Býst við að spila í Svíþjóð Hjörvar Ólafsson skrifar 9. nóvember 2018 10:00 Svava Rós vonast til að fá fleiri tækifæri með íslenska landsliðinu á næstu misserum. Fréttablaðið/Eyþór Svava Rós Guðmundsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, sló í gegn með norska liðinu Røa á leiktíðinni sem var að ljúka. Lið hennar sigldi lygnan sjó um miðja deild og hafnaði í sjöunda sæti deildarinnar með 31 stig eftir 10 sigurleiki, tvö jafntefli og tíu tapleiki. Eitt stig var dregið af liðinu vegna fjárhagsvandræða félagsins. Hún raðaði inn mörkum á sínu fyrsta keppnistímabili með liðinu og þegar upp var staðið hafði hún skorað 14 mörk í norsku úrvalsdeildinni. Svava Rós var jöfn tveimur öðrum leikmönnum sem þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar. Frammistaða hennar hefur vakið verðskuldaða athygli og hún býst við því að skipta um félag fyrir næstu leiktíð. „Þetta er klárlega mitt besta tímabil á ferlinum. Ég hef aldrei skorað jafn mikið og mér fannst ég hafa bætt mig mikið á þessu eina ári. Ég er sneggri að taka ákvarðanir inni á vellinum og klára færin betur en ég gerði áður en ég kom hingað,“ segir þessi snöggi framherji í samtali við Fréttablaðið. „Hérna í Noregi leikur þú oftar við öfluga andstæðinga en í deildinni heima. Af þeim sökum bætir þú jafnt og þétt leik þinn og verður sterkari með hverjum leik sem þú spilar. Það voru ákveðin viðbrigði að leika með liði sem var ekki í toppbaráttu og ég er ekki vön því að tapa jafn mörgum leikjum og ég gerði með Røa. Það tók svolítið á andlega en reynslan var heilt yfir jákvæð,“ segir hún um tímabilið sem lauk nýverið. „Mér finnst líklegt að ég færi mig um set í framhaldinu og það eru mestar líkur á því að ég endi á að semja við sænskt félag. Það er mestur áhugi úr þeirri átt og mér líst best á að fara þangað. Nú er ég bara á leiðinni heim í langþráð frí og mun svo ákveða mig á næstu vikum. Undirbúningstímabilið bæði í Noregi og Svíþjóð hefst í janúar þannig að það er ekkert stress á því að ákveða mig,“ segir Svava Rós um framhaldið hjá sér. Nýlega var ráðinn nýr þjálfari hjá kvennalandsliðinu. Svava er spennt fyrir ráðningunni þrátt fyrir að hún þekki lítið til Jóns Þórs Haukssonar, nýs þjálfara liðsins. „Það er bara spennandi að fá nýja rödd og nýjar áherslur. Það byrja allir á núllpunkti núna og það eru spennandi tímar fram undan. Góð frammistaða mín með félagsliðinu ætti að hjálpa mér í því að vera valin, en svo er það bara undir mér komið að standa mig á æfingum og leikjum með landsliðinu til þess að fá tækifæri þar. Það er allavega stefnan að fjölga tækifærum mínum á þeim vettvangi,“ segir landsliðsframherjinn um komandi tíma hjá liðinu. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Bein útsending: Danmörk - Ísland | Tekst strákunum að stöðva danska storminn? Handbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Sjá meira
Svava Rós Guðmundsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, sló í gegn með norska liðinu Røa á leiktíðinni sem var að ljúka. Lið hennar sigldi lygnan sjó um miðja deild og hafnaði í sjöunda sæti deildarinnar með 31 stig eftir 10 sigurleiki, tvö jafntefli og tíu tapleiki. Eitt stig var dregið af liðinu vegna fjárhagsvandræða félagsins. Hún raðaði inn mörkum á sínu fyrsta keppnistímabili með liðinu og þegar upp var staðið hafði hún skorað 14 mörk í norsku úrvalsdeildinni. Svava Rós var jöfn tveimur öðrum leikmönnum sem þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar. Frammistaða hennar hefur vakið verðskuldaða athygli og hún býst við því að skipta um félag fyrir næstu leiktíð. „Þetta er klárlega mitt besta tímabil á ferlinum. Ég hef aldrei skorað jafn mikið og mér fannst ég hafa bætt mig mikið á þessu eina ári. Ég er sneggri að taka ákvarðanir inni á vellinum og klára færin betur en ég gerði áður en ég kom hingað,“ segir þessi snöggi framherji í samtali við Fréttablaðið. „Hérna í Noregi leikur þú oftar við öfluga andstæðinga en í deildinni heima. Af þeim sökum bætir þú jafnt og þétt leik þinn og verður sterkari með hverjum leik sem þú spilar. Það voru ákveðin viðbrigði að leika með liði sem var ekki í toppbaráttu og ég er ekki vön því að tapa jafn mörgum leikjum og ég gerði með Røa. Það tók svolítið á andlega en reynslan var heilt yfir jákvæð,“ segir hún um tímabilið sem lauk nýverið. „Mér finnst líklegt að ég færi mig um set í framhaldinu og það eru mestar líkur á því að ég endi á að semja við sænskt félag. Það er mestur áhugi úr þeirri átt og mér líst best á að fara þangað. Nú er ég bara á leiðinni heim í langþráð frí og mun svo ákveða mig á næstu vikum. Undirbúningstímabilið bæði í Noregi og Svíþjóð hefst í janúar þannig að það er ekkert stress á því að ákveða mig,“ segir Svava Rós um framhaldið hjá sér. Nýlega var ráðinn nýr þjálfari hjá kvennalandsliðinu. Svava er spennt fyrir ráðningunni þrátt fyrir að hún þekki lítið til Jóns Þórs Haukssonar, nýs þjálfara liðsins. „Það er bara spennandi að fá nýja rödd og nýjar áherslur. Það byrja allir á núllpunkti núna og það eru spennandi tímar fram undan. Góð frammistaða mín með félagsliðinu ætti að hjálpa mér í því að vera valin, en svo er það bara undir mér komið að standa mig á æfingum og leikjum með landsliðinu til þess að fá tækifæri þar. Það er allavega stefnan að fjölga tækifærum mínum á þeim vettvangi,“ segir landsliðsframherjinn um komandi tíma hjá liðinu.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Bein útsending: Danmörk - Ísland | Tekst strákunum að stöðva danska storminn? Handbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Sjá meira