Ekki óeðlilegt að Seðlabankinn grípi inn í gjaldeyrismarkaðinn Kristinn Ingi Jónsson skrifar 25. október 2018 08:00 Kristrún Mjöll Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku. Kristrún Mjöll Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka, segir ekki óeðlilegt að Seðlabanki Íslands grípi inn í gjaldeyrismarkaðinn þegar eins konar „spírall“ skapast á markaðinum, líkt og gerðist á miðvikudag. Slíkar aðstæður geti valdið því að gengi krónunnar hreyfist meira en undirliggjandi forsendur séu fyrir. Seðlabankinn greip inn í markaðinn með því að selja samtals níu milljónir evra, jafnvirði um 1,2 milljarða króna, eftir að gengi krónunnar hafði veikst skarpt. Veikingin kom einkum til af því að ekki fundust nægilega margir kaupendur á gjaldeyrismarkaði að krónum sem bandaríski stórbankinn Goldman Sachs hafði boðið til sölu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þetta er í annað sinn í haust sem Seðlabankinn grípur inn í markaðinn en hann seldi gjaldeyri fyrir 1,2 milljarða króna um miðjan síðasta mánuð. Voru það fyrstu inngrip bankans í tíu mánuði. Í báðum tilfellum stöðvuðu kaup bankans á krónum gengisveikinguna sem gekk að mestu til baka. „Ef um er að ræða lengri tíma þróun sem efnahagslegar forsendur eru fyrir, svo sem veikingu krónunnar yfir nokkurra mánaða tímabil vegna minnkandi viðskiptaafgangs, þá væri mjög óeðlilegt og kostnaðarsamt ef Seðlabankinn myndi grípa inn í til þess að reyna að eiga við þá langtímaþróun,“ segir Kristrún í samtali við Fréttablaðið. Hins vegar geti ákveðnar sveiflur skapast á gjaldeyrismarkaði sem geri það að verkum að það gæti þótt eðlilegt að Seðlabankinn gripi inn í. Þróunin á síðustu vikum sé gott dæmi um það. „Það ætti ekki að koma neinum á óvart,“ útskýrir Kristrún, „að gengið hafi verið að veikjast. Það er margt sem bendir til þess að það hafi verið pressa í þá áttina þó svo að það hafi ekki komið neitt stórt utanaðkomandi áfall. Viðskiptaafgangur hefur farið minnkandi en það er fyrst og fremst skortur á fjármagnsflæði sem hefur ýtt undir þessa miklu veikingu sem við höfum séð nú á skömmum tíma. Fáir fjárfestar hafa viljað kaupa krónur. Það getur gert það að verkum að ef einn stór fjárfestir vill selja krónur fyrir háa upphæð, eins og gerðist fyrr í vikunni, þá eru einfaldlega ekki nógu margir kaupendur á markaðinum. Fjármagnið hringlar þannig í kerfinu og það skapast eins konar spírall á markaðinum sem getur valdið því að gengið hreyfist umtalsvert meira en undirliggjandi forsendur eru fyrir,“ segir Kristrún. Undir slíkum kringumstæðum sé ekkert óeðlilegt við að Seðlabankinn grípi inn í. kristinningi@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Íslenska krónan Viðskipti Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af versnandi horfum í ferðaþjónustu Áhætta í fjármálakerfinu hefur aukist að mati Seðlabanka Íslands en er enn hófleg. Töluvert hefur hægt á vexti ferðaþjónustunnar og er staða hennar einn stærsti óvissuþátturinn sem íslenskt hagkerfi stendur frammi fyrir um þessar mundir að mati sérfræðinga Seðlabankans. 23. október 2018 13:45 Aldrei heppnast að óska eftir miklum kjarabótum við enda hagsveiflunnar Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að það hafi aldrei heppnast hjá verkalýðsfélögum að fara fram á miklar kjarabætur á þeim tímapunkti þegar hagkerfið er á enda hagsveiflunnar og á leið í niðursveiflu, eins og staðan sé núna. 24. október 2018 19:00 Krónan ekki veikari í meira en tvö ár Hagfræðingar segja tíðindi af vinnumarkaði vega þungt í gengisveikingu krónunnar síðustu daga. Forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands segir að ótti sé um að kjarasamningar fari úr böndunum í vetur. 18. október 2018 08:00 Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
