmannaskiptin er Ben Askren kom í UFC í stað Demetrious Johnson. 2. nóvember 2018 12:00 Fær lífstíðarbirgðir af Popeyes ef hann vinnur Cormier Það er mikið undir hjá þungavigtarkappanum Derrick Lewis er hann mætir UFC-meistaranum Daniel Cormier í bardaga um helgina. 1. nóvember 2018 21:00 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Úr svartnætti í sólarljós Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Aldarfjórðungur síðan Vala vann bronsið Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Sjá meira
UFC 230 fer fram í Madison Square Garden í nótt. Þungavigtarmeistarinn Daniel Cormier freistar þess að verja titilinn sinn í fyrsta sinn þegar hann tekst á við Derrick Lewis. Bardaginn var settur saman fremur seint en UFC vantaði lengi vel aðalbardaga kvöldsins á UFC 230. Þetta er þriðja árið í röð sem UFC heimsækir Madison Square Garden og tók langan tíma að finna aðalbardaga kvöldsins. Derrick Lewis komst heldur betur í sviðsljósið með sigri á Alexander Volkov á UFC 229 þann 6. október. Lewis var með skemmtilega endurkomu í bardaganum og kórónaði flottan sigur með stórkostlegu viðtali eftir bardagann sem vakti mikla athygli. Í viðtalinu fór hann úr stuttbuxunum þar sem honum var svo heitt í klofinu og hafði engan áhuga á titilbardaga enda var hann ekki með þol til þess. Eftir frammistöðuna í viðtalinu og í bardaganum sjálfum fékk Lewis titilbardaga og eru aðeins þrjár vikur á milli bardaga hjá honum. Daniel Cormier gengur sjálfur ekki alveg heill til skógar en hann hefur verið að glíma við handarmeiðsli síðan hann sigraði Stipe Miocic í júlí. Aðdragandi bardagans hefur verið skemmtilegur enda hefur vinalegur rígurinn á milli Lewis og Cormier einkennst af ást þeirra á skyndibita. Derrick Lewis hefur ekki farið leynt með dálæti sitt á Popeyes kjúklingnum. Fyrr í vikunni fékk Lewis samning við Popeyes og mun borða þar frítt út ævina ef hann vinnur Cormier. Cormier var svekktur að fá ekki samning við Popeyes en gerði þess í stað styrktarsamning við hamborgarakeðjuna Carl’s Junior. Cormier mun gefa fría hamborgara frá Carl’s Junior ef hann vinnur. Það er gott að vera í þungavigtinni og þurfa ekki að hafa áhyggjur af vigtinni. Það er því ekki bara UFC beltið sem er undir í nótt heldur einnig mikill skyndibiti fyrir aðdáendur Cormier eða Lewis. UFC 230 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl. 2 í nótt.
MMA Tengdar fréttir Fimmta lotan | Hlakka til að sjá Gunna svæfa Oliveira Í nýjasta UFC-þætti Vísis, Fimmtu lotunni, er farið yfir mál Gunnars Nelson, Conor McGregor og svo spáð í leikmannaskiptin er Ben Askren kom í UFC í stað Demetrious Johnson. 2. nóvember 2018 12:00 Fær lífstíðarbirgðir af Popeyes ef hann vinnur Cormier Það er mikið undir hjá þungavigtarkappanum Derrick Lewis er hann mætir UFC-meistaranum Daniel Cormier í bardaga um helgina. 1. nóvember 2018 21:00 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Úr svartnætti í sólarljós Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Aldarfjórðungur síðan Vala vann bronsið Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Sjá meira
Fimmta lotan | Hlakka til að sjá Gunna svæfa Oliveira Í nýjasta UFC-þætti Vísis, Fimmtu lotunni, er farið yfir mál Gunnars Nelson, Conor McGregor og svo spáð í leikmannaskiptin er Ben Askren kom í UFC í stað Demetrious Johnson. 2. nóvember 2018 12:00
Fær lífstíðarbirgðir af Popeyes ef hann vinnur Cormier Það er mikið undir hjá þungavigtarkappanum Derrick Lewis er hann mætir UFC-meistaranum Daniel Cormier í bardaga um helgina. 1. nóvember 2018 21:00