Kauphöllin eldrauð og áfram veikist krónan Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. október 2018 12:34 Íslenska krónan hefur ekki verið veikari í tvö ár. Fréttablaðið/Stefán Það mætti halda að rappsveitin Bæjarins bestu hafi haldið um taumana í Kauphöllinni í dag, því það er rautt á öllum tölum. Úrvalsvísitalan hefur fallið um 1,52% það sem af er degi og gengi krónunnar hefur veikst. Mesta lækkunin hefur orðið á hlutabréfaverði í Högum en hluthafar í smásölurisanum hafa mátt horfa upp á 4,76 prósent lækkun bréfa sinna í dag. Lækkunin er rakin til tilkynningar frá félaginu í gær, þar sem greint var frá 708 milljóna hagnaði á öðrum ársfjórðungi þessa rekstrarárs. Á hæla Haga kemur svo Icelandair en bréf í ferðaþjónustufélaginu hafa lækkað um 3,23 prósent í morgun. Fjarskiptafélagið Síminn og tryggingafélagið TM hafa hvort um sig lækkað um rúm 2 prósent en þorri félaga í Kauphöllinni hafa lækkað um á bilinu 1 til 2 prósent það sem af er degi. Hlutabréfaverð í Eimskipum, sem hefur verið á hraðri niðurleið að undanförnu, hefur þannig lækkað um 1,94 prósent í dag. Skipafélagið lækkaði um tæp 13 prósent í gær eftir að hafa lækkað afkomuspá sína fyrir helgi. Alls hefur verðmæti bréfa í Eimskipum lækkað um næstum 30 prósent á þessu ári.Krónan ekki veikari í tvö ár Hlutabréfaverð hefur þó hækkað í einu félagi í dag, útgerðarfélaginu HB Granda. Hækkunin er þó hógvær, eða um 0,83 prósent í 36 milljón króna viðskiptum. Íslenska krónan hefur einnig mátt muna fífil sinn fegurri. Frá því í septemberbyrjun hefur krónan veikst um 12 prósent gagnvart evru og rúm 12 prósent gagnvart bandaríska dalnum. Er nú svo komið að evran kostar næstum 138 krónur og Bandaríkjadalurinn um 121 krónu. Er nú svo komið að gengi krónunnar hefur ekki verið lægra í tvö ár. Ætla má að fjöldi þátta spili rullu í þessari þróun. Alþjóðahlutabréfamarkaðir hafa barist við lækkanir undanfarnar vikur, eins og Vísir greindi frá á föstudag, og þá sendi Arion banki frá sér sótsvarta skýrslu í gær um framtíðarhorfur íslensks efnahagslífs. Svo virðist sem hagkerfið sé að snöggkólna. Íslenska krónan Tengdar fréttir „Það er að snöggkólna í hagkerfinu“ Dökkar horfur eru teiknaðar upp í nýrri hagspá greiningardeildar Arion banka fram til ársins 2021 sem birt var í dag. Greiningardeildin spáir því að verðbólga fari yfir 4 prósent strax á næsta ári. Að hennar mati eru helstu áhættuþættir í hagkerfinu annars vegar spenna á vinnumarkaði og hins vegar staða ferðaþjónustunnar. 29. október 2018 17:00 Stefnir í verstu útreið markaða í rúm fimm ár Allt virðist stefna í að vikan sem nú er að renna sitt skeið marki einhverja verstu útreið sem alþjóðlegir hlutabréfamarkaðir hafi mátt þola undanfarin fimm ár. 26. október 2018 15:07 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Það mætti halda að rappsveitin Bæjarins bestu hafi haldið um taumana í Kauphöllinni í dag, því það er rautt á öllum tölum. Úrvalsvísitalan hefur fallið um 1,52% það sem af er degi og gengi krónunnar hefur veikst. Mesta lækkunin hefur orðið á hlutabréfaverði í Högum en hluthafar í smásölurisanum hafa mátt horfa upp á 4,76 prósent lækkun bréfa sinna í dag. Lækkunin er rakin til tilkynningar frá félaginu í gær, þar sem greint var frá 708 milljóna hagnaði á öðrum ársfjórðungi þessa rekstrarárs. Á hæla Haga kemur svo Icelandair en bréf í ferðaþjónustufélaginu hafa lækkað um 3,23 prósent í morgun. Fjarskiptafélagið Síminn og tryggingafélagið TM hafa hvort um sig lækkað um rúm 2 prósent en þorri félaga í Kauphöllinni hafa lækkað um á bilinu 1 til 2 prósent það sem af er degi. Hlutabréfaverð í Eimskipum, sem hefur verið á hraðri niðurleið að undanförnu, hefur þannig lækkað um 1,94 prósent í dag. Skipafélagið lækkaði um tæp 13 prósent í gær eftir að hafa lækkað afkomuspá sína fyrir helgi. Alls hefur verðmæti bréfa í Eimskipum lækkað um næstum 30 prósent á þessu ári.Krónan ekki veikari í tvö ár Hlutabréfaverð hefur þó hækkað í einu félagi í dag, útgerðarfélaginu HB Granda. Hækkunin er þó hógvær, eða um 0,83 prósent í 36 milljón króna viðskiptum. Íslenska krónan hefur einnig mátt muna fífil sinn fegurri. Frá því í septemberbyrjun hefur krónan veikst um 12 prósent gagnvart evru og rúm 12 prósent gagnvart bandaríska dalnum. Er nú svo komið að evran kostar næstum 138 krónur og Bandaríkjadalurinn um 121 krónu. Er nú svo komið að gengi krónunnar hefur ekki verið lægra í tvö ár. Ætla má að fjöldi þátta spili rullu í þessari þróun. Alþjóðahlutabréfamarkaðir hafa barist við lækkanir undanfarnar vikur, eins og Vísir greindi frá á föstudag, og þá sendi Arion banki frá sér sótsvarta skýrslu í gær um framtíðarhorfur íslensks efnahagslífs. Svo virðist sem hagkerfið sé að snöggkólna.
Íslenska krónan Tengdar fréttir „Það er að snöggkólna í hagkerfinu“ Dökkar horfur eru teiknaðar upp í nýrri hagspá greiningardeildar Arion banka fram til ársins 2021 sem birt var í dag. Greiningardeildin spáir því að verðbólga fari yfir 4 prósent strax á næsta ári. Að hennar mati eru helstu áhættuþættir í hagkerfinu annars vegar spenna á vinnumarkaði og hins vegar staða ferðaþjónustunnar. 29. október 2018 17:00 Stefnir í verstu útreið markaða í rúm fimm ár Allt virðist stefna í að vikan sem nú er að renna sitt skeið marki einhverja verstu útreið sem alþjóðlegir hlutabréfamarkaðir hafi mátt þola undanfarin fimm ár. 26. október 2018 15:07 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
„Það er að snöggkólna í hagkerfinu“ Dökkar horfur eru teiknaðar upp í nýrri hagspá greiningardeildar Arion banka fram til ársins 2021 sem birt var í dag. Greiningardeildin spáir því að verðbólga fari yfir 4 prósent strax á næsta ári. Að hennar mati eru helstu áhættuþættir í hagkerfinu annars vegar spenna á vinnumarkaði og hins vegar staða ferðaþjónustunnar. 29. október 2018 17:00
Stefnir í verstu útreið markaða í rúm fimm ár Allt virðist stefna í að vikan sem nú er að renna sitt skeið marki einhverja verstu útreið sem alþjóðlegir hlutabréfamarkaðir hafi mátt þola undanfarin fimm ár. 26. október 2018 15:07