Áhafnarmeðlimirnir á gólfinu látnir fjúka Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. nóvember 2018 23:14 Umrædd mynd sem reitti netverja til mikillar reiði á sínum tíma. Mynd/S Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur sagt sex áhafnarmeðlimum sínum upp störfum. Umræddir áhafnarmeðlimir þóttust sofa á flugvallargólfi á mynd sem Ryanair sagði sviðsetta. Myndin vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum fyrir nokkrum vikum. Myndin var birt um miðjan október en á henni mátti sjá flugþjóna- og freyjur Ryanair liggjandi á gólfinu á flugvelli í Malaga á Spáni. Áhöfnin var sögð föst á flugvellinum vegna veðurs og var Ryanair gagnrýnt fyrir að veita starfsfólki sínu ekki betri aðbúnað. Eftir að myndin fór í dreifingu birti Ryanair myndband úr öryggismyndavélum á flugvellinum, sem renndi stoðum undir fyrri fullyrðingar félagsins þess efnis að myndin væri sviðsett.Ryanair exposes fake photo of cabin crew sleeping in crew room. Watch video here: pic.twitter.com/tzTn6EHsKH— Ryanair (@Ryanair) October 17, 2018 Í myndskeiðinu má sjá áhafnarmeðlimina sex standa upp úr sætum sínum og leggjast á gólfið. Eftir að kollegi þeirra hefur dregið upp síma sinn og tekið mynd af þeim á gólfinu stendur fólkið upp aftur og gengur út eða aftur til sæta sinna. Breska ríkisútvarpið BBC hafði eftir talsmanni félagsins í dag að áhafnarmeðlimirnir hafi verið reknir fyrir vítavert misferli í starfi. Þá hafi myndin skaðað ímynd flugfélagsins verulega. Netverjar voru margir ekki tilbúnir að fyrirgefa flugfélaginu eftir að myndbandið úr öryggismyndavélum var birt. Jim Atkinsson, sá sem fyrstur birti umrædda ljósmynd á Twitter, var fljótur að svara tísti Ryanair. Í svari sínu sagði hann augljóst að áhafnarmeðlimirnir hefðu verið strandaglópar á flugvellinum yfir nóttina og að Ryanair hafi ekki reynt að létta þeim lífið. Enn aðrir sögðu að myndbandið sýndi fram á að Ryanair hefði brugðist enn fleiri starfsmönnum sínum en upphaflega var talið. Evrópa Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mynd af áhöfn Ryanair reitir netverja til reiði Ryanair fullyrðir að myndin sé sviðsett. 16. október 2018 07:40 Ryanair birtir myndband sem það segir sanna sviðsetningu Lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur birt upptöku úr öryggismyndavél sem sýnir áhafnarmeðlimi félagsins sviðsetja ljósmynd sem vakti mikla athygli í netheimum í upphafi vikunnar. 18. október 2018 13:54 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Sjá meira
Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur sagt sex áhafnarmeðlimum sínum upp störfum. Umræddir áhafnarmeðlimir þóttust sofa á flugvallargólfi á mynd sem Ryanair sagði sviðsetta. Myndin vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum fyrir nokkrum vikum. Myndin var birt um miðjan október en á henni mátti sjá flugþjóna- og freyjur Ryanair liggjandi á gólfinu á flugvelli í Malaga á Spáni. Áhöfnin var sögð föst á flugvellinum vegna veðurs og var Ryanair gagnrýnt fyrir að veita starfsfólki sínu ekki betri aðbúnað. Eftir að myndin fór í dreifingu birti Ryanair myndband úr öryggismyndavélum á flugvellinum, sem renndi stoðum undir fyrri fullyrðingar félagsins þess efnis að myndin væri sviðsett.Ryanair exposes fake photo of cabin crew sleeping in crew room. Watch video here: pic.twitter.com/tzTn6EHsKH— Ryanair (@Ryanair) October 17, 2018 Í myndskeiðinu má sjá áhafnarmeðlimina sex standa upp úr sætum sínum og leggjast á gólfið. Eftir að kollegi þeirra hefur dregið upp síma sinn og tekið mynd af þeim á gólfinu stendur fólkið upp aftur og gengur út eða aftur til sæta sinna. Breska ríkisútvarpið BBC hafði eftir talsmanni félagsins í dag að áhafnarmeðlimirnir hafi verið reknir fyrir vítavert misferli í starfi. Þá hafi myndin skaðað ímynd flugfélagsins verulega. Netverjar voru margir ekki tilbúnir að fyrirgefa flugfélaginu eftir að myndbandið úr öryggismyndavélum var birt. Jim Atkinsson, sá sem fyrstur birti umrædda ljósmynd á Twitter, var fljótur að svara tísti Ryanair. Í svari sínu sagði hann augljóst að áhafnarmeðlimirnir hefðu verið strandaglópar á flugvellinum yfir nóttina og að Ryanair hafi ekki reynt að létta þeim lífið. Enn aðrir sögðu að myndbandið sýndi fram á að Ryanair hefði brugðist enn fleiri starfsmönnum sínum en upphaflega var talið.
Evrópa Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mynd af áhöfn Ryanair reitir netverja til reiði Ryanair fullyrðir að myndin sé sviðsett. 16. október 2018 07:40 Ryanair birtir myndband sem það segir sanna sviðsetningu Lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur birt upptöku úr öryggismyndavél sem sýnir áhafnarmeðlimi félagsins sviðsetja ljósmynd sem vakti mikla athygli í netheimum í upphafi vikunnar. 18. október 2018 13:54 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Sjá meira
Mynd af áhöfn Ryanair reitir netverja til reiði Ryanair fullyrðir að myndin sé sviðsett. 16. október 2018 07:40
Ryanair birtir myndband sem það segir sanna sviðsetningu Lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur birt upptöku úr öryggismyndavél sem sýnir áhafnarmeðlimi félagsins sviðsetja ljósmynd sem vakti mikla athygli í netheimum í upphafi vikunnar. 18. október 2018 13:54