Breskur milljarðamæringur með Íslandstengsl sakaður um kynferðisbrot Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2018 15:29 Green hefur áður verið sakaður um eineltistilburði gegn starfsmönnum, sérstaklega konum. Vísir/EPA Breskur þingmaður fullyrti í dag að Philip Green, milljarðamæringur á smásölumarkaði, væri kaupsýslumaðurinn sem sakaður er um kynferðisofbeldi og kynþáttaníð í garð starfsmanna sinna. Dagblaðið sem birti ásakanirnar hefur ekki mátt birta nafn hans vegna lögbanns. Telegraph sagði frá meintum brotum ónefnds kaupsýslumanns á þriðjudag. Hann hafi lagt starfsfólk sitt í einelti, hótað því og áreitt kynferðislega. Lögbann sem dómstóll lagði á að kröfu kaupsýslumannsins meinar blaðinu hins vegar að birta nafn mannsins og frekari upplýsingar um meint brot hans. Peter Hain, þingmaður í lávarðadeild breska þingsins, fullyrðir hins vegar að ónefndi kaupsýslumaðurinn væri Green, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sagði Hain að honum hafi borið skylda til að upplýsa um nafn Green í ljósi alvarleika ásakananna. Green er stjórnarformaður Arcadia-hópsins, verslunarveldis sem á meðal annars verslanir eins og Topshop, Topman, Wallis, Evans, Miss Selfridge og Dorothy Perkins. Breski kaupsýslumaðurinn hefur verið félagi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar um árabil. Um tíma stóð jafnvel til að Jón Ásgeir fjárfesti í Arcadia. Eftir bankahrunið á Íslandi var Green sagður hafa lýst yfir áhuga á að kaupa skuldir Baugs með allt að 95 prósenta afslætti af skilanefndum Kaupþings og Landsbankans eftir fall viðskiptabankanna á haustdögum 2008. Ekkert varð hins vegar af því. MeToo Tengdar fréttir Nálægt því að eignast Marks & Spencer Sir Philip Green er í nýrri bók sagður hafa verið nálægt því að eignast bresku verslanakeðjuna Marks & Spencer árið 2004. Hann féll frá tilboði sínu þar sem hann taldi sig ekki eiga stuðning stjórnarinnar vísan. 27. júní 2018 08:00 Philip Green vill selja Topshop Eignasafn Arcadia telur um 2.800 verslanir um heiminn. 19. febrúar 2018 06:00 Íslandsvinur ráðleggur breskum stjórnvöldum í ríkisfjármálum Íslandsvinurinn Philip Green mun í næsta mánuði skila breskum stjórnvöldum niðurskurðartillögum sem teymi á hans vegum hefur unnið fyrir hið opinbera í Bretlandi. 26. september 2010 21:00 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Breskur þingmaður fullyrti í dag að Philip Green, milljarðamæringur á smásölumarkaði, væri kaupsýslumaðurinn sem sakaður er um kynferðisofbeldi og kynþáttaníð í garð starfsmanna sinna. Dagblaðið sem birti ásakanirnar hefur ekki mátt birta nafn hans vegna lögbanns. Telegraph sagði frá meintum brotum ónefnds kaupsýslumanns á þriðjudag. Hann hafi lagt starfsfólk sitt í einelti, hótað því og áreitt kynferðislega. Lögbann sem dómstóll lagði á að kröfu kaupsýslumannsins meinar blaðinu hins vegar að birta nafn mannsins og frekari upplýsingar um meint brot hans. Peter Hain, þingmaður í lávarðadeild breska þingsins, fullyrðir hins vegar að ónefndi kaupsýslumaðurinn væri Green, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sagði Hain að honum hafi borið skylda til að upplýsa um nafn Green í ljósi alvarleika ásakananna. Green er stjórnarformaður Arcadia-hópsins, verslunarveldis sem á meðal annars verslanir eins og Topshop, Topman, Wallis, Evans, Miss Selfridge og Dorothy Perkins. Breski kaupsýslumaðurinn hefur verið félagi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar um árabil. Um tíma stóð jafnvel til að Jón Ásgeir fjárfesti í Arcadia. Eftir bankahrunið á Íslandi var Green sagður hafa lýst yfir áhuga á að kaupa skuldir Baugs með allt að 95 prósenta afslætti af skilanefndum Kaupþings og Landsbankans eftir fall viðskiptabankanna á haustdögum 2008. Ekkert varð hins vegar af því.
MeToo Tengdar fréttir Nálægt því að eignast Marks & Spencer Sir Philip Green er í nýrri bók sagður hafa verið nálægt því að eignast bresku verslanakeðjuna Marks & Spencer árið 2004. Hann féll frá tilboði sínu þar sem hann taldi sig ekki eiga stuðning stjórnarinnar vísan. 27. júní 2018 08:00 Philip Green vill selja Topshop Eignasafn Arcadia telur um 2.800 verslanir um heiminn. 19. febrúar 2018 06:00 Íslandsvinur ráðleggur breskum stjórnvöldum í ríkisfjármálum Íslandsvinurinn Philip Green mun í næsta mánuði skila breskum stjórnvöldum niðurskurðartillögum sem teymi á hans vegum hefur unnið fyrir hið opinbera í Bretlandi. 26. september 2010 21:00 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Nálægt því að eignast Marks & Spencer Sir Philip Green er í nýrri bók sagður hafa verið nálægt því að eignast bresku verslanakeðjuna Marks & Spencer árið 2004. Hann féll frá tilboði sínu þar sem hann taldi sig ekki eiga stuðning stjórnarinnar vísan. 27. júní 2018 08:00
Philip Green vill selja Topshop Eignasafn Arcadia telur um 2.800 verslanir um heiminn. 19. febrúar 2018 06:00
Íslandsvinur ráðleggur breskum stjórnvöldum í ríkisfjármálum Íslandsvinurinn Philip Green mun í næsta mánuði skila breskum stjórnvöldum niðurskurðartillögum sem teymi á hans vegum hefur unnið fyrir hið opinbera í Bretlandi. 26. september 2010 21:00