Kristrún Mjöll Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka, segir ekki óeðlilegt að Seðlabanki Íslands grípi inn í gjaldeyrismarkaðinn þegar eins konar „spírall“ skapast á markaðinum, líkt og gerðist á miðvikudag. Slíkar aðstæður geti valdið því að gengi krónunnar hreyfist meira en undirliggjandi forsendur séu fyrir. Seðlabankinn greip inn í markaðinn með því að selja samtals níu milljónir evra, jafnvirði um 1,2 milljarða króna, eftir að gengi krónunnar hafði veikst skarpt. Veikingin kom einkum til af því að ekki fundust nægilega margir kaupendur á gjaldeyrismarkaði að krónum sem bandaríski stórbankinn Goldman Sachs hafði boðið til sölu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þetta er í annað sinn í haust sem Seðlabankinn grípur inn í markaðinn en hann seldi gjaldeyri fyrir 1,2 milljarða króna um miðjan síðasta mánuð. Voru það fyrstu inngrip bankans í tíu mánuði. Í báðum tilfellum stöðvuðu kaup bankans á krónum gengisveikinguna sem gekk að mestu til baka. „Ef um er að ræða lengri tíma þróun sem efnahagslegar forsendur eru fyrir, svo sem veikingu krónunnar yfir nokkurra mánaða tímabil vegna minnkandi viðskiptaafgangs, þá væri mjög óeðlilegt og kostnaðarsamt ef Seðlabankinn myndi grípa inn í til þess að reyna að eiga við þá langtímaþróun,“ segir Kristrún í samtali við Fréttablaðið. Hins vegar geti ákveðnar sveiflur skapast á gjaldeyrismarkaði sem geri það að verkum að það gæti þótt eðlilegt að Seðlabankinn gripi inn í. Þróunin á síðustu vikum sé gott dæmi um það. „Það ætti ekki að koma neinum á óvart,“ útskýrir Kristrún, „að gengið hafi verið að veikjast. Það er margt sem bendir til þess að það hafi verið pressa í þá áttina þó svo að það hafi ekki komið neitt stórt utanaðkomandi áfall. Viðskiptaafgangur hefur farið minnkandi en það er fyrst og fremst skortur á fjármagnsflæði sem hefur ýtt undir þessa miklu veikingu sem við höfum séð nú á skömmum tíma. Fáir fjárfestar hafa viljað kaupa krónur. Það getur gert það að verkum að ef einn stór fjárfestir vill selja krónur fyrir háa upphæð, eins og gerðist fyrr í vikunni, þá eru einfaldlega ekki nógu margir kaupendur á markaðinum. Fjármagnið hringlar þannig í kerfinu og það skapast eins konar spírall á markaðinum sem getur valdið því að gengið hreyfist umtalsvert meira en undirliggjandi forsendur eru fyrir,“ segir Kristrún. Undir slíkum kringumstæðum sé ekkert óeðlilegt við að Seðlabankinn grípi inn í. kristinningi@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Íslenska krónan Viðskipti Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af versnandi horfum í ferðaþjónustu Áhætta í fjármálakerfinu hefur aukist að mati Seðlabanka Íslands en er enn hófleg. Töluvert hefur hægt á vexti ferðaþjónustunnar og er staða hennar einn stærsti óvissuþátturinn sem íslenskt hagkerfi stendur frammi fyrir um þessar mundir að mati sérfræðinga Seðlabankans. 23. október 2018 13:45 Aldrei heppnast að óska eftir miklum kjarabótum við enda hagsveiflunnar Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að það hafi aldrei heppnast hjá verkalýðsfélögum að fara fram á miklar kjarabætur á þeim tímapunkti þegar hagkerfið er á enda hagsveiflunnar og á leið í niðursveiflu, eins og staðan sé núna. 24. október 2018 19:00 Krónan ekki veikari í meira en tvö ár Hagfræðingar segja tíðindi af vinnumarkaði vega þungt í gengisveikingu krónunnar síðustu daga. Forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands segir að ótti sé um að kjarasamningar fari úr böndunum í vetur. 18. október 2018 08:00 Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
Hafa áhyggjur af versnandi horfum í ferðaþjónustu Áhætta í fjármálakerfinu hefur aukist að mati Seðlabanka Íslands en er enn hófleg. Töluvert hefur hægt á vexti ferðaþjónustunnar og er staða hennar einn stærsti óvissuþátturinn sem íslenskt hagkerfi stendur frammi fyrir um þessar mundir að mati sérfræðinga Seðlabankans. 23. október 2018 13:45
Aldrei heppnast að óska eftir miklum kjarabótum við enda hagsveiflunnar Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að það hafi aldrei heppnast hjá verkalýðsfélögum að fara fram á miklar kjarabætur á þeim tímapunkti þegar hagkerfið er á enda hagsveiflunnar og á leið í niðursveiflu, eins og staðan sé núna. 24. október 2018 19:00
Krónan ekki veikari í meira en tvö ár Hagfræðingar segja tíðindi af vinnumarkaði vega þungt í gengisveikingu krónunnar síðustu daga. Forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands segir að ótti sé um að kjarasamningar fari úr böndunum í vetur. 18. október 2018 08:00
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent