HB Grandi segir upp fleiri starfsmönnum Kjartan Kjartansson skrifar 31. október 2018 18:21 Níutíu manns hefur nú verið sagt upp hjá HB Granda á Akranesi á einu og hálfu ári. Fjórum starfsmönnum í loðnubræðslu HB Granda á Akranesi var sagt upp störfum í gær. Formaður Verkalýðsfélags Akraness (VLFA) segir að innan við tíu manns séu nú eftir í bræðslunni eftir hópuppsögn í fyrra. Tilkynnt var um uppsagnir ellefu starfsmanna í frystihúsi fyrirtækisins á Vopnafirði í gær en fyrirtækið segist ekki ætla að draga saman seglin þar. Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, staðfestir að fjórum hafi verið sagt upp í samtali við Vísi. Skýringarnar á uppsögnunum sem hann hafi heyrt hafi með breytingar hjá fyrirtækinu að gera. Það hafi meðal annars í hyggju að veiða karfa og heilfrysta á frystitogurum sínum. Karfinn hafi áður verið unninn í Reykjavík og afskurður úr honum bræddur á Akranesi. Verkefnum bræðslunnar á Akranesi fækki ef vinnslan færist út á sjó. Einnig segir Vilhjálmur að blikur séu á lofti varðandi komandi loðnuvertíð. Fyrstu tölur frá Hafró hafi ekki gefið tilefni til bjartsýni. HB Grandi varð til með samruna útgerðafyrirtækjanna Granda og Haraldar Böðvarssonar á Akranesi árið 2004. Áttatíu og sex starfsmönnum HB Granda á Akranesi var sagt upp fyrir einu og hálfu ári. Vilhjálmur segir að með uppsögnunum nú sé gamla fyrirtækið svo gott sem horfið endanlega. Enn er þó nokkur fjöldi starfa eftir hjá tveimur dótturfyrirtækjum HB Granda á Akranesi. Höggið með uppsögnunum nú er þó linað með því að fyrirtækið Ísfiskur hefur starfsemi í húsnæði HB Granda í bænum á morgun. Þar skapast fimmtíu störf. „Við brosum allavegana yfir því,“ segir Vilhjálmur.Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA.Fréttablaðið/EyþórEngin áform um að draga úr starfseminni á Vopnafirði Ellefu var sagt upp í frystihúsi HB Granda á Vopnafirði í gær. Áður hafði þremur starfsmönnum þar verið sagt upp og tveir til viðbótar eru sagðir láta fljótlega af störfum án þess að ráðið verði í staðinn fyrir þá. HB Grandi sendi frá sér yfirlýsingu vegna uppsagnanna á Vopnafirði í dag þar sem fullyrt er að engin áform séu um að draga úr starfsemi fyrirtækisins í bænum. Fastráðnir starfsmenn uppsjávarfrystihússins verði sextíu talsins eftir uppsagnir. Fjöldinn hafi verið á bilinu 60-65 undanfarin ár. Fyrirtækið vísar til ákvörðunar um að byggja upp bolfiskvinnslu á Vopnafirði til að starfrækja á milli vertíða í uppsjávarvinnslunni sem tekin var árið 2016. Vinnsla í henni hófst eftir sjómannaverkfall í mars í fyrra. „Rekstur bolfiskvinnslu hefur allmennt ekki gengið sem skyldi og hefur því verið ákveðið að endurskipuleggja starfssemi á Vopnafirði á milli vertíða,“ segir í yfirlýsingu HB Granda. Áfram sé stefnt að því að hafa starfsemi á Vopnafirði á milli vertíða en verið sé að skoða hvernig best sé að haga því. Engin ákvörðun liggi fyrir í þeim efnum. Akranes Tengdar fréttir Hópuppsagnir hjá HB Granda Ellefu starfsmönnum frystihúss HB Granda á Vopnafirði var sagt upp störfum í dag. 30. október 2018 15:23 Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Sjá meira
