Þrjú snertimörk á aðeins 23 sekúndum í risasigri Steelers í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2018 08:30 Það var gaman hjá leikmönnum Pittsburgh Steelers í nótt. Vísir/Getty Ben Roethlisberger og félagar í Pittsburgh Steelers eru komnir í gang og eru alls líklegir í NFL-deildinni í vetur eftir ótrúlegan 52-21 sigur á Carolina Panthers í nótt. Pittsburgh Steelers liðið leit ekki vel út í byrjun tímabilsins en það hefur reyst því liðið vann í nótt sinn fimmta sigur í röð og það á móti liði Carolina Panthers sem hafði fyrir leikinn unnið þrjá leiki í röð. Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Pittsburgh Steelers, átti magnaðan leik og var með fullkomna einkunn. Hann átti fimm snertimarkssendingar, 22 af 25 sendingum hans heppnuðust og hann kastaði alls fyrir 328 jördum. Þessar fimm snertimarkssendingar hans voru á fimm mismundandi menn. Liðin settu nýtt NFL-met í upphafi leiks þegar skoruðu voru þrjú snertimörk á aðeins 23 sekúndna kafla en gamla metið voru 26 sekúndur.Fyrst kom Christian McCaffrey liði Carolina Panthers yfir með snertimarki en sú forysta stóð ekki lengi. Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger svaraði því með því að gefa 75 jarda snertimarksendingu á JuJu Smith-Schuster í sínu fyrsta kasti og svo komst varnarmaður Steelers, Vince Williams, inn í fyrstu sendingu Cam Newton í næstu sókn Panthers og skoraði. Pittsburgh liðið var síðan 31-14 yfir í hálfleik og vann á endanum afar sannfærandi 52-21 sigur.Carolina Panthers fékk síðast svona mörg stig á sig á aðfangadagskvöld fyrir tæpum átján árum. Útherjinn Antonio Brown og hlauparinn James Conner skoruðu báðir snertimörk í leiknum í nótt og urðu þar með fyrstu liðsfélagarnir síðan 1962 sem ná báðir að skora 10 snertimörk í fyrstu 9 leikjum tímabilsins. NFL Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Sjá meira
Ben Roethlisberger og félagar í Pittsburgh Steelers eru komnir í gang og eru alls líklegir í NFL-deildinni í vetur eftir ótrúlegan 52-21 sigur á Carolina Panthers í nótt. Pittsburgh Steelers liðið leit ekki vel út í byrjun tímabilsins en það hefur reyst því liðið vann í nótt sinn fimmta sigur í röð og það á móti liði Carolina Panthers sem hafði fyrir leikinn unnið þrjá leiki í röð. Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Pittsburgh Steelers, átti magnaðan leik og var með fullkomna einkunn. Hann átti fimm snertimarkssendingar, 22 af 25 sendingum hans heppnuðust og hann kastaði alls fyrir 328 jördum. Þessar fimm snertimarkssendingar hans voru á fimm mismundandi menn. Liðin settu nýtt NFL-met í upphafi leiks þegar skoruðu voru þrjú snertimörk á aðeins 23 sekúndna kafla en gamla metið voru 26 sekúndur.Fyrst kom Christian McCaffrey liði Carolina Panthers yfir með snertimarki en sú forysta stóð ekki lengi. Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger svaraði því með því að gefa 75 jarda snertimarksendingu á JuJu Smith-Schuster í sínu fyrsta kasti og svo komst varnarmaður Steelers, Vince Williams, inn í fyrstu sendingu Cam Newton í næstu sókn Panthers og skoraði. Pittsburgh liðið var síðan 31-14 yfir í hálfleik og vann á endanum afar sannfærandi 52-21 sigur.Carolina Panthers fékk síðast svona mörg stig á sig á aðfangadagskvöld fyrir tæpum átján árum. Útherjinn Antonio Brown og hlauparinn James Conner skoruðu báðir snertimörk í leiknum í nótt og urðu þar með fyrstu liðsfélagarnir síðan 1962 sem ná báðir að skora 10 snertimörk í fyrstu 9 leikjum tímabilsins.
NFL Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Sjá meira