Fjórum starfsmönnum í loðnubræðslu HB Granda á Akranesi var sagt upp störfum í gær. Formaður Verkalýðsfélags Akraness (VLFA) segir að innan við tíu manns séu nú eftir í bræðslunni eftir hópuppsögn í fyrra. Tilkynnt var um uppsagnir ellefu starfsmanna í frystihúsi fyrirtækisins á Vopnafirði í gær en fyrirtækið segist ekki ætla að draga saman seglin þar. Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, staðfestir að fjórum hafi verið sagt upp í samtali við Vísi. Skýringarnar á uppsögnunum sem hann hafi heyrt hafi með breytingar hjá fyrirtækinu að gera. Það hafi meðal annars í hyggju að veiða karfa og heilfrysta á frystitogurum sínum. Karfinn hafi áður verið unninn í Reykjavík og afskurður úr honum bræddur á Akranesi. Verkefnum bræðslunnar á Akranesi fækki ef vinnslan færist út á sjó. Einnig segir Vilhjálmur að blikur séu á lofti varðandi komandi loðnuvertíð. Fyrstu tölur frá Hafró hafi ekki gefið tilefni til bjartsýni. HB Grandi varð til með samruna útgerðafyrirtækjanna Granda og Haraldar Böðvarssonar á Akranesi árið 2004. Áttatíu og sex starfsmönnum HB Granda á Akranesi var sagt upp fyrir einu og hálfu ári. Vilhjálmur segir að með uppsögnunum nú sé gamla fyrirtækið svo gott sem horfið endanlega. Enn er þó nokkur fjöldi starfa eftir hjá tveimur dótturfyrirtækjum HB Granda á Akranesi. Höggið með uppsögnunum nú er þó linað með því að fyrirtækið Ísfiskur hefur starfsemi í húsnæði HB Granda í bænum á morgun. Þar skapast fimmtíu störf. „Við brosum allavegana yfir því,“ segir Vilhjálmur.Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA.Fréttablaðið/EyþórEngin áform um að draga úr starfseminni á Vopnafirði Ellefu var sagt upp í frystihúsi HB Granda á Vopnafirði í gær. Áður hafði þremur starfsmönnum þar verið sagt upp og tveir til viðbótar eru sagðir láta fljótlega af störfum án þess að ráðið verði í staðinn fyrir þá. HB Grandi sendi frá sér yfirlýsingu vegna uppsagnanna á Vopnafirði í dag þar sem fullyrt er að engin áform séu um að draga úr starfsemi fyrirtækisins í bænum. Fastráðnir starfsmenn uppsjávarfrystihússins verði sextíu talsins eftir uppsagnir. Fjöldinn hafi verið á bilinu 60-65 undanfarin ár. Fyrirtækið vísar til ákvörðunar um að byggja upp bolfiskvinnslu á Vopnafirði til að starfrækja á milli vertíða í uppsjávarvinnslunni sem tekin var árið 2016. Vinnsla í henni hófst eftir sjómannaverkfall í mars í fyrra. „Rekstur bolfiskvinnslu hefur allmennt ekki gengið sem skyldi og hefur því verið ákveðið að endurskipuleggja starfssemi á Vopnafirði á milli vertíða,“ segir í yfirlýsingu HB Granda. Áfram sé stefnt að því að hafa starfsemi á Vopnafirði á milli vertíða en verið sé að skoða hvernig best sé að haga því. Engin ákvörðun liggi fyrir í þeim efnum.
Akranes Tengdar fréttir Hópuppsagnir hjá HB Granda Ellefu starfsmönnum frystihúss HB Granda á Vopnafirði var sagt upp störfum í dag. 30. október 2018 15:23 Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Sjá meira
Hópuppsagnir hjá HB Granda Ellefu starfsmönnum frystihúss HB Granda á Vopnafirði var sagt upp störfum í dag. 30. október 2018 15:23
